Vikan - 19.09.1940, Page 2
2
VIKAN, nr. 38, 1940
Vasaorðabœkurnar
w
Islensk-ensk
og
Ensk-íslensk
fást í öllum bókaverzlunum.
Hver sá, sem þessar bœkur hefir í vasa, getur
gert sig skiljanlegan vid Englendinga, án þess
að kunna ensku.
ökum síhækkandi verðlags á pappír
og prentun og öðru því er viðkemur útgáfu
blaðanna, sjáum vér oss nauðbeygða til að
hækka verðlag blaðanna frá 1. október n. k.
að telja, og verður það frá þeim tíma er hér
segir:
Áskriftaverð kr. 2,00 pr. mánuð.
I lausasölu — 0,50 pr. blað.
Reykjavík, 17. september 1940.
Útgefendur Heimilisbladsins Vikan
Útgefendur Vikublaðsins Fálkinn
Sígarettur
með rommi og lakkrís.
I Ameríku eru nú reyktar 163 billjónir
sígaretta á ári, en árið 1913 voru reyktar
4 billjónir. Að þessari gífurlegu aukningu
liggja þrjár orsakir: stríðið, auglýsinga-
starfsemin og tilbúningur hinna „blönd-
uðu“ sígaretta. „Blended cigarettes“ voru
fyrst framleiddar hjá
Reynolds TobaccoCo.
árið 1913 og juku
strax neyzluna upp í
15 billjónir árið 1915.
1 venjulegri „bland-
aðri“ sígarettu eru:
55% ljóst Virginía-,
Georgía- og Caról-
ínatóbak; 25% gróft
Kentuckytóbak; 15%
tyrkneskt tóbak og 5% Marylandtóbak. I
þessa tóbaksblöndu er ennfremur sett:
lakkrís, brúnn sykur, alls konar jurtir,
mösurviður og hunang. Á eftir er sett til
bragðbætis: romm, súkkulaði, vanille,
cumarin, sherry, ferskjur, geranium og
englajurt. Til þess að halda tóbakinu
fersku, er sett í það ögn af glycerini. (Það
er það, sem orsakar þurk í hálsi, þegar
menn hafa reykt of mikið).
American Tobacco Co. (Lucky Strike)
Vi k a n
HEIMIIISBLAÐ
Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365.
Afgreiðsla og' innheimta: Austurstræti 17.
Sími 5004. Pósthólf 166.
Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu.
Steindórsprent h.f.
notaði 12 milljónir dollara í auglýsingar
árið 1935, Reynolds (Camel) 17 milljónir
og Liggett (Chesterfield) 21 milljón. Þing-
maður fær 1000 dollara fyrir að gefa
ákveðnum sígarettum meðmæli sín og
kvikmyndastjarna 6000 dollara.
Bæjarstjórnin í enska bænum Great
Yarmouth fékk fyrir nokkru áskorun,
undirskrifaða af mörgum borgurum bæjar-
ins, um það að skíra göturnar eftir helztu
skáldum landsins eins og t. d. Shakespeare,
Chaucer, Milton, Tennyson og Byron. —
Áskoruninni var vísað frá með þeirri rök-
semd, að bæjarstjórnin áliti, að siðferði
áðurnefndra manna hefði í mörgu verið
svo áfátt, að ekki væri verjandi að skíra
götur bæjarins eftir þeim.
Að því að sagt er hreyfast hræfareldar
oft mjög hægt og stundum aðeins fá fet
yfir jörðu, þangað til þeir rekast á ein-
hverja hindrun og „springa“. — Fyrir
skömmu sveif einn slíkur hræfareldur á
stærð við kálhöfuð, eftir götu í Milano.
Ferðin var svo lítil á honum, að nokkrir
strákar, sem komu auga á hann, hlupu
lengi samsíða honum, þangað til einhver
vegfarandi benti þeim á hættuna, sem staf-
að gæti af þessu.
Þó að rottuhundurinn hafi lafandi eyru,
heyrir hann sex sinnum betur en maður-
inn. Þýzkur lífeðlisfræðingur, prófessor
von Frisch, hefir sannprófað með tilraun-
um, að hljóð, sem mannseyrað getur að-
eins greint í sex metra fjarlægð, getur
rottuhundurinn heyrt í 36 metra f jarlægð.
*
Brezka útvarpið útvarpar nú á þrettán
mismunandi tungumálum.
*
Á átjándu öld fann Jean le Breton upp
á því, að stofna hlutafélag með það fyrir
Í Efni blaðsins, m. a.:
I Eru Englendingar raunverulega aft- |
urlialdssamir? eftir Kelvin Linde- \
\ mann. i
i Bóndinn og rithöfundurinn,
eftir Irving Stone.
i Mannátið á Akureyri, smásaga
í eftir Aq. i
i Það er ekki dansað í Lambeth Walk. \
I Fiðurskikkjan, barnasaga.
i Verra en Djöflaeyja. i
i Heimilið. — Framlialdssaga. — Sigga \
litla. — ÓIi og Addi í Afríku. — i
Skrítlusíða. — Krossgáta. — Skák §
I — o. m. fl. |
<Wimiiiimiimiimmiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|"""|ii"""""kvS
augum, að kaupa allan heiminn og selja
hann aftur með miklum hagnaði. Áður en
hann var tekinn fastur, hafði umboðs-
mönnum hans tekizt að selja nokkur hluta-
bréf með því að nota falsaða kaupsamn-
inga, sem sýndu, að margir af þjóðhöfð-
ingjum heimsins hefðu selt le Breton lönd
sín.
Af öllum þeim bakteríum, sem vísindin
hafa fundið og rannsakað, eru aðeins 3%,
sem geta valdið sjúkdómum.
#
Ef kýr andar að sér lykt af hvítlauk í
nokkrar mínútur, verður laukbragð af
mjólkinni.
Downing Street nr. 10, er hefir verið bú-
staður allra enskra forsætisráðherra frá
dögum Roberts Walpole, heitir í höfuðið á
Sir George Downing, f jármálaráðherra
Karls konungs II, sem seldi ríkinu það
fyrir okurverð.
TJTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVÍK. — Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Abyrgðarmaður:
Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.