Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 5, 1943 7 Hvalveiðistöðin á Sólbakka og Hans Ellefsen, Norðmaðurinn, sem rak hvalveiðar í Önundarfirði, á Asknesi I Mjóafirði eystra og í Suður-Afríku. r safoldarprentsmiðja hefir nýlega gefið út bók, sem heitir „Frá yztu nesjum. Vestfirskir sagnaþættir. Skráð hefir og safnað Gils Guð- mundsson.“ Eru í bókinni margar ágætar sagnir af Vestfjörðum og mesta þarfaverk, að þeim og öðrum slíkum er bjargað frá glötun meðan þeir menn eru upp, sem muna þær. Bókin hefst á all-langri frásögn: „Hans Ellefsen og hvalveiðastöðin á Sólbakka." Er þar vel lýst þessum duglega athafnamanni og fyrirtæki hans, sem hann starfrækti á Sólbakka í önundarfirði, og hvalveiðunum. Ellefsen kom hingað um 1890 og lét þá reisa hvalveiðistöðina og hóf atvinnurekstur sinn af kappi miklu og þó forsjá, því að hann var nýtinn og hygginn. Oft voru 80—100 manns i vlnnu á Sólbakka, Norðmenn, Svíar og Islendingar og margskonar hlunn- indi höfðu þeir af stöðinni, sem næst henni bjuggu, því að Eliefsen yar gjöfull maður og greiðvikinn. Hann greiddi og mjög fyrir skólahaldi í Mosvallahreppi og vegagerð. Hann hafði um eitt skeið sjö hvalveiðabáta, þrjú flutningaskip og eitt stórt milli- landaskip. Carl Svendsen hét maður, sem var hægri hönd Ellefsen á Sólbakka. Hann var vélfræðingur og hæfileika- maður mikill og sá um allt, þegar Ellefsen dvaldi erlendis á vetuma, en það gerði hann mörg árin, sem hvalveiðamar voru reknar frá Sólbakka. Um aldamótin var hvalveiði orðin treg úti fyrir Vest- fjörðum. Verksmiðjan á Sólbakka brann til kaldra kola skömmu eftir aldamótin. Reisti Ellefsen þá aðra hvalveiðistöð á Asknesi við Mjóaf jörð eystra og rak hana um nokkurra ára skeið með dugnaði og skörangsskap. En síðar fluttist hann til Suður- Afríku og hóf hvalveiðar þar. Þegar hann var orðinn roskinn maður seldi hann verksmiðju sina þar og skip og fluttist heim til Noregs og dvaldi þar til dauðadags. Ellefsen var merkilegur maður fyrir ýmsra hluta sakir og skal því tekið hér brot af lýsingu á honum: „Hans Ellefsen var fremur hár maður vexti, þrekvaxinn mjög og allur hinn gjörvulegasti. Enhið var hátt og mikið, nefið fremur langt, aug- un hvöss og snör, með einkennilegum glampa, sem lýsti samblandi af glettni, ákefð og við- kvæmni. Skapmaður var Ellefsen mikill og þótt hann reyndi oft að stilla sig, var geðið svo ákaft, að það tókst ekki alltaf sem vera skyldi. Kom það jafnvel fyrir, að í hann hljóp fullkominn ofsi, sem varla sómdi manni í hans stöðu. En þótt hann væri mjög ákaflyndur og bráður í skapi, og oft fyki í hann út af litlú, stóð það sjaldan lengi, ef um smámuni var að ræða, en stærri mótgerðir erfði hann árum saman. Oft var Ellefsen nærstaddur þegar verið var að vinna vlð einhver meiri háttar verk, sem hon- um þótti nokkru varða að vel tækist til um. Stóð hann þá jafnan álengdar og horfðí á að- farir manna. Tækist verkið vel, var hann oftast þögull og ræddi lítið um, en lét þá oft njóta þess síðar, sem sýnt höfðu sérstaklega góða fram- göngu. Yrðu aftur á móti eirihver mistök eða óhöpp, sem stöfuðu af klaufaskap þeirra, sem verkið unnu, gat hæglega svo farið, að hann missti þolinmæðina og breyttist úr hinu dagfars- góða prúðmenni, sem allir þekktu, í hálfgerðan villimann. Tútnaði hann þá ollur út, blánaði í framan, hristist og skalf af reiði. Því næst barði hann sig utan, þreif af sér húfuna, snéri upp á hana, vatt hana milli handanna, fleygði henni síð- an fyrir fætur sér og tróð á henni. Þegar reiði hans hafði fengið útrás í þessum framkvæmdum, fór hún jafnan að réna, og aldrei er þess getið, að hann hafi lagt hendur á neinn til likamlegra hirtinga. . Ellefsen var árrisull mjög. Virtist hann vera trúaður á málsháttinn, að morgunstund gefi gull í mund. Fór hann