Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1943 5 (imiiiHimMHiiiintiiiimmiiiiiMiiimiiiiimiiMiiiiiiimimimiiiiimiiiiiiimimiiimiiuutiiiimiiMiHiiiMiiitiiuimiiiMiiiHiiHiiMimiiiiiiiiti Frámhaldssaga: Líkið í ferðakistunni .Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous . „En elsku Edith mín! -— — Það var Strand- fata nr. 17.“ Eg skrifaði heimilisfangið í vasabók mina, en ungfrú Simpkinson horfði hálfhrædd á mig. Mér var framkoma hennar alveg óskiljanleg. „Óskið þér þess, að það hafist upp á morð- ingjanum ?“ spurði ég. ,,Nei,“ svaraði hún. „Óskið þér að koma í stað hans eða hennar?" Hún þagði. Ég fann vel, að það var ógjörlegt að fá nokkrar upplýsingar hjá henni. Þá datt mér það allt í einu í hug, að ég skyldi ekki fara hóðan fyrr en ég væri búinn að komast að ein- hverju um ferðakistuna. „Fyrirgefið forvitni mína," sagði ég. „Þér búið í Greenwích, ekki satt?” „Nei,“ svaraði hún stuttlega, „í Tooting. Ég er búin að gefa lögreglunni upp heimilisfang mitt.“ „Ég bið afsökunar á þessum misskilningi. Ég hélt, að þér byggjuð í Greenwich — það er mjög fallegur staður og gott að búa þar.“ „Það getur vel verið," svaraði hún. „Ég veit það ekki — ég.hefi aldrei komið þangað." Nú vissi ég það, sem ég vildi vita; ég hafði ekki búizt við að ná takmarki minu svona fljótt. „Eitt er áreiðanlegt. Ferðakistan með líkinu í fór 'í gærmorgun frá Charing Cross. Þar sem þér haldið fast við, að þér eigið kistuna, þá vil ég ekki efast um staðhæfingu yðar — en ætlið þér einnig að halda því fram, að þér hafið látið líkið í hana?“ Loks fölnaði hún; varir hennar urðu snjóhvit- ar, en hún svaraði ákveðið: „Nei, það segi ég ekki.“ „Eigið þér þá við, að einhver annar hafi gert það i viðurvist yðar?“ „Nei.“ „Jæja, en þar sem ferðakistan tilheyrir yður, þá hlýtur einhver önnur manneskja að hafa haft aðgang að henni án vitundar yðar.“ „Nei. Ég keypti kistuna fyrir fjórum eða fimm dögum, og siðan hefir hún staðið inni í herbergi mínu. 1 gærmorgun lét þjónustustúlkan mín niður í hana — þér getið sjáifur spurt hana um það.“ Hún ætlar að reyna að sleppa frá mér, hugsaði ég, og segir mér aðeins hálfan sannleikann. Ef þjónustustúlkan hennar hafði látið niður í kist- tma, þá hlaut það að vísu að hafa átt sér stað snemma morguns daginn áður á gistihúsinu í London, þvi í Southend hafði hún alls ekki haft stúlkuna með sér. Sem stóð var ómögulegt að greina í sundur sannindi og ósannindi í frásögn hennar, en hún hlaut brátt að flækjast í ósannindum sínum. „Þér trúið mér ekki," sagði hún. „Nú, þá skuluð þér bara ekki gera það. En ég get svarið það, að ferðakistan fór ekki út úr herberginu mínu. Lögreglan verður sjálf að komast að því, hvernig lík veslings ungfrú Raynell hefir komið inn í herbergi mitt, og hver hefir látið það i kistuna." Hún leit þrákelknislega á unnusta sinn. „Og hún mun líka komast að því,“ sagði ég rólega. Nærvera mín þama varð meir og meir óþörf, já, næstum því hlægileg; ég gekk því í áttina til dyranna. „Þér eigið ekki þessa ferðakistu, ungfrú Simp- kinscm," sagði ég um leið og ég fór út úr dyr- unum. Forsaga : íað fer & norður-járn- ° brautarstoðmm í Paris. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja síns, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sína. VIII. KAFLI. Kenningin uin tvær ferðakistur, sem eru alveg eins. Það var kannske illa og kjánalega gert af mér að segja þetta, en ég varð að hefna mín dálítið, og stúlkan átti hegningu skilið vegna hinnar miklu þrákelkni sinnar. — Að hegða sér þannig, þegar maður er ákærður fyrir morð! Ung stúlka um tuttugu ára, sem telst til menntaðs fólks og er köld sem ís og hörð sem tinna. Á meðan ég hafði haldið, að hér væri um ástar- mál að ræða, var það margt, sem mér fannst fyrirgefanlegt; en nú var sú hugsun algjörlega útilokuð, og ég hafði nú enga meðaumkunn með henni. Verði hún hengd, þá á hún ekki betra skilið, sagði ég við sjálfan mig, en það var samt á engan hátt alvara mín. Staðhæfing mín var alls ekki með öllu í lausu lofti byggð. Svarta kistan, sem nú var á lög- reglustöðinni, hafði verið flutt frá Greenwich til Southend, það hafði komið í ljós á miðanúm, sem ég hafði uppgötvað undir seðli þeim, er bar stimpil Parísar. Ef ungfrú Simpkinson hafði í raun og veru aidrei komið til Greenwich, og