Vikan


Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 04.02.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 5, 1943 í“........"""... .. | Dægrastytting | Snjallt bragð. Hér er bragð, sem er ótrúlegt, en mjög snjallt. Veðjið við einhvem kunningja yðar um það, að þér getið stillt honum þannig upp við vegg, að hann geti alls ekki hreyft hægri fótinn upp eða niður eða í neina aðra átt; geti sem sagt alls ekkert hreyft fótinn. Þegar búið er að veðja, skulið þér segja viðkomandi aðila að standa þannig upp við vegg í herberginu, að vinstri fótur hans, mjöðm og öxl snerti vegginn. Segið honum nú að hreyfa hægri fótinn á,n þess að hreyfa vinstri fót, mjöðm eða öxl frá veggnum. Á meðan vinstri fótur hans, mjöðm og öxl snerta vegginn, er hægri fótur hans gagnslaus, og hann getur ekki hreyft hann í neina átt. Risaleikur. Einn leikmanna er risi, annar kóngur. Hinir eru menn kóngs. Risinn tekur sér stöðu all-langt frá kóngi og mönnum hans. Kóngur sendir einn af mönnum sínum með bréf til risa. Risinn krýp- ur á annað hnéð, þegar bréfberinn. kemur til hans, og vill hann eflaust votta lotningu sína við kóng með því. Sendimaður kastar kveðju á risann, tekur í sleikifingur á honum, stígur öðrum fæti A tá honum og segir: „Kóngur sendir risa bréf og segist skuli láta hengja hann, ef hann heyi aokkurn ófrið í landinu." Að svo mæltu biður sendimaður ekki boðanna og tekur á rás til kóngs sem mest hann má, en risinn hleypur á eftir kóngsmanni og reynir til að ná honum, áður en hann kemst yfir mark það, sem greinir lönd þeirra kóngs, þvi að yfir það má hann eklci fara. iÞá er hann brenndur. Ef sendimaður sleppur úr greipum risans, sendir kóngur annan og fer allt á sömu leið sem áður. Ef risinn nær kóngsmanni, er hann skyldur að ná með honum það sem eftir er leiksins. Kóngsmenn þeir, sem risi hefír náð, Framhald af bls. 4. „Við erum komnir til þees að taka öll auka-matvæli, sem eru hér í höllinni," eagði feiti maðurinn. „Föðurlandsvinirnir pvelta og vilja ekki lengur sætta sig við, að hinir ríku vaði í mat og víni.“ „Þið skulið fá það, sem hér er til af matvælum,“ sagði Henri. Aftur kváðu við húrraóp og „föður- landsvinirnir" þustu inn í garðinn, þar sem búið var að láta á borðin. Félagar þeirra, þeir, sem komu í gegnum lystigarðinn, sáu, að allt gekk friðsamlega fyrir sig og flýttu sér að sameinast þeim. Henri lét þjónana bera ríkulega á borð af mat og víni, og borgararnir undu sér betur og betur. „Heyrðu, borgari,“ sagði feiti maðurinn allt í einu, „í Limoges sögðu menn, að þú værir mesti maurapúki og þrælmenni, sem til væri; en mér geðjast nú ágætlega að þér. Komdu, við skulum skála saman.“ Hénri lyfti glasi sínu. „Skál fyrir heiðri og gæfu Frakklands," sagði feiti maðurinn. „Þessa skál er ég fús að drekka.“ „Og niður með réttittdi aðalsins.“ mega ekki heldur fara inn fyrir landamerki kóngs, eftir að þeir hafa gengið á vald risanum. Þegar risinn hefir náð öllum kóngsmönnum, fer kóngur sjálfur af stað og glímir við risann. Glmurna láta menn risa hlutlausa. Sá þeirra verður kóngur næst, sem ber hærra hlut. Getið er um annan risaleik og er hann öðru nafni nefndur skessuleikur. Segir kóngur þar við menn sína: „út, út, allir mínir menn“ og hlaupi þeir þá að marki þvi, sem skilur lönd risa. Þá segir kóngur: „inn, inn, allir mínir menn“; hlaupi þeir þá til hans, en risinn á eftir og reyni að ná þeim á heimleiðinni. Þetta gengur þangað til ris- inn hefir náð öllum eða gefizt upp. (Islenzkar skemmtanir.) Álfakýrin. Oft hafa sézt kýr í fjósum, sem huldufólk hefir átt, og á stundum margar. Það var einu sinni, að bóndi fór í fjós sitt á einum bæ, er ég eigi man nafn á, en þetta var á Vestfjörðum. Þá hann kom í fjósið, sá hann, að grá kýr stóð á flómum; hann sá, að hann átti ekki kúna. Bítur hann þá í eyrað á henni, svo úr blæðir; varð kýrin svo hans, því að hún fór eigi burt úr fjósinu. Um nóttina dreymdi konu hans, að henni þótti koma til sin kona og segja: „Illa gerði bóndi þinn, að marka kú mina sér til eignar, þar ég er nú bjargarlaus fyrir mig og böm min, þar sem ég átti ei aðra kú, er mjólkað hefði í vetur, en þín skal hann þó njóta, þó með því móti, að hann gefi mér einn hlut af skipi sínu í vetur, hvert sinn er hann rær, til krossmessu, og láti hann vera út af fyrir sig óslægðan, en ég skal láta sækja hann.