oft á fætur klukkan fjögur á moi'gnana. Var það venjulega fyrsta verk hans að taka sjónauka sinn og horfa út á fjörðinn, til að vita, hvort hann sæi ekki skip koma. Væri hvalveiðibátur á leiðinni, léttist heldur brúnin á karli, einkum ef hann sá, að báturinn var með góðan afla. Gekk hann léttstígur niður bakkana og fram á bryggju, til að heilsa skipstjóra, bauð honum hinar ágætustu veitingar og lék á als oddi. En þegar bátur kom, án þess að hafa fengið nokk- urn afla, sást Ellefsen sjaldan á bryggjunni. Varð hinn óheppni skipstjóri að rölta heim til hans einsamall, og munu þá stundum hafa verið stigin þung spor upp bakkana. Sæi Ellefsen ekkert skip á ferðinni, þegar hann kom út á morgnana, var það venja hans að ganga niður að verksmiðjunni, til að líta eftir því, hvort allt væri i röð og reglu. Færi eitthvað aflaga, mátti ganga að því vísu, að hann kæmi auga á það. Hirðusemi hans var svo mikil um alla hluti, að með einsdæmum mátti telja. Allt varð að vera á sínum rétta stað, frá þvi minnsta til þess stærsta. Ekkert hirðuleysi gat liðist í neinni grein, án þess að úr væri látið bæta. Sæi Ellefsen nothæfa ró eða nagla á vegi sínum, tók hann það upp og geymdi. Yrði hann var við kolamola, sem fallið hafði á plan eða bryggju, fór hann með molann þangað sem kolin vora. Slik var reglusemi hans í öllum greinum. Þrátt fyrir þá dæmafáu nýtni, sem einkenndi Ellefsen, var hann langt frá þvi að vera nízkur maður, eða féfastur um skör fram. Utbúnaður allur í verksmiðju hans og veiðiskipum, var með fyrirmyndarbrag, enda sparaði hann ekkert til að svo gæti verið. Gestrisni hans og höfðingsskap var líka við brugðið. Fékk hann oft heimsóknir merkra gesta, bæði innlendra og erlendra. Var þá jafnan slegið upp veizlu á Sólbakka. Átti Ellefsen einatt nóg af fyrsta flokks vinum, en gætti þó mjög hófs í þeim veitingum. Sjálfur var hann enginn drykkjumaður, enda var honum mjög illa við ofnautn áfengis, og lét þá skoðun berlega í ljós. Sumt af fólki því, sem heimsótti Ellefsen, var logandi hrætt við grútinn og óhreinindin á Sól- bakka. Alls staðar lagði fyrir bræluna af hálf- rotnuðum hvalskrokkum, enda kom það fyrir, að hefðarfrúr og hispursmeyjar brygðu vasaklútn- um sínum fyrir vitin meðan þær gengu þama fram hjá. Þegar einhver lét á sér skilja, að sér þætti lyktin vond, var Ellefsen vanur að svara brosandi: „Svona er nú lyktin af peningunum mínum." Eins og fyrr er getið, gaf Ellefsen önfirðing- um hvalkjöt, eftir þvi sem hver vildi hafa, en seldi rengi við mjög vægu verði. Þó var það föst venja hans, að gefa hverju heimili í hreppnum vænt rengisstykki af fyrsta hvalnum, sem veidd- ist á hverju vori. Var hann þá oft nærstaddur, þar sem verið var að skera niður hvalinn, og mátaði fyrir, hve stóran hluta hver bóndi skyldi hafa. Skar hann þá ekki við neglur sér, sízt þegar fátæklingar áttu hlut að máli. Allmiklu mun það hafa numið, sem Ellefsen gaf ýmsum þurfandi mönnum. Voru það einkum kol og matvara. Sérstaklega styrkti hann þá, sem sýnt höfðu dugnað við að vinna fyrir þungri ómegð. Aftur á móti sinnti hann lítt kvabbi þeirra, sem latir voru, eða mjög drykkfelldir, og fátækir af þeim sökum. Ellefsen var kvæntur norskri konu, sem Ida hét. Hún dvaldi með manni sínum á Sólbakka þrjú fyrstu árin, og virtist hverjum manni vel. Var hún hin mesta myndarkona og var hjóna- bandið hið bezta. Fjögur böm áttu þau hjónin, sem öll komust til þroska, og urðu hinar nýt- ustu manneskjur." iaans iiineisen. Ida Ellefsen. Myndin til vinstri: Hvalveiðastöðin á Sól- bakka. Efst til hægri íbúðarhús Ellefsen, sen i hann gaf Hannesi Haf- stein ráðherra árið 1904. Húsið er nú forsætisráð- herrabústaður í Rvík. Mjmdin til hægri: Svendsen og fjölskylc’ hans á Sólbakka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.