ef sú ferðakista, sem keypt hafði verið fyrir þrem eða fjórum dögum, hafði alltaf staðið í herbergi hennar, þá var það ekki sú sama, sem nú var i París. Það hafði hún sjálf hjálpað mér um. — En þjónustustúlkan hafði þekkt hana sem sömu kistuna. Það hlaut þar af leiðandi að vera um tvær eins ferðakistur að ræða, og önnur þeirra tilheyrði ungfrú Simpkinson, en hin einhverri enn óþekktri manneskju, og skipt hafði verið á ferða- kistum. Sé því þannig farið, þá hlaut ungfrú Simpkinson að vita um þessi skipti. Allt fram- ferði hennar gaf í skyn, að hún vissi um aðra ferðakistu og þekkti eiganda hennar og maður gat freistazt til að halda, að hún hafi einnig vitað um innihaldið, áður en kistan var opnuð. Þar af leiðandi var stúlka þessi meðsek ein- hverjum glæpamanni. Mér fannst erfitt að halda þetta uni unga stúlku, er hafði unnið ást svo elskulegs og heið- arlegs manns sem Austin Harvey var. En ég varð að segja sjálfum mér hvað eftir annað, að hún færi með ósannindi og gerði ef til vill það, sem verra var, og ég fann til innilegrar meðaumkunar með unga prestinum. Nú gat ég einnig skýrt erfiðleikana með lykil- inn. Eftir vandlega íhugun komst ég að þeirri niðurstöðu, að ungfrú Simpkinson hefði ekki vit- að neitt um, að skipt hefði verið á kistunum, fyrr en rannsóknin á tollstofunni fór fram. — Mér fanst mótstaða hennar gegn því, að kaðallinn væri leystur, alveg eðlileg; athugasemd hennar um, að þetta væri bezta ráðið til þess að vekja grun, gat einungis hafa átt við „ástæðulausan grun". Á hinn bóginn hlaut hún óefað við opnun kist- unnar að hafa skilið, hvemig öllu var farið og hver hér átti hlut að máli. Hún hlýtur að hafa vitað strax, hver hinn seki var, og hlaut að hafa tekið strax þá ákvörðun að hjálpa honum, og sennilega grunaði hana einnig, hvernig og hvers vegna morðið hefði verið framið. Morðið hafði verið framið af einhverjum, sem var nákominn gömlu konunni og Harvey — senni- lega *inhverjum ættingja. Presturinn og ungfrú Simpkinson reyndu ákaft að vernda þennan ætt- ingja — hann að svo miklu leyti sem heiður hans og samvizka leýfði, en hún gekk feti lengra. — Hvort þeirra um sig breytti í máli þessu eftir innræti sínu og eðli, allt, sem hún gerði, var án efa gert vegna ástar á unnusta sínum. Þetta var mér að vísu enn allt hulin gáta, en ég var þó alls ekki óánægður. Heimsóknin hafði orðið mér að meira gagni en ég hafði búizt við. Það hafði, ef svo var á það litið, verið órétt og frekar djarft tiltæki, en það er í minni stöðu engin mistök. Málið um lykilinn var enn eklú til lykta leitt — frá sama framleiðandanum höfðu komið tvær ferðakistur, en lásarnir voru ekki eins. Þess vegna var einnig hægt að skýra það, að það vantaði heimilisfang, og það var ennþá óupp- götvað, hvers vegna vantaði á kistuna miða þann, sem líma hefði átt á hana í Southend til London. Ferðakistan hafði verið í Southend og hún hafði komið þangað frá Greenwick. Férðakista ungfni Simpkinson hafði verið i Southend, sennilega hafði hún verið send þangað frá einhverri verzl- un í London eða Tooting. Hvenær höfðu skiptin átt sér stað? — Og hvar? •— Hvernig hafði kistan með líkinu komið til Charing Cross ? — Ef ungfrú Raynell hafði verið myrt nóttina áður en Simpkinson mæðgurnar höfðu lagt af stað til Frakklands, og hefðu konurnar verið yfir nótt- ina á gistihúsi í London, hvernig át'ti stúlkan þá að vera viðriðin þennan glæp? Nú var fyrst og fremst um að gera að hafa upp á hinum raunverulega eiganda kistunnar, sem nú var í París. IX. KAFLI. Heimsókn Austins. Er ég morguninn eftir sat í herbergi mínu og var að skrifa hina venjulegu skýrslu til yfir- manns mins, var mér tilkynnt, að Harvey vildi tala við mig. Hann var fölur og áhyggjufullur á svipinn, eins og menn lita venjulega út eftir svefnlausa nótt, og það var sannarlega heldur ekki undarlegt. „Ég hefi hugsað mikið um heimsókn yðar í gær,“ sagði hann hreinskilnislega, eins og hans var vandi, „og mér finnst, að við skuldum yður skýringu. Yður hlýtur að hafa fundizt framkoma ungfrú Simpkinson mjög undarleg, já, alveg óskiljanleg." Hann þagnaði. „Ekki eins undarleg og þér ef til vill ímyndið yður,“ svaraði ég rólega. „Þér verðið að muna eftir því, að ég er vanur svona yfirheyrslum."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.