Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 20, 1943 P ósturinn Kæra Vika. Viltu gjöra svo vel að gefa okkur adr., sem þú gafst þrem ungum pilt- um er báðu um samband við stúlkur í Ameríku. Vinsamlegast. Magnús. Svar: „Time Inc., 330 East 22nd. Street, Chicago III.“ Svar til „Fáfróðrar": Bezt er fyrir yður að snúa yður til afgreiðslu ritsins, þar getið þér fengið svör við þvi, sem þér spyrjið okkur um. Kæra Vika! > Hvort er réttara að segja runnur eða runni? Eða er einhver fom merkingarmunur þar á milli. Reykvikingur. Svar: I orðabók Blöndals stendur runni = runnur, svo að það síðar- nefnda mun talið réttara. Um foman merkingarmun er okkur ekki kunn- ugt. víkur og Vélstjórafélagið eiga bóka- söfn, sem aðse.tur hafa hjá Vélstjóra- félaginu í Ingólfshvoli í Reykjavík. 3/4 ’43. Kæra ,,Vika“ mín. Mig langar til að biðja þig að svara fyrir mig nokkrum spurning- um: 1. Getur þá birt í Vikunni kvæðið „Hjálmar og Hulda” ? 2. Ég hefi mjög óslétta húð, getur þú ráðlagt mér nokkuð til að gera hana slétta. 3. Hvað þýðir orðið „Miss“. Kær kveðja og fyrirfram'þakklæti. Bjarnheiður. Svar: 1. Við skulum athuga málið. 2. Þér skuluð snúa yður til andlits- fegrunarsérfræðings, t. d. á snyrtistofu Bjargar Ellingsen. 3. Það þýðir „ungfrú”. Vika mín. Finnst þér rétt að segja Gamal- mennahæli? — Vinsamlegast. ,—' Lóa. Svar: Okkur finnst réttara að segja Elliheimili. A-sveit K. R., sem vann Tjarnarboðhlaupið, er fram fór sunnudaginn 16. maí. Mennimir á myndinni eru þessir, talið frá vinstri, neðri röð: Skúli Guðmundsson, Sveinn Ingvarsson, Gunnar Huseby, Sverrir Emilsson og Rögnvaldur Gunnlaugsson. Efri röð: Þór Þormar, Óskar Guðmundsson, Björgvin Magnússon, Svavar Pálsson og Brynjólfur Ingólfsson. 9. mai 1943. Kæra Vika! Getur þú sagt mér, hvar ég muni geta fengið bókina „Lengd, breidd og þykkt“, eftir Bárð G. Tómasson. Getur þú ekki einnig frætt mig um einhverjar fagbækur, helzt á ís- lenzku, mega líka vera á dönsku. Og hvar hægt muni vera að fá þær. Með fyrirfram þökk fyrir svörin. B. Ó. K. Svar: Vegna bókar Bárðar er lík- lega bezt að snúa sér til hans sjálfs. Hann er skipasmíðameistari á Isa- firði. Fagbækur eru nú fáar til nýj- ar, vegna stríðsins, en benda mætti á það, að Iðnaðarmannafélag Reykja- Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar vöruteg- undir: Rafmagnsryksugur fyrir 110 og 220 volta spennu, jafn- straum og víxlstraum. Rafmagnsstraujám, margar tegundir. Rafmagnspressujám (skraddarajám). Rafmagnsrakvélar fyrir 110 og 220 volt. Rafmagnsklukkur, Rafmagns- lóðbolta, Rafmagnshitapúða, Rafgeyma, Rafmagnsmótora 3 H. P. með eða án gang- setjara. — Spennubreyta, (Transformers). Yfir 100 mismunandi gerðir af Ijósakrónum, vegglömpum og gangalömpum. Baðherbergis og eldhúslampa, skrifborðs- lampa. Ennfremur mikið úrval af Ioft- og Iampa pergament- skermum. RAFVIRKINN s.f. Skólavörðustig 22. Sími 5387. Reykjavík, 14. maí 1943. Kæra Vika. Getur þú gjört svo vel og frætt mig á því, hvaða tegund íslenzka tvíhreyfla flugvélin er ? Með fyrir- fram þakklæti fyrir svarið. Ólafur Jónsson. Svar: Hún heitir Beechcraft, með tveim Jacobsmótorum, 330 hestafla hvorum. Frú Frank Sinkwich og maður henn- ar eru nú að leika í kvikmynd. Að þvi loknu fer herra Sinkwich í sjó- herinn. Frá Noregi. Maður nokkur var tekinn fastur af Gestapo fyrir það, að tala í hálf- um hljóðum við sjálfan sig. Hann neitaði að vera andvígur Þjóðverjum. „Ég var einmitt þvert á móti,“ sagði hann, ,,að segja við sjálfan mig, að ég vildi heldur vinna fyrir 10,000 Þjóðverja, en einn Breta, þar sem ég er atvinnulaus núna.“ Liðsforinginn varð glaður við og Ein hinna nýju sjúkraflugvéla Bandamanna sést á myndinni, bæði að utan og innan. Þær eru afar hraðskreiðar og geta lent og tekið sig upp á mjög takmörkuðu svæði. bauðst til að útvega honum atvinnu. „Hvert er starf þitt ? “ „Ég er grafari!” Þegar Arthur sonur minn var átta ára, vildi hann endilega eignast riffil. Eftir að hafa heyrt þetta nauð í honum í þrjá daga, tók ég hann afsíðis og sagði: „Svo lengi sem ég er höfuð ættarinnar færðu engan riffil." Hann svaraði og horfði á paig stór- um augum: „Taktu eftir, pabbi, ef ég fæ riffil, þá verður þú ekki Iengur höfuð ætt- arinnar."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.