“ Þessu játaði konan. „Líka vil ég fá kálfinn undan kúnni, þá hún ber,“ segir huldu- konan; því játar og hin; fer hún síðan í burt. Konan segir manni sinum frá samtali huldukon- unnar og sín í svefninum, og biður hann, að bregða ei út af þvi, er hún sagðist lofað hafa, „að hún skyldi hafa einn hlutinn hjá þér, þegar þú rerir, til krossmessu, óslægðan." Bóndi lofar þessu. „Ég hefi heldur ekkert á móti þessu,“ svaraði Henri og tæmdi glasið. „Þá ert þú okkar maður, borgari. Og í þakklætisskyni fyrir þessar góðu móttökur ætlum við ekki að brenna kassann ofan af höfðinu á þér, eins og við ætluðum okkar, þegar við komum. En nú skulum við sjá, hvað hér.er að fá af matvælum, og láttu svo beita fyrir nokkra vagna, svo að við getum ekið þeim til Limoges.“ Henri sýndi þeim fúslega allt það, sem til var af korni og öðrum matvælum. Hann vissi, að birgðirnar voru ekki miklar sem stóð og hann tók það ekki nærri sér, þótt frændi hans yrði fyrir smávegis tapi. Loks var allt komið í vagnana og hópur- inn bjó sig undir að leggja af stað með ópum og söngi. „Heyrðu, borgari,“ sagði mjög drukk- inn járnsmiður og sló á öxl Henri, „það var skolli gott vín, þetta sem þú gafst okkur, — það hlýtur að vera meira til af því niður í kjallara, og þú vilt auðvitað ekki, að föðurlandsvinirnir séu þyrstir, þegar þeir koma heim.“ Nú fyrst varð Henri hálf óttasleginn, en hann fór samt mótmælalaust með hópinn niður í kjallarann, sem var undir öllu hús- inu. Það var niðamyrkur í kjallaranum, eina ljósið, sem þeir höfðu, var lítið ljós- 13 En þegar kýrin bar, hvarf kálfurinn þegar á burt; konan lét allan veturinn annars máls mjólk kýrinnar á afvikinn stað; það var ávallt kveld- mjólkin. En á morgnana var hún alltaf í burtu úr fötunni. Kýrin komst í 18 merkur, og hélt þvi vel á sér; undan þessari kú voru aldar margar kýr, og urðu flestar vænar; lifa og kýr af því kyni, að sögn manna, þar vestra. Bóndinn fiskaði vel, þá hann reri, um veturinn og vorið, svo ei hafði hann í annan tíma betur fiskað. Lét hann ávallt skiphlutinn afsíðis óslægð- an á kveldin, þá hann var búinn að skipta; en á morgnana var hann burtu; gekk svo til kross- messu. Daginn eftir krossmessu reri hann, og fiskaði vel; lét hann þá skiphlutinn óslægðan á sama stað, er hann var vanur að láta hann. En um morguninn var hann kyrr, eins og hann hafði við hann skilið um kveldið, tók hann þá hlutinn til sin, og svo úr þvi. Nú var úti sá tími, er huldukonan tiltók að hafa hlutinn, enda vitjaði hún hans ekki framar, og þótt hún hafi séð hann í sama stað látinn, sem áður hafði gert verið, og vitað, að hann væri sér ætlaður, þá vildi hún ekki snerta hann, þar eð sá timi var endaður, er hún hafði tiltekið að mega njóta hans. (J. Á.: Isl. þjóðsögur og ævintýri). Orðaþraut. ÓM AR ARM A S K A R EKUR AUM A SNAR OKIÐ ATIÐ RÓMA ELUR SKAR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niður, myndast nýtt orð, sem er nafn á götu í Reykjavík. Sjá svar á bls. 14. ker, er Henri bar. Og hann tók eftir þvi, að myrkrið hafði áhrif á mennina. Þeir urðu þögulir, flestir tóku upp hnífa sína og skimuðu í allar áttir. „Nú engin brögð, borgari," var sagt. á bak við hann, „þá verður þú drepinn.“ Þeir komust slysalaust í gegnum stóra kjallarann. Þar voru nokkur vínföt, og feiti maðurinn var að gefa skipun um að bera þau burt, er einhver ságði: „Hvert liggja þessar dyr, borgari?“ „Að minni kjallara, en hann er tómur,“ svaraði Henri. „Hvaða vitleysa,“ sagði einhver, „þar geymirðu náttúrlega beztu vínin. Opnaðu hann strax.“ Henri gekk að dyrunum. Á leiðinni lét hann frá sér Ijóskerið á tunnu, sem var nokkuð langt frá hurðinni, til þess að hreyfingar hans sæust ekki of greinilega. Hann reyndi ákaft að finna eitthvert ráð. Ef hópurinn sæi gamla markgreifann skjálfandi of hræðslu og uppgötvaði að hann, eigandi hallarinnar, hefði falið sig, mundu þeir líta á það, sem sönnun fyrir sekt hans og eflaust myrða hann, sérstak- lega, er þeir kæmust að því, að þeir hefðu verið blekktir og talið annan mann eig- anda hallarinnar. Hvað átti hann að gera ? Önnur hönd hans hvíldi á sverðinu, og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.