Vikan


Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 13.11.1941, Blaðsíða 4
VTKAN, nr. 46, 1941 Hilcið aldrei. Qrein eftir STEFAN ZWEIQ, Duglegasti nemandinn í skólanum okkar í Vín var snotur, 16 ára gamall piltur, sem var mjög vel gefinn, iðinn, kappsamur og prúðmannleg- ur í framkomu. Við uppnefndum hann og kölluðum hann „Metternich", eftir stjórn- málamanninum mikla, því að við vorum sannfærðir um, að með þessum miklu gáf- um, hlyti hann að eiga glæsilega framtíð fyrir höndum. Það eina, sem við gátum ekki fellt okkur við í fari hans, var glæsi- mennskan: hann kom alltaf í nýpressuð- um fötum í skólann og bindið var bundið af mikilli kostgæfni. Ef veður var slæmt kom bílstjóri f öður hans með hann í f allega bílnum þeirra og sótti hann aftur eftir skólatíma. Hann var samt sem áður við- feldinn piltur og laus við allan hroka. Okk- ur féll öllum vel við hann. Morgun nokkurn var sæti „Metternichs" autt. Um hádegið vissum við ástæðuna fyrir því. Kvöldið áður hafði faðir hans, sem var forstjóri f jármálafyrirtækis, verið tekinn fastur: fyrirtæki hans reyndist vera byggt á sviksamlegum grundvelli og þús- undir manna höfðu verið rændir því litla, sem þeir með erfiðismunum höfðu sparað saman. Blöðin birtu fréttir um hneykslið með stórum fyrirsögnum og mynd af söku- dólgnum og jafnvel fjölskyldu hans. Nú skildum við, hvers vegna vesalings vinur okkar hafði ekki komið í skólann. Hann skammaðist sín. I meira en hálfan mánuð, á meðan blöðin röktu hneykslið nánar og nánar, var sæti „Metternichs" autt. En morgun nokkurn í þriðju vikunni frá því að þetta gerðist, opnaðist hurðin, „Metternich" gekk inn, settist í sæti sitt og tók strax upp bók. Hann leit aldrei upp úr bókinni næstu tvær stundirnar. Þá var hringt út og við fórum eins og venjulega fram á ganginn. „Metternich" gekk rakleitt út í enda gangsins og stóð þar einn og sneri baki að okkur og horfði út um gluggann, eins og hann væri mjög upptekinn af að horfa á eitthvað úti á got- unni. En við vissum, að aumingja dreng- urinn gerði þetta til að forðast að horfa á okkur, og að hann stóð þarna hræðilega einmana. Mas okkar og hlátur dó út, þegar við skildum, hvað þessi einangrun, sem hann skapaði sjálfum sér, hlaut að vera hræðileg fyrir hann. Hann var auðsjáanlega að bíða eftir einhverju merki um vináttu frá okk- ur. En við hikuðum, því að við vissum ekki, hvernig við áttum að nálgast hann, án þess að særa hann. Enginn okkar hafði hug- rekki til að byrja. Eftir margar, langar mínútur kallaði bjallan okkur aftur til skólastofunnar. „Metternich" sneri sér snögglega við og gekk inn, án þess að líta á okkur. Saman- bitnar varir hans sýndust enn fölari, þegar hann settist og fór að blaða í bók sinni með óstyrkum höndum. Þegar tímunum lauk um morguninn yfirgaf hann skóla- stofuna svo fljótt, að enginn okkar gat talað við hann. Við höfðum samvizkubit og fórum að 111....."Il.....i........K'iii.in........iiimniiiiii.....iiiKiiuiiii Vitið j>ér pað? 1. Hvað heitir bústaður brezku konungs- hjónanna í London? 2. Hvers vegna er vinstri handar akstur í Englandi? 3. Hvenær var Viðeyjarklaustur stofnað ? 4. Hvað þýðir orðið „Faktura" í verzlun- armáli ? 5. Hvaða Englendingur varð fyrstur til að sigla í kringum jörðina ? 6. Hvenær dó Ari fróði? 7. Hvaða stærðfræðilegir líkamar hafa minnst yf irborð með tilliti til rúmmáls- ins? 8. Hver var Hammurabi? 9. Hvenær var Búnaðarfélag Islands stofnað ? 10. Hver sat fyrir Xerxesi Persakonungi í Laugaklifi 480 f. Kr. Svör á bls. 14. """".....i'».....'<•"<............'.......iiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiMn.....iiiiu.n.mnii. ræða um, hvernig við gætum bætt fyrir þetta. En það var of seint; hann gaf okkur ekki fleiri tækifæri. Næsta morgun var sæti hans aftur autt. Við hringdum heim til hans, en þar fengum við aðeins að vita, að hann hafði allt í einu sagt móður sinni, þegar hann kom heim úr skólanum, að hann væri hættur við námið. Hann hafði strax farið frá Vín til að verða nemi í lyf jabúð í litlu þorpi. Við sáum hann aldrei oftar. Hef ði hann getað haldið námi sínu áf ram, þá mundi hann sennilega hafa komizt framar okkur öllum í lífinu. Vafalaust áttl hik okkar og það, að við brugðum ekki •við til að hjálpa honum, mikinn þátt í hruni hinnar glæsilegu framtíðar hans. Eitt ein- asta orð eða vingjarnleg framkoma þennan morgun hefði ef til vill gefið honum krafta til að komast yfir vandræði sín. Það var ekki af skilningsleysi, afskipta- leysi eða óvináttu, sem við brugðumst honum á þessu erfiða augnabliki: Það var ekkert annað en kjarkleysi, sem svo oft aftrar okkur frá að segja réttu orðin, þegar mest þörf er á þeim. Ég veit, að það er erfitt að nálgast þann, sem kvelst af skömm yfir óförum, en ég lærði af þessu, að maður á aldrei að hika við að hlýða fyrstu tilfinningunni um að styrkja, því að orð eða dáð, sem framkvæmd er af meðaumkun, hefir aðeins raunverulegt gildi á því augnabliki, sem þörfin fyrir það er mest. Hvenær sem ég hefi síðan staðið and- spænis einhverjum, sem hefir verið áuð- mýktur eða er í öngum sínum, hefir minn- ingin um vesalings „Metternich", þar sem hann stóð í enda gangsins við gluggann og þráði vingjarnlegt orð frá okkur og beið árangurslaust eftir því, hjálpað mér til að yfirvinna allt hik og vera vingjarnlegur, áður en það var um seinan. Þeir gera það að gamni sínu. Sérstakur dagur er árlega helgaður nautaati í spænska bænum Pompona. Einu sinni á ári er nauti sleppt lausu á að- altorgi bæjarins og eftír það verður hver að bjarga sér eins vel og hann getur. Á baksviði myndarinnar hafa nokkrar hetjur fallið, en nautið beinir nú athygli sinni í aðra átt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.