Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 28, 1940 Veiztu það, Jan? Ég hefi einu sinni séð hann ... Jæja, en það skiptir annars engu máli. En hann er glæpamaður, mundu það! Og Collins er versti þorpari, sem verið hefir hér um slóðir. En perlurnar á ég. Paseal á ekki einusinni rétt á þeim. Jan sagði ekkert, en honum fór ekki að lítast á blikuna. — Það verða því ég og þú, Jan, sagði Areher, — á móti Brown og Collins og Paseal. Vertu með mér, þig skal aldrei iðra þess, því lofa ég. Jan var í einu svitabaði, og það var sem allan mátt drægi úr honum. Nú skildi hann, hvemig í öllu lá. Næsta morgun komu þeir upp undir eyj- amar. I fjömnni stóð maður og veifaði til þeirra. Það var Paseal. Jan sá Charlie Brown og Areher fara í bátinn og róa í land. Honum leizt ekki vel á þetta allt saman. Collins varð kyrr á skipinu. Jan skildi ekkert í því, að Areher hafði trúað Brown og Collins fyrir þessu. Hann hlaut að hafa sagt þeim of mikið í ölæði. Eða ... það skipti reyndar engu máh. En eitt var víst: örlög Paseals voru ákveðin. Jan vissi það, en gat ekki hjálpað honum. Dagurinn var lengi að líða. Brown og Areher komu ekki um borð fyrr en í myrkri og Jan horfði á þá áhyggjufullur. Paseal sá hann ekki... og daginn eftir var eyjan úr augsýn. Þegar Jan um morguninn kom haltrandi niður káetustigann, sá hann þá alla þrjá standa kringum borð, þar sem glitrandi perlur lágu í hrúgum. Brown strauk yfir þær með fingmnum. — Það er nóg, heyrði Jan að hann sagði, — til þess að gera úr þeim þrjár fínustu hálsfestar í heimi ... er það ekki Collins ? Jan leið illa. Han rak tréfótinn fast nið- ur í gólfið. Brown og Collins snem sér við og horfðu á hann og Brown gat ekki slitið augun af honum, þegar hann fór upp aft- ur. — Það var slæmt, að hann skyldi sjá þær, sagði Brown hugsandi. — Við þrír höldum saman . .. en Jan ... Collins kom perlunum fyrir. Skömmu síðar fór Brown og Collins upp á þilfar. Jan heyrði þá tala saman í hálfum hljóð- um. Þegar hann litlu síðar gekk fram hjá þeim, snem þeir sér við og horfðu á eftir honum. Brown hélt annari hendinni utan um skammbyssuna í vasanum ... Það var dimmt og engar stjörnur sáust. Jan leit við og sá Brown standa rétt hjá sér. Hann hafði komið aftan að honum, hljóðlaust eins og köttur. — Hve mikið veizt þú, Jan? spurði hann lágt. Jan hopaði út að borðstokknum, en Brown elti hann. Svo gat Jan ekki stillt sig lengur: — Ég veit, að þið Areher fómð í land á eynni og myrtuð manninn, án þess að bhkna. Brown stóð grafkyrr, en svaraði svo með því að kinka kolli. Síðan stökk hann á Jan, áður en hann fékk tíma til að átta sig. Brown hafði haldið annari hendinni fyrir aftan bakið og var með barefli í henni, og sló nú Jan, svo að hann féll á borðstokkinn og þaðan í sjóinn. Dálítið skvamp heyrðist, síðan varð nóttin aftur þögul — og dimm. Brown hlustaði augna- blik á skvampið og sneri sér svo við og kom auga á Collins, sem stóð rétt hjá hon- um. Augu hans vora tryllt og andlitið af- myndað. — Perlurnar, sagði Colhns, — perlum- ar eru horfnar. Þær em ekki þar, sem ég lét þær. Brown horfði á hann agndofa. Það var eins og hann skildi ekki strax, hvað hann var að segja. Svo varð hann hamslaus af bræði. — Horfnar? öskraði hann. — Hvernig stendur á því? Hvemig geta þær verið horfnar? Hávaðinn í Brown varð til þess að Areher kom hlaupandi upp á þilfarið. Brown sneri sér að honum í trylltum æs- ingi. — Collins segir, að perlumar séu horfnar. Veiztu nokkuð, hvemig í þessu liggur, Areher? Ef þú hefir ... Brown gekk ógnandi til Arehers með barefli á lofti En Areher horfi einkenni- legur á svipinn út yfir borðstokkinn. — Hvaða skvamp var það, sem ég heyrði? spurði hann. — Skvamp? Brown hikaði. — Það var Jan. Areher fölnaði upp og greip um borð- stokkinn. Svo tók hann að hlæja litla stund, en varð síðan alvarlegur. — Þetta var ágætt, sagði hann. Það er næstum hlægilegt. Hlustið þið nú á mig, Brown og Collins. Mér hefir aldrei litist á ykkur. Það er óþarfi að glápa svona á mig. Ég vissi, hvað þið ætluðust fyrir. Brown sleppti bareflinu. 