Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 5, 1943 Heimsókn HENRI D’ARGENTAN hafði nú brátt dvalið í hálft ár í höll de Granville frænda síns nálægt Limoges. Hann dvaldi eiginlega ekki þar sér til ánægju. Honum fannst það á engan hátt skemmtilegt að heyra þær athugasemdir, er frændi hans lét falla um letilíf það, sem hann lifði. En hann hafði ákveðið að skella skolleyrum við því. Það var ekki nema sanngjamt, að þessi frændi, sem var eini ættingi hans, leyfði honum að taka þátt í auðævum þeim, sem hann gat alls ekki eytt öllum sjálfur. Og hvað letilífið snerti — hafði frændinn sjálfur nokkm sinni hreyft hina tignu hönd sína til nokkurrar vinnu ? Henri d’Argentan var í þeirri verstu að- stöðu, sem hægt var að hugsa sér meðg.1 Bourbonnanna í Frakklandi. Hann var aðalsmaður, en fátækur, og það sem verra var, án nokkurs sambands við hirðina. Sem aðalsmaður gat hann einungis orðið eitt: liðsforingi, en þar sem hann vantaði sambönd, var hækkun í tigninni útilokuð. Loks var hann orðinn svo leiður á til- vemnni sem liðsforingi án nokkurrar von- ar um hækkun, að hann gekk úr hemum og fór til frænda síns, sem varð kulda- legri með hverjum deginum sem leið. Sennilega hefði heimsókn hans ekki orðið til langframa, hefði Adéle frænka hans ekki verið þar. En hennar vegna var hann kyrr, og í hvert skipti sem hann sá hana, fannst honum hann aldrei mundi geta farið. Þeim var báðum fyrir löngu orðið Ijóst, að þau elskuðu hvort annað. En þau vissu einnig, að gamli markgreifinn mundi aldrei ,gefa samþykki sitt. Og þannig gekk lífið sinn venjulega gang í höllinni Saint Hugues, á meðan óróin breiddi um sig í Frakklandi eftir því sem á leið hið minnisstæða ár, 1789. Morgun einn kallaði markgreifinn Henri til sín. „Kæri frændi minn,“ sagði hann kulda- lega eins og hans var vandi. „Eins og þú veizt, tel ég það skyldu mína sem fransks aðalsmanns, að sýna öllum gestrisni. Þetta á einnig við um þig. En það geta komið fyrir þau atvik, að maður verði að brjóta hinar föstu reglur, og það hefir einmitt átt sér stað nú. Ég hefi heyrt það af vörum þjóna minna, að þú eltir dóttur mína með ástaratlotum. Er það satt?“ Henri roðnaði af gremju, en hann stillti sig og sagði rólega: „Við Adéle elskum hvort annað.“ „Einmitt það!“ Rödd markgreifans varð enn kuldalegri. „Þá munt þú geta skilið það, Henri, að ég bið þig að yfirgefa hús mitt.“ Henri hneigði sig kurteislega. „Ákvörðun þinni get ég ekki breytt, frændi. Það óréttlæti, sem þú nú beitir mig, mun koma niður á þér sjálfum. Eg verð farinn eftir nokkra klukkutíma." En er Henri um miðdegisleytið kom inn í sal markgreifans til þess að kveðja hann, gekk hann þar um gólf og var í mikilli geðshræringu. Smásaga eftir Helmer Rossfelt „Hvað, ætlarðu að yfirgefa mig núna, — núna, þegar ég er illa staddur," sagði hann og reif í hið þunna, hvíta hár sitt, hárkollunni hafði hann gleymt. „Ert þú illa staddur — hvað er að?“ spurði Henri og gleymdi naístum reiði sinni, er hann sá hið áhyggjufulla andht gamla mannsins. „Ó, það er þessi hræðllegi lýður, sem verður frekari með hverjum deginum, sem líður. Einmitt nú komu fréttir um það, að hópur þorpara frá Limoges hafi komið til hallarinnar Vancressin, — þeir eyði- lögðu þar alla innanstokksmuni, drukku eða helltu niður öllu víninu, drápu yfír- • þjóninn og fóru svo illa með baróninn, að hann nær sér aldrei aftur. Þetta er alveg hræðilegt!" Og gamli maðurinn lét fallast niður í stól. En þaut strax á fætur aftur. „Þeir geta komið hingað til Saint Hugu- es, hvenær sem vera skal!