Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 5, 1943 3 Yaraþulur útvarpsins. Framhald af íorsíðu. Hvenær byrjaðlr þú þulsstarfið? 1. maí 1941 var ég ráðinn til þess .að gegna varaþulsstarfinu ásamt Brodda Jóhannessyni, en hann hvarf frá því eftir þrjá mánuði vegna annarra starfa. Síðan hefi ég gegnt varaþulsstarfimi einn. Hvernig eru verkefnin búin í hendur þér? Rétt áður en vaktin byrjar kem ég í Iréttastofuna og sæki þangað þau hand- rit, sem tilbúin eru og fer með þau inn í þulsherbergið. Dagskráin hefst venjulega með tónleikum af hljómplötum og er þá hægt að nota tímann milli kynninganna, til að líta yfir handritin. Oft kemur það þó fyrir, að handritin berast ekki fyrr en svo seint, að enginn tími er til yfirlesturs og verður þá að bera fréttirnar undirbún- ingslaust á borð og rekur mann þess vegna stundum í vörðurnar, eins og hlustendum er bezt kunnugt um. Ýmislegt spaugilegt getur komið fram í sambandi við hand- ritin, því að „prentvillupúkinn" svokallaði er víðar til en í prentsmiðjunum, og stund- um sendir hann japanskar hersveitir gegn Þjóðverjum á vígstöðunum í Rússlandi eða lsetur Þjóðverja berjast við Þjóðverja með þeim árangri, að þúsund Rúmenar liggja í valnum. Hér kemur til kasta þulsins, að vera nógu fljótur að átta sig á villunni og senda Japana á aðrar vígstöðvar, en lofa Rússum að kljást við Þjóðverja. Þetta er þó ekki sagt hinum ágætu fréttamönnum til hnjóðs, því að þeir verða oft að vinna verk sitt á örstuttum tíma og við ill skilyrði. Hvað vilt þú annars segja í sambandi við fréttaflutninginn, og afstöðu lilustenda til hans? Hvað fréttunum viðvíkur, þá er það að sogja, að þær hljóta að draga misjafnlega mikla athygli hlustenda að sér. Það er til dæmis ekki líklegt, að menn ókyrrist í sætum sínum, þótt þeir heyri sagt frá því, að meðal kroppþungi dilka hafi verið 13 kílógrömm og að slátrað hafi verið 244 .fleiri kindum í ár heldur en i fyrra í ein- hverju héraði. Þó að þetta sé í sjálfu sér ekki ómerkilegt, þá held ég að óhætt sé að fullyrða, að menn veiti því stórum meiri athygli, þegar sagt er frá gereyðingu 330 þúsund manna hers á vígstöðvunum við Stalingrad og að hershöfðingi, sem sæmd- ur var marskálkstign fyrir tveim sólar- hringum, skuh nú vera orðinn stríðsfangi. I seinna tilfellinu veit þulurinn, að hlustað er á þann með athygli og kemst á þann hátt í nánara samband við hlustendur og gerir það starfið lífrænna. Maður veit, að fólkið yppir öxlum yfir sparðatíningi í fréttaflutningi, þótt hann geti verið nauð- synlegur, en það krefst hins vegar að fá vitneskju, fljótt og vel, um alla stórvið- burði og virðist þá oft eins og það skipti litlu máh, hvort fréttin er sorgleg eða ekki, stærð hennar og mikilvægi skiptir mestu máli fyrir hlustendur. Hvað finnst þér skemmtilegast við þuls- starfið og hvað leiðinlegast? Það er óneitanlega skemmtilegt, þegar dagskráin er svo vel úr garði gerð, að mað- ur þykist vita, að fólk hafi ánægju af að hlusta. Því miður vill oft við brenna, að hún sé ekki eins góð og skyldi, og má lengi deila um, hvort það á rót sína að rekja til úrræðaleysis forráðamannanna eða hæfi- leikaskorts þeirpa, sem flytja útvarpsefnið. Tónleikar af hljómplötum, sem er einn veigamesti þátturinn í dagskrá útvarpsins, gerir mér stundum gramt í geði og held ég að megi fullyrða, að andúð almennings á hinni svokölluðu æðri tónlist eigi að ýmsu leyti rót sína að rekja til þess, hvernig hún er valin til flutnings. Ég skal nefna þér dæmi. Á sunnudögum byrjar dagskráin með morguntónleikum klukkan 10. Undan- tekningarhtið eru þá tekin stórverk til flutnings, „symfoniur", sónötur" eða því- líkt. I hádegisútvarpi eru þá ef til vill leiknar ,,fugur“, „oratorium" og fleira. Frá mínu sjónarmiði er þetta að misbjóða hin- um gömlu meisturum, þar sem gera má ráð fyrir, að flestir hlustendur séu á þess- um tíma önnum kafnir við að tryggja sér beztu bitana af sunnudagssteikinni og þess vegna lítt móttækilegir fyrir æðri tónlist. Á þessum tímum ættu eingöngu að vera létt lög, en hins vegar mætti leggja meiri áherzlu á að kynna hlustendum hin stærri verk með viðeigandi skýringum og flytja þau á heppilegri tíma. Þótt ótrúlegt sé, þá held ég að starfið hafi veitt mér mesta ánægju í þau tvö skipti, sem það krafðist mestrar vinnu, en það var við bæjarstjómar- og alþingis- kosningarnar á síðastliðnu ári. Þá var út- varpað alla nóttina og ekki um neina hvild að ræða, en vissan um það, að hlustað væri með eftirvæntingu og mikilli athygli um land allt, gerði nóttina stutta og skemmti- lega. Þarftu að hlusta á allt, sem talað er í útvarpinu, þegar þú ert á vakt? Ég hefi aldrei fengið nein fyrirmæli um það, en hins vegar ber manni að fylgjast övo vel með, að ekki verði neitt hlé á þvi, að næsta atriði hef jist. Hefir þú fengið mörg bréf frá hlust- endum? Mig minnir, að þau séu „samtals“ f jögur, þrjú vinsamleg: frá einhverjum ónafn- greindum yngismeyjum, en í hinu fjórða voru aðfinnslur viðvíkjandi framburði á nafni Beethovens. Ég geri mig ánægðan með hlutföllin! Þú ert vanur að segja manni, hvað tím- anum líður og vér höfum tekið eftir því, að það er vel þegið af þeim, sem þurfa að mæta á ákveðnum tíma á vinnustað. Menn halda, að þú hafir tekið það upp hjá sjálf- um þér. Ertu hafður fyrir „rangri sök“, hvað þetta snertir? Nei, það mun vera rétt. Ég þekki sjálf- ur, hve óþægilegt það getur verið að gleyma tímanum og koma of seint til vinn- unnar og vil gjaman forða öðrum frá því, fyrst ég hefi aðstöðu til þess. Maður heyrir oftast í þér um helgar. Er ekki þreytandi að vera við starfið á Iaugardagskvöldum og sunnudögum? Jú, stundum! Á laugardögum er út- varpað til kl. 12 á miðnætti og á sunnu- dögum hefst útvarp kl. 10 að morgni og er næstum óslitið til kl. 11 að kvöldi. Þá er síðasti áfanginn þreytandi, ekki annað að gera en að spila grammófónplötur, og þá snýr skemmtilegri hliðin að hlustend- um og er það að vísu huggun harmi gegn fyrir þulinn. Eitthvað verður fólkið að fá að vita um nppruna þinn og æviferil! Ég er fæddur 16. október 1918 á Eyrar- bakka, sonur Péturs Guðmundssonar kenn- ara og Elísabetar Jónsdóttur. Ég fluttist 5 ára gamall til Reykjavíkur. Þegar ég var tólf ára, byrjaði ég sem sendill í Ut- vegsbankanum og síðar varð ég þar banka- ritari, unz ég fór utan, til Svíþjóðar og Englands og dvaldi þar við nám í rúmt ár. Svo fór ég aftur í bankann og hefi starfað þar til skamms tíma. Góðir félagar. Á mynd þessarri sést ungur amerískur flugmaður með hund, sem er uppáhaldsdýr herdeildar hans. Flugmaðurinn hefir gefið sér tíma til þess að leika sér við hundinn, áður en hann leggur í flugferð. En hundurinn virðist ekki ánægður með sæti það, sem honum er fengið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.