1 stað þess lagðist höndin í vasanum utan um skamm- byssuna. — Hvað ætlarðu að segja meira, Areher, sagði hann ógnandi. — Hvað hef- irðu gert? — I nótt, sagði Areher, — meðan Jan svaf, tók ég tréfótinn hans og holaði hann að innan, svo að perlurnar komust fyrir í honum og gekk vel frá öllu saman. Nú er hann drukknaður og hefir tekið perlurnar með sér ... Collins öskraði af bræði. Brown þreif byssuna upp úr vasanum, en Areher hafði beygt sig, fljótur eins og elding, og gripið bareflið og rak það nú af öllu afli í höfuð- ið á Brown, en hann hné niður og í sjóinn, því að borðstokkurinn var brotinn. Á sama augnabliki og hann hvarf í hafið, réðist Collins með hníf í hendinni að baki Areher ... Það var heiður himinn yfir höfninni í Baratonga. Papuaner-Tom gekk hægt inn í Gylltu slönguna. Hann var þungbúinn og ógnarlegur. — Hvar er Pepita? spurði hann. Enrico veitingamaður varð aumingja- legur á svipinn og neri hendur sínar. — Senor Tom, Pepita er farin. Hingað kom einhver maður og sagði: — Nú er ég kom- inn að sækja þig. Pepita hló og grét á víxl. Svo fór hún með manninum — svona var það, Senor. — Fór hvert? spurði Papuaner-Tom. —: Ég veit það ekki, Senor. En eitthvað heyrði ég manninn vera að tala um Nýju Guinea ... Papuaner hnyklaði brúnimar og varð illilegur. — Hvað maður var þetta, Enrico? Hvernig leit hann út? — Það var lítill maður, sagði Enrico, — lítill maður með tréfót. Jan Peters sat á svölunum hjá sér og leið prýðilega. Hann var orðinn efnaður maður. Því skyldi honum þá ekki líða vel ? Hann átti beztu ekrurnar þar um slóðir. Hann hafði fengið ágætan mann, til þess að stjórna þeim og eftir nokkra daga — í næstu viku ætlaði Jan heim til Englands með Pepitu, konunni sinni. Allir draum- ar Jans höfðu ræst. Hann brosti. Pepitu kom hlaupandi niður úr garðin- um. Hún stökk létt og yndislega upp tröpp- urnar og veifaði sigri hrósandi byssu, sem hún var með í hendinni. — Fjórir blettir í röð á sjö metra færi, sagði hún og hló. — Þú getur farið að taka þátt í skot- keppni, Pepita, sagði Jan. — Þegar við komum til Englands, setjum við upp skot- skífu í garðinum, því að auðvitað komum við til með að hafa garð. Við skulum lifa góðu lífi, bjóða vinum okkar heim, og þú berð þá allar perlumar, sem ég hefi gefið þér. Pepita hló af gleði og hélt áfram inn í húsið. Jan horfði á eftir henni með aðdáun og brosti. En þegar hann sneri sér við aftur, hvarf brosið af vörum hans. Fyrir framan hann stóð maður, algerlega óvænt, eins og hann hefði komið upp úr jörðinni eða falið sig bak við runna skammt frá þeim — og auð- vitað hafði hann gert það. Þetta var Papuaner-Tom. Jan hreyfði sig ekki, Hann starði agn- dofa á Tom. — Góðan daginn, Jan, sagði Tom í gázkafullum tón. Það er ánægjulegt að sjá þig aftur. Við höfum ekki sést í þrjú ár — langur tími, er það ekki? Hann kom upp tröppurnar og Jan sá, að hann var með skammbyssu í hendinni. — Hvað viljið þér? spurði Jan, og rödd- in skalf dálítið. Honum varð hugsað til Pepitu inni í húsinu. — Ég er lengi búinn að leita að þér, Jan. Þetta er skemmtilegasti staður, sem þú átt héma. Hann horfði á tréfót Jans. — Það var svei mér heppilegt, að þér var bjargað úr sjónum hérna um árið. Enn þá meiri heppni var það samt, að þú skyldir nóttina góðu komast í land á bátnum hans Browns skipstjóra, þegar þið vomð hjá Astrol-eyjunum. Það var vel af sér vikið. Jan hálfreis upp í stólnum. — Hver hefir sagt yður þetta? — Collins. Mannstu eftir Collins ? Ágæt- is náungi — en segir nokkuð mikið, ef hann fær hæfilega mikið af viskýi. — Hann hélt, að þú værir dauður. En ég

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.