“ hrópaði hann hræddur. „Ég verð að flýja strax, Henri. Þú ætlar að hjálpa mér, ekki satt? Við skulum safna saman öllu því verðmætasta og fara í burtu.“ „Hvar er Adéle?“ spurði Henri. „Hún fpr í gær til fíænku sinnar á Saint Adhémar." Vitiðþér það? 1. Hvaöa maður fann holdsveikisýkilimj ? I 2. Hvaða ár var Friðriki III. Danakon- I ungi svarinn hollusta í Kópavogi? 3. Hver var mesti gamanleikarinn á tím- | um þöglu kvikmyndanna? 4. Hver kom fyrstur með kenninguna um i ofurmennið ? 5. Hvaða þýzk prinsessa varð rússnesk \ keisarafrú ? | 6. Hvenær var Gissur Þorvaldsson skip- | aður jarl yfir Islandi? 7. Hvenær hlaut Franklin D. Roosevelt 1 Eandaríkjaforseti fyrst kosningu? 8. Hvenær var Búastríðið? 9. Hve iangt er frá Reykjavik til Eyrar- i bakka ? 10. Hver var móðir Elízabethar Englands- = drottningar ? Sjá svör á bls. 14. uiiiiiiimiiitiiiiiiiimiimiiiiiiiniiiiimiiiiuiiiiiMiiniMiMHiaiinMiiimniHnini* „Einmitt það. Þú hefir sennilega komið því þannig fyrir, svo að ég gæti ekki kvatt hana. En nú er ekki tími til að ræða það. HVers vegna eigum við að flýja, fyrst hún er örugg? Það væri fallegt, ef tveir aðals- menn flýðu höllina fyrir nokkrum óeirðar- seggjum." „Hvaða vitleysa er þetta!“ sagði mark-‘ greifinn óþolinmóður, „þeir eru mörg hundruð og þeir eru drukknir. Þeir gætu myrt mig!“ Henri leit út um gluggann, svo tók hann fram byssurnar og fór að athuga þær. „Ég er hræddur um, að það sé of seint,“ sagði hann rólega, „mér sýnist þeir þegar vera að koma þarna niður trjágöngin.“ Markgreifinn fölnaði ennþá meir. „Þá verðum við að komast syðri veginn bak við lystigarðinn." I sömu svipan voru dyrnar rifnar upp á gátt, og skelfingu lostinn þjónn kom þjót- andi inn. „Náðugi herra, það er hópur óeirðar- seggja að koma eftir Limoges-veginum, og annar hópur er þegar kominn í lystigarð- inn.“ Markgreifinn var næstum því fallinn í yfirlið af hræðslu. Henri horfði á hann með fyrirlitningu. „Og þetta kallast aðalsraaður,“ tautaði hann. ,,Henri!“ stundi markgreifinn, ,3enri, bjargaðu mér. Þá skal ég ekki neita þér um neitt, ekki heldur Adéle.“ „Ég hefði nú gert það, sem ég gat, án þessa loforðs," svaraði Henri. ,,Jean,“ sagði hann við þjóninn, „farið með markgreifann niður í innsta vínkjall- arann, læsið hurðinni og færið mér lykil- inn, en verið fljótur." Bæði þjónninn og markgreifinn hlýddu strax, og nokkrum mínútum seinna gekk Henri með lykilinn í vasanum að hallar- múmum. Er hann kom að hliðinu, sá hann, að hópurinn var rétt kominn að hliðinu. Þetta var ægilegt samsafn tötralegra óg villtra manna, og hin hásu óp þeirra gáfu til kynna, að þeir væru þegar orðnir þétt- drukknir. Hár og feitur maður, sem var betur bú- inn en hinir, gekk á undan og virtist vera foringinn. Henri gekk á móti honum og hneigði sig kurteislega. „Þið komið nokkuð óvænt, borgarar, en þið eruð velkomnir og ykkur stendur til boða allt það, sem til er í húsinu. Mér datt í hug, að þið væruð svangir og þyrstir, þess vegna lét ég bera á borð í garðinum og maturinn verður bráðum tilbúinn.“ Hópurinn starði dálitla stund undrandi á hann, þessum móttökum höfðu þeir ekki búizt við. En þær virtust hafa góð áhrif á mennina, því að nokkrir þeirra tóku að hrópa húrra og hinir tóku brátt allir úndir. Frainhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.