Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 28, 1940 5 ann 21. júlí fékk Jack tilboð frá „American Press“ um að fara til Suður-Afríku og skrifa um Búastríðið. Skuldir hans námu enn um þrjú þúsund dollurum. Bessie var enn þá ófrísk og það krafðist aukinna útgjalda. Æfintýrið kall- aði, og einni klukkustund síðar hafði hann svarað tilboðinu játandi, símleiðis. Aftur kom hann til New York í miðjum sumarhitunum. En í þetta sinn þurfti hann ekki að betla sér peninga, til að kaupa eitt glas af kældri mjólk eða fá sér skemmd eintök af nýjustu bókunum, sem hann las á meðan hann lá og bakaði sig í sólinni í City Hall. 1 stað þess fór hann nú beint til „Macmillan Company“, þar sem hann fékk í fyrsta sinn tækifæri til að kynnast útgáfustjóranum, George P. Brett, persónulega. George P. Brett var slung- inn útgefandi og hafði miklar mætur á bókmenntum. En hann var líka tryggur vinur, sem í framtíðinni átti eftir að reyn- ast Jack sannkallaður verndarengill. Jack hafði nauman tíma, því að hann þurfti að ná í skipið til Evrópu, en þeir urðu þó ásáttir um, að þegar Jack kæmi aftur frá Suður-Afríku, skyldu þeir hef ja fasta sam- vinnu, þannig að „Macmillan“ gæfi út all- ar bækur hans. Jack sagði Brett frá „Kempton-Wace bréfunum“, sem hann strax lofaði að gefa út. Þegar Jack kom til Englands beið hans skeyti frá „American Press“, þar sem ferð- in til Suður-Afríku var afturkölluð. Hann hafði fengið borgaðan ferðakostnað fram og aftur og örlitla fyrirframgreiðslu, sem hann þegar var búinn að eyða. Þarna stóð hann nú upp, meira en 10,000 kílómetra frá heimili sínu og algerlega félaus. Hann ákvað að reyna þó að hafa eitt- hvað upp úr dvöl sinni og fór út í Eastend í London, sem er eitt af alræmdustu fá- tækrahverfum Evrópu, til að rannsaka ástandið þar. Honum datt það alls ekki í hug, að það væri djarft og erfitt verk fyrir bráðókunnugan mann, sem ekki hafði ver- ið á enskri grund nema í tvo sólarhringa, að ætla sér að reyna að skilja og kryfja til mergjar eitt af erfiðustu hagfræðilegu vandamálum þjóðarinnar, og krefja hana því næst til reikningsskapar. Fyrsta smásögusafn hans var þegar komið út í Englandi og hafði fengið ótrú- lega góða dóma. Títgefendurnir voru hon- um vqlviljaðir, og hann hefði getað dvalið í góðu yfirlæti á meðal enskra rithöfunda í tvær til þrjár vikur. I stað þess fór hann inn í skranbúð í Petticoat Lane, keypti þar gamlar buxur, slitinn jakka, sem að- eins var eftir ein tala á, ramgerða verka- mannaskó, sem sýnilegt var að einhver kyndari hafði átt, og skítuga derhúfu. Hann leigði sér herbergi í einu af þéttbýl- ustu fátækrahverfunum og bjóst til þess að kynnast fólkinu þar. Jack var álitinn vera amerískur sjómað- ur, sem hefði verið afskráður þar í höfn- inni. Nú var hann aftur orðinn „Sjómanna- Jack“, og hann féll svo auðveldlega inn í hlutverkið, að það var eins og hann hefði Steinbogamir undir stórbrúm Lundúna eru oft á tiðum einu næturstaðirnir, sem margir af ör- eigum borgarinnar eiga kost á. En jafnvel þar var þeim meinað að vera, segir Jack. IRVING STONE segir í þessari grein frá því, er Jack London fer til Evrópu og skrifar bók um fátækra- hverfi Lundúnaborgar, bók, sem á sínum tíma vakti geysimikla athygli. aldrei verið annað. Hann var af þeirra sauðahúsi, atvinnulaus sjómaður sem barð- ist í bökkum. Eastendbúar báru traust til hans og töluðu við hann. Það sem hann þarna lærði um „sláturhús mannfélags- ins“, varð að bók, sem hann kallaði „Úr djúpum stórborgarinnar“, og er eitt af hinum sígildu verkum heimsbókmennt- anna um hina kúguðu og undirokuðu. „Undirdjúp Lundúnaborgar eru eitt alls- herjar sláturhús. Ömurlegri sjón er ekki hægt að hugsa sér. Lífið er tilbreytingar- laus endurspeglun vonleysis og örvænt- ingar. Baðker þekkjast alls ekki, sérhver tilraun til hreinlætis verður að hreinustu skrípamynd. Allskonar ódaunn svífur um loftið, og kæfandi deyfðardrungi leggst eins og mara á mennina og gerir þá sljóa. Ár eftir ár streymir kjarnmikil og lífsglöð æska þangað úr sveitunum, en er orðin að úrkynjuðum vesalingum eftir tvo til þrjá ættliði.” Á krýningardegi Játvarðar sjöunda fór Jack inn á Trafalgar Square, til þess að horfa á hina mikilfenglegu, fornhelgu skrúðgöngu. Félagar hans á þessari göngu- för voru ökumaður, smiður og sjómaður, sem nú var orðinn gamall og atvinnulaus. Hann tók eftir því, að þeir tíndu appel- sínu- og eplabörk upp úr forugri götunni og borðuðu hann. „Menn hafa fullyrt, að dómar mínir um ástandið í Englandi séu Gamlar konur, vafðar tötrum, sváfu á bekkjunum í lystigörðunum. Jack London fylltist réttlátri reiði gegn því þjóðfélagi, sem bauð þegnum sínum slík lífskjör.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.