Vikan


Vikan - 19.09.1940, Page 1

Vikan - 19.09.1940, Page 1
Eru Englendingar raunverulega afturhaldssamir? Margir hafa orðið til að rannsáka hina brezku þjóðar- sál, — og skrifað bækur um niðurstöður sínar. Kelvin Lindemann dregur saman í þessári grein ýms skemmti- leg og athyglisverð ummæli í þessa átt eftir franska, ameríska og þýzka rithöfunda. L,jósgráir pípuhattar og kjólföt er hátiðarbun- ingur Englendinga við Ascot- veðreiðarnar. I>að eru glæsilegustu veðreiðar heimsins, og þangað kemur konungur með allt sitt fylgdarlið. Englendingar drekka árlega hundrað milljarða bolla af tei. 1 það fara 250 milljónir kg. af te- blöðum. Það svarar til þess, að hver einasti En glendingur, ungur og gamall, drekki sex bolla á dag. Það er því ekkert undarlegt, þó að þessar ungu stúlkur þurfi að fá sér tebolla á jám- brautarstöðinni á meðan þær bíða eftir lestinni. Englendingar drekka sterkt te með rjóma út í. André Maurois, hinn frægi franski rit- höfundur, sem þekkir England og Englendinga betur en flestir landar hans, hefir skrifað bók, og gefur þar ung- um Frakka, sem ætlar til Englands í fyrsta sinn, eftirfarandi ráð: „Þér eruð nú að leggja af stað til fjar- lægs lands, ekki í bókstaflegri merkingu, heldur lands, sem stendur yður fjarri í háttum og skoðunum. Þér eigið að lifa í landi, sem er erfitt og undarlegt. I fyrstu munið þér segja við sjálfan yður aftur og aftur: Það er ekki til neins! Ég get aldrei lært að skilja þá. Það er allt of mikið djúp á milli okkar. En þér skuluð ekki láta hug- fallast. Það er liægt að brúa þetta djúp.“ Hversu margir útlendir rithöfundar hafa ekki skrifað í svipuðum dúr — en auðvitað oft án þess að vita um hvað þeir voru að skrifa. Annar Frakki skrifaði einu sinni bók, sem hann kallaði: „Eru Englending- ar mannlegar verur?“ Hún varð útbreidd- asta bók í Englandi á sínum tíma, af því að Englendingar hafa yndi af að heyra út- lendinga gera gys að sér. En ef einhver dirfist að bera fram rökstuddar aðfinnslur, t. d. á hinu hneykslanlega ástandi í sum- um verkamannahverfum iðnaðarborganna, eða stjórnmálaspillinguna, eða ástandið í réttarfars- og heilbrigðismálum, þá dregur Englendingurinn sig í hlé og tautar eitt- hvað um sumt fólk, sem alltaf þurfi að blanda sér í mál, sem því komi ekkert við, og ekki kunni almenna kurteisi. Slík- ar móttökur fékk ameríski rithöfundurinn Louis Bromfield vegna bókar, sem hann skrifaði og byrjaði þannig: „Þegar Englendingar segja Jesús, þá meina þeir baðmull.“ Auðvitað hefir Bromfield rétt fyrir sér, þegar hann segir, að sér finnist Englend- • Framh. á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.