Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 28, 1940' Hann klæddi sig eins og atvinnulausan sjómann, kynnti sér lífið í fátækrahverfum Lundúna og skrifaði átakanlega bók um það. allt of svartsýnir. Við því verð ég að segja, að ég er allra manna bjartsýnastur. Ég sé fram á bjarta og gæfuríka framtíð fyr- ir Englendinga, en ég fæ ekki betur séð, en að það stjórnmálakerfi, sem nú ríkir þar, hljóti að meira eða minna leyti, að lenda í ruslakistunni.“ Á milli þess sem hann fór í þessa leið- angra til Eastend, bjó hann hjá enskum leynilögreglumanni, þar sem hann gat lif- að eins og maður, fengið sér bað, skipt um föt, lesið og skrifað, án þess að mæta stöð- ugri tortryggni. Á þrem mánuðum hafði hann farið í gegnum mörg hundruð bæk- linga, bækur og stjórnarskýrslur, talað við ótrúlegan fjölda manna og kvenna, gengið tugi kílómetra um daunillar götur, búið í fátækrahúsum, staðið í röðum fyrir framan brauðsölubúðirnar, sofið í lysti- görðum ásamt hinum nýju vinum sínum og auk alls þessa lokið við að skrifa bók Sóðalegt leiguhús í Whitechapel. 1 einu slíku bjó Jack London, og það var hræðilegt, segir hann. — einstakt dæmi um starfsorku hans, skipulagningargáfu og ástríðuþrunginn áhuga fyrir málefninu. Hann kom með handritið til Néw York í nóvember.. Einn vinur hans, sem mætti honum víð höfnina, skrifar: „Hann var í þvældum léreftsjakka, með fulla vasana af bréfum og blöðum. Buxurnar voru ópressaðar. Hann var vestislaus og skyrtan var allt annað en hrein. Hann notaði belti í stað axlabanda og á höfðinu hafði hann lítið, snoturt kaskeiti.“ George P. Brett vildi ólmur ná í hand- rit Jacks. Honum fannst ,,í djúpum stór- borgarinnar“ vera gott verk og samvizku- samlega unnið, setti fram hvassa gagnrýni á vissum atriðum, en tók bókina. Jack sagði við hann: ,,Ég vil gjarnan losna við Klondike. Ég hefi lokið námstíma mínum með því að skrifa um lífið þar. Ég hefi hugsað og lesið mikið síðan ég skrifaði fyrstu skáldsögu mína og ég er viss um, að ég get skrifað bækur, sem hafa varan- legt gildi.“ Brett var jafn vongóður og féllst strax á beiðni Jacks um, að ,,Macmillan“ borg- uðu honum 150 dollara á mánuði í tvö ár. Gegn því áttu þeir svo að gefa út allar bækur, sem hann skrifaði á þeim tíma. Að skilnaði gaf Brett honum þær ráðlegging- ar, sem ef til vill voru þær beztu, sem hann fékk bæði fyrr og síðar: ,,Ég vona, að verk yðar beri héðan í frá vott um þá framför, sem ég varð svo greinilega var við í fyrstu bókum yðar, en sem ekki kem- ur eins greinilega fram í tveim þeim síð- ustu, af því að á þeim er nokkur hroð- virknisblær. Heimurinn hefir ekki þörf fyrir aðrar bókmenntir en þær beztu af hendi sérhvers rithöfundar.“ Þessu svaraði Jack þannig: „Það er von mín og ætlun, undir eins og ég er bú- inn að koma fótunum undir mig aftur, að skrifa ekki sérlega mikið, heldur gefa að- eins út eina bók, eina góða bók á ári. Ég er mjög seinn að skrifa. Ástæðan til að ég hefi gefið svona mikið út er sú, að ég hefi unnið sleitulaust, dag eftir dag, án þess að unna mér nokkurrar hvíldar. Undir eins og ég hefi losnað við þá þungu kvöð, að þurfa að vinna baki brotnu í dag, til að hafa ofan í mig á morgun, þegar ég ekki þarf framar að eyða kröftum mínum í alls konar ígripavinnu, er ég sannfærður um, að ég á eftir að afreka mikið.“ 1 lestinni á leiðinni heim lagði Jack þrjár síðustu bækurnar sínar á bekkinn andspænis sér í vagninum. Þær höfðu allar komið út í október, hálfum mánuði áður en hann kom til New York aftur. Hann sá, að það var ekki einungis met, að gefa út þrjár bækur á einum mánuði. Það var hreinasta fífldirfska, sem Brett hafði með réttu fundið að. Hann ákvað, að úr því að hann væri nú búinn að binda sig einu útgáfufélagi, skyldi hann héðan í frá fara skynsamlegar að ráði sínu. Þegar Jack kom til Piedmont, sá hann, að Eliza hafði búið hjá Bessie í hálfan annan mánuð og stillt til friðar á milli Bessiear og Flóru. Hann byrjaði aftur á að vinna 19 tíma í sólarhring. Einu hvíld- arstundirnar voru miðvikudagarnir, þegar gamlir og nýjir vinir hans komu í heim- sókn, og hann spilaði við þá poker eða skemmti sér við aðrar dægradvalir. Rauður þráður. Það er oft sagt, að eitthvað gangi eins og rauður þráður í gegnum sögu, eða eitt- hvað því um líkt. Orðtakið á ekki eins skáldlegan uppruna og búast mætti við. Enska flotastjórnin hefir lengi haft þann sið, að spinna mjóan, rauðan þráð í alla kaðla brezka flotans — ekki af neinum fegurðarástæðum, heldur blátt áfram til þess að gera þá auðþekktari, ef þeim væri stolið. Við útbýtingu Hjálpræðishersins á matvælakortum tók Jack sér einnig stöðu á meðal þeirra, sem biðu. Hann kynnti sér af eigin reynslu líf það, sem öreigar Lundúnaborgar lifa og skrifaði beizka ádeilu á það i bók sinni ,,t djúpum stórborgarinnar“.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.