Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 6
6 Hann varð dálítið undrandi, en áttaði síg brátt aftur. „Er þér fóruð frá okkur, voruð þér komnir á einhverja sérstaka skoðun. Væri það til of mikils ætlazt, að ég bæði yður að segja mér, hvemig sCl skoðun hafi verið?“ „Það er sannarlega til nokkuð mikils mælzt, og það er ekki mjög litið, ef þér við það sviptið mig þeim litlu yfirburðum, sem ég er búinn að ná, án þess að bjóða mér neitt í staðinn." • „Þér hafið á réttu að standa," svaraði Harvey. „Nú, jæja, ef þér viljið segja mér skilning yðar á málinu, þá lofa ég því að segja yður, hvort hann er réttur.“ „Viljið þér segja mér, hvaða skilningur er réttur ?“ „Nei,“ sagði hann fljótt, „aöeins hvort yðar er það. Já eða nei!“ Hann stóð fyrir framan mig brosandi og horfði biðjandi í augu mér og ég verð að segja það aftur, að ég hefi aldrei hitt fyrir jafn aðlaðandi og elskulegan mann og hann. Samúð mín í garð ungfrú Simpkinson minnkaði að sama skapi og samúð mín í garð Harvey óx. „Ég fyrir mitt leyti,“ sagði ég hægt, „er ekki í minnsta vafa um, að til séu tvær ferðakistur, sem séu alveg eins og að bæði þér og ungfrú Simpkinson vitið mjög vel, að sú kista, sem nú er á lögreglustðöinni, er ekki eign unnustu yðar. Þið vitið einnig bæði, hver á kistuna með líkinu f, og þið óttist mjög mikið, að haft verði upp á eiganda hennar.“ Austin skipti litum. Ég hafði valið orð mín vandlega og virt hann gaumgæfilega fyrir mér, og af hinni snöggu breytingu á svip hans fékk ég staðfestingu á því, að grunur minn var ekki rangur. „Þér vitið mikið,“ sagði hann og rödd hans var hás. „Er grunur minn ekki réttur?" „Alveg hárréttur.“ Nú varð þögn. Harvey hallaði sér afturábak í stólnum og horfði niður í barðastóran filthatt sinn. Ég virti hann fyrir mér og mig langaði til þess að leggja fyrir hann eina spumingu — hann var svo heiðarlegur og gáfaður og hann gerði sér far um að breyta eins rétt og hon- um var unnt, hvers vegna ætti ég ekki að voga mér að bera upp spuminguna? „Hver er eigandi svörtu feröakistunnar ?" spurði ég, en iðraðist þegar ónærgætni minnar. Það fóm eins og krampakenndir drættir um andlit hans og augu hans urðu myrk; það var greinilegt, að hann þurfti að leggja mikið að sér til þess að stilla sig. „Á ég að segja það?“ sagði hann eins og við sjálfan sig. Ég fann þessi orð frekar en ég heyrði þau. Hann stóð á fætur, gekk út að glugganum og leit niður á hina iðandi umferð á götunni. Það var ekki fyrr en mörgum vikum seinna að ég visssi, hvað þetta augnablik reyndi á taugar hans. „Nei,“ sagði hann, „það getur ómögulega verið skylda mín að svara þessarri spumingu — ég hefi rétt til þess að neita að svara henni." Hann gekk aftur til min og var nú eins og hann átti að sér. „Þér verðið að taka vel eftir þeirri staðreynd, að hvorki ég né ungfrú Simpkinson vitum neitt um þetta morð,“ sagði hann, „en okkur leikur grunur á ýmsu. Ef ég vissi eitthvað um það, þá mundi ég álíta það skyldu mína að gefa yfir- völdunum upplýsingar um það, þótt mér kynni að falla það sárt.“ Orð þessi endurtók hann með sársaukablandinni röddu. „Okkur grunar dálítið, en það er innilegasta ósk okkar og von, að gmn- ur þessi megi reynast ástæðulaus. Eins og málið stendur, er ég reiðubúinn til þess að segja allt það, sem ég veit, en ekki hvað ég hefi hugsað og hugsa um. Ég held, að ég geti varið þetta fyrir samvizku minni; það er skylda mín að stöðva ekki ganga réttlætisins, en það er einnig skylda min að flýta honum ekki, sérstaklega i máli sem þessu, þar sem mistök eru eftir því sem ég veit, heldur ekki útilokuð frá yðar hálfu." „Ungfrú Simpkinson gengur feti lengra," skaut ég inn í. „Unnusta min breytir í máli þessu eftir eigin áliti, og við verðum að athuga það, hve miklum ruglingi svona viðburðir sem þessir, sem átt hafa sér stað síðasta sólarhring, hljóta að valda á hugsanagangi ungrar stúlku. Hún er enn ekki fær um að hugsa eða tala í samhengi." „Þér verðið að fyrirgefa, en á þessu sviði er ég á allt annarri skoðun. — Ungfrú Simpkinson er fullkomlega fær um að leiða yfirvöldin inn á ranga braut með samhangandi, ósönnum frá- sögnum, og þessu hefir lögreglan hér veitt eftir- tekt. Ef þér hafið leyfi til þess að heimsækja hana aftur, þá ættuð þér að hvetja hana til þess að vera varkára með það, sem hún segir. „Þér ætlið þó ekki að gefa í skyn með þessu, að ungfrú Simpkinson eigi það á hættu að verða fyrir óþægindum frá lögreglunnar hendi?" „Hún á það á hættu að verða fyrir því, sem er langtum verra en óþægindi!" sagði 'ég gremju- lega. „Guð minn góður, maður verður alveg örvingl- aður út af þessu!" stundi Austin Harvey. „Hvað VIKAN, nr. 5, 1943 eigum við að gera? Nei, ég get ekki trúað því, að mál þetta eigi eftir að verða ungfrú Simp- kinson á neinn hátt að tjóni — hve sú hugsun kvelur mig! Ég sver yður við allt það, sem heilagt er, að hún er saklaus!" „Ég neita því ekki, en án vitundar sinnar og vilja hegðar hún sér eins og hún væri meðsek í glæpnum og meðsek manneskja er ekki saklaus." Aumingja maðurinn! Hingað til hafði hann nokkum veginn haldið kjarkinum, en hugsunin um, að unnusta hans yrði að sæta hegningu kvaldi hann augsýnilega mjög mikið. „Hvemig á hún þá að yðar áliti að hegða sér?“ spurði hann. „Alveg eins og þér,“ svaraði ég blátt áfram. „Engin ósannindi, engin leyndarmál og greinileg svör við spumingum þeim, sem hún getur eða vill svara." Hann þrýsti hönd mína. „Þér hafið á réttu að standa," sagði hann rólega. „Við verðum að fá hana til þess að breyta framkomu sinni. — Ég ætla að fara strax til hennar og segja henni álit yðar. Sakleysi hennar mun áreiðanlega koma í ljós, og þér eigið að hjálpa okkur til þess. Þess vegna kom ég til yðar I dag. Ég ætla að biðja yður um að taka málið að yður fyrir mig og fylgjast vel með lögregl- unni. Þér verðið að afla yður upplýsinga um, hve mikið lögreglan veit og meira ef hægt er. Við verðum að komast að þvi, hver framið hefir glæpinn. Þér verðið að segja mér frá öllu, sem þér komizt að eða haldið, að þér hafið komizt að, og ég ætla að vona, að uppgötvanir yðar geri útaf við gmn minn.“ „Ef ég skil yður rétt, þá felið þér mér mál þetta rannsóknar vegna embættis míns. En þá verð ég að gera yfirmönnum mínum boð um það.“ „Já, gerið það strax." „Ég er sem stendur ekki minn eigin herra, en mál það, sem ég hefi til meðferðar er hægtr að fela hverjum öðmm manni. 1 svo þýðingarmiklu máli sem þessu —,“ ég hneigði mig fyrir honum án þess að ljúka við setninguna. Austin Harvey greip hatt sinn og snéri honum feimnislega milli handa sinna. „Það er dálítið enn, sem mig langar til að spyrja yður um, áður en ég fer,“ sagði hann feimnislega. „Ég er ekki ríkur maður, og það væri ef til vill réttast að spyrja fyrst — „Spyrja um borgunina," greip ég snögglega fram í fyrir honum, því ég reyni alltaf að sleppa fljótt við þetta atriði. „Skrifstofan mun senda yður verðlista og ég er viss um, að yður mun finnast verðið mjög sanngjamt." Erla og unnust- inn. Oddur: En hve ég er feginn þvi, að við Erla erum orðin sátt. Hún er dásamlegasta stúlka í heimi. Nú hringir síminn. Það hlýtur að vera hún. Oddur: Já — halló! Elsku Erla, þú verður að fyrirgefa, að ég skuli koma í símann á skyrtunni. Hvað viltu, ástin mín. Erla: Ég ætla að koma við hjá þér á skrif- stofunni, vinur minn. Ég getla að koma með böggul til þín. Ég kem bráðum. Sendisveinninn: Kona að hitta Odd. Oddur: Nú fáið þið að sjá yndislegustu stúlku í heimi, piltar. Hún kemur að færa mér böggul. Lína: Erla gat ekki komið, svo hún sendi mig með þennan böggul.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.