Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 20, 1943 13 Fyrirmyndin. Framhald af bls. 4. í land eilífðarinnar, þar sem hún vissi, að hamingjan biði hennar. Þetta er saga ungu,. fallegu stúlkunnar, og hin raunalegu örlög hennar eru engu að síður sorgleg en kvenhetjanna, sem í gegnum aldaraðirnar hafa liðið og dáið fyrir ást sína.“ Það varð löng þögn. Ef til.vill sveif sál Helenu um herbergið. Gilbert starði hugs- andi fram fyrir sig og sagði lágt: „Það hefir alltaf þurft sorg og kvalir til þess að listamaðurinn geti búið til snilldarverk.“ „En hamingjuna fann ég samt sem áður við hlið Berthu,“ sagði Jacques. Með fangið fullt af rósum komu ungu konurnar glaðlegar upp garðsþrepin. — Bertha leit ástúðlega til Jacques og lagði ilmandi blómavönd á fótstall listaverksins. Vinirnir horfðu með aðdáun á hinar fallega vöxnu, ungu konur sínar, þar sem þær stóðu baðaðar geislaflóði sólarljóssins. Grasi vaxnar hæðir báru við sjóndeild- arhringinn . . . ómar bárust frá lúðri smaladrengsins, kýr og geitur komu hlaