Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 46, 1941
Hvað skyldi hann segja?
Hún sá hann færa sig frá Júlíu og reka upp
stuttan hæðnishlátur.
„Það er langt síðan sá tími var, Júlía. "Við
skulum ekki vera með nein látalæti."
Júlia talaði blíðlega: „Auðvitað get ég ekki
verið eiginkona þín, Henry," hvíslaði hún, „en ég
get alltaf verið — í raun og veru er ég — ást-
kær vinkona þín — óvanaleg vinkona þín. Ég ¦—
ég vildi óska, að við sæumst oftar, Henry, ég
myndi gefa —."
„Nú verð ég að fara til Virginíu," sagði hann
kuldalega og gekk hratt að dyratjöldunum, svo
að Virginía varð að hörfa aftur á bak til að hann
sæi hana ekki þarna. Hún gekk á tánum á eftir
Henry, þegar hann fór fram ganginn.
Hún var greind kona, og sagði honum ekkert
af því, sem hún hafði heyrt. Hún vissi, að nú
átti hún hann ein. Hann hafði sannað það —
og það var nóg!
„Það er drengur, frú Van Tyle. Fallegur, lítill
drengur." Hún heyrði þessi orð óljóst á sjúkra-
húsinu.
Hún sá blóm allt í kringum sig í herberginu,
þegar hún sneri höfðinu til að horfa á litlu ver-
una, sem lá við hlið hennar.
Henry lá á hnjánum við rúm hennar. Hann
hélt í hendina á henni. Andlit hans ljómaði af
feginleik og gleði.
Lækninum hafði skjátlast. Virginíu batnaði
fljótt og innan þriggja vikna var hún, barnið og
barnfóstran komin út í lítið hús í Westchester.
Henry hafði orðið fyrir fjárhagslegu tapi, það
var satt. En það var eftir ósk Virginíu, sem
þau yfirgáfu fallega, dýra húsið á Park Avenue.
„Við erum hamingjusamari hér, ástin 'mín,
þegar við losnum við allan kunningjahópinn og
„cocktail"-boðin. Bara þú og litli snáðinn og ég.
Þetta er raunverulegt líf!"
Hann kyssti hana innilega. Virginía hafði á
réttu að standa. Nú voru þau þar, sem þau áttu
heima! Dásamlega stúlkan hans!
ENDIR.
Ný, spennandi framhaldssaga byrjar í næsta blaði.
Erfingi Hitlers.
Pramhald af bls. 3.
ráðherra Prússlands brá hann skjótt við
og vann á eigin ábyrgð. Innan fárra mín-
útna var búið að fara með f oringja vinstri
flokkanna í fangabúðir. Þetta hefði ekki
verið hægt að gera á augabragði; enda
hafði það verið undirbúið áður. Ríkisþing-
ið brann einmitt, þegar Göring var tilbú-
inn. Hver kveikti í því?
Stjórnarskráin var afnumin. Hinden-
burg, sem annað hvort var blekktur í
annað sinn eða hann trúði sögunum um
rauðu byltinguna, skrifaði undir allt.
Undir þessum kringumstæðum varð naz-
istum kleift að vinna bug á síðustu leifum
mótstöðu í kosningunum, sem fóru fram
viku seinna.
Göring tók þátt í hreinsuninni í júní
1934. Hitler flaug til Munchen og hafði
umsjón með aftöku fornvinar síns Röhm
og annara í Suður-Þýzkalandi. Göring
hreinsaði til í Norður-Þýzkalandi. Liðs-
menn hans voru önnum kafnir myrkranna
á milli.
Hitler og Göring eru mjög ólíkir, en
bæta hvor annan upp. Undir hinu slétta
yfirborði hins þýzka einveldis berjast tvö
mjög andstæð öfl: hinn róttæki armur
nazistaflokksins og gamli íhaldsflokkurinn,
sem á djúp ítök í hernum. Hitler stendur
fyrir utan þetta allt. Göring er eini maður-
inn í öllu landinu, auk Hitlers, sem á vini
í báðum flokkum og er hvorugum háður.
Lang mesta afrek Görings er þó fram-
kvæmd fjögra ára áætlunarinnar, sem
stefndi að því að gera Þýzkaland algerlega
sjálfu sér nægjandi. Þessi áætlun var drif-
in í framkvæmd með svo miskunnarlausri
einbeitni, að þess munu fá eða engin dæmi,
og allt var það fyrst og fremst verk Gör-
ings, enda var honum veitt ótakmarkað
vald til þess. Fyrirskipanir Hitlers kunna
í margra augum að haf a virts óframkvæm-
anlegar, en Göring hefir framkvæmt þær
allar. „Göring er minn bezti maður," segir
Hitler, og vafalaust með réttu.
Stjörmispáin.
Fyrir nokkrum dögum kom hér út bók, sem
heitir: „Stjörnuspáin. Hvað boðar fæðingarstjarn-
an þín?" og er eftir R. H. Naylor. 1 formála segir
m. a.: „ ... Á eftirfarandi blaðsíðum, sem byggð-
ar eru á hinni fomu spáfræði, verður löngun
manna til þess að öðlast vitneskju um hið ókomna
fullnægt í ríkum mæli.
Rannsókn á áhrifum stjamanná hófst mjög
snemma á öldum, og hún hefir staðið af sér storm-
hrinur aldanna. Þessi foma fræðigrein er ein-
kennilegur samsetningur staðreynda og hug-
myndaflugs, dulspeki og stærðfræði, óræðra hug-
myndatengsla og vísinda."
1 „Stjömuspánni" er einn spádómur fyrir hvem
dag ársins, svo að hver maður eða kona getur
flett upp á sínum afmælisdegi og séð, hvað þar
er sagt um eiginleika, hæfileika, heilsufar og
margt annað.
Að slepptu því, hvað menn almennt álíta um
þessi „visindi", er enginn vafi á því, að bókin mun
verða kærkomin dægradvöl mörgu fólki.
( samkvœmum
s
er ekkert skemmtilegra en
að.hafa við hendina bók-
ina: „Stjörnuspáin" eða
„Hverju spá stjörnurnar
um framtíð yðar?" eftir
hinn fræga enska stjörnu-
spámann R. H. Naylor. —
Fæst hjá bóksölum.
VIPPA-SÖQUR
Hvernig Vippi slapp úr vasanum.
BARNASAGA
Vippi hafði sloppið án hegningar
úr veizlusalnum á. Gljúfurfossi,
en enginn skyldi láta sér detta það í
hug, að hann yndi því vel til lengdar
að vera aðgerðarlaus í vasa ritstjór-
ans.
„Má ég ekki koma upp úr vasan-
um?" spurði Vippi.
„Nei, þú ert búinn að gera nóg af
þér í dag," var eina svarið, sem hann
fékk.
Þetta þótti Vippa litla heldur
óskemmtileg ævi, að hírast svona,
eins og lokaður fugl í búri, niðri í
frakkavasa, meðan ritstjórinn gekk
um gölf á þilfarinu. Hann fór því að
reyna að hugsa upp eitthvert ráð til
að flýja úr varðhaldinu. Fyrst at-
hugaði hann vasann vandlega. Þar
var pípa, eldspýtustokkur, fimmeyr-
ingur og bréfmiði. En merkilegast
af öllu fannst Vippa, var þó lítið gat,
sem var í öðru horninu. Það var hægt
að stækka. Vippi átti lítinn vasahníf
og bar hann alltaf á sér. Hann stækk-
aði gatið. En mundi nú maðurinn
ekki verða var við, þegar hann dytti
úr vasanum niður á milli fóðursins
og klæðisins? Hvað átti Vippi að
gera til þess að dreifa athygli hans
frá sér á meðan? Nú voru góð ráð
dýrmæt. Allt í einu datt honum
snjallræði i hug.
Þama var pípa og það var tóbak
í henni. Ekki vantaði eldspýtumar.
Ef hann nú kveikti í tóbakinu, þá
hlaut að rjúka upp úr vasanum, hugs-
aði Vippi. En þetta reyndist ekki
eins meinlaust og hann bjóst við.
Vippi kveikti á hverri eldspýtunni
á fætur annarri, en ekki vildi loga i
tóbakinu. Þetta er ljóta tóbakið,
hugsaði Vippi, það hlýtur að vera
svikið, það logar ekki í því.
En af ákafanum við að kveikja í
pípunni, gætti hann ekki að því, hvað
hann gerði. Það hafði verið logandi
á einni eldspýtunni, sem hann fleygði.
Og nú fór vasinn að loga. Það var
ekki annað að gera en bjarga sér
niður, áður en það var um seinan.
Og þar fór Vippi að búa til nýtt
gat.
„Það hefir kviknað í vasanum
yðar," heyrði hann einhvem segja.
Og þetta hláut að vera meira en
lítill bruni, þvi að hann heyrði marga
menn koma hlaupandi og allir virtust
þeir vera að hjálpa til við að slökkva
eldinn.
......;i ... n, i^lhl
Vippi var í frakkavasanum.
Nú var tækifærið til að sleppa,
meðan allra athygli drógst að
slökkvistarfinu. Vippi var búinn að
gera nægilega stórt gat, og lét sig
nú detta niður. Svo hljóp hann eins
og örskot í felur, en gat þó ekki stillt
sig um að vera á gægjum, til þess
að sjá, hverju fram yndi.
Það var stórt gat á frakkavasan-
um eftir brunann. Vippi fór að fá
samvizkubit út af því að hafa valdið
þessu tjóni. Svorta er að vera að loka
mann inni, hugsaði hann, en fann þó
um leið að það var engin afsökun
fyrir skemmdarverkinu.
, En hvar er Vippi, hugsaði mann-
auminginn, sem orðið hafði fyrir
þessu óhappi. Skyldi hann ekki hafa
brennt sig, litla greyið? Það gat
varla verið. Hann hlyti þá að hafa
farið að orga. En var þetta annars
ekki allt strákpeyjanum að kenna?
Það var áreiðanlega ekki lifandi í
pípunni, þegar hann setti hana í
vasann. Og riú fór hann að athuga
málið betur. Jú, þetta var Vippa likt-
Auðvitað hafði hann farið að fikta
við að kveikja á eldspýtum. Og svo
hafði hann sjálfur sloppið óskemmd-
ur og þorði nú ekki að láta sjá sig,
af hræðslu við að fá réttmæta hegn-
ingu. Sá skyldi fá á baukinn, þegar
hann næði í hann næst.
Myrkrið bjargaði Vippa. Það var
orðið svo skuggsýnt, að enginn leið
var að finna svona litið kríli, ef það
vildi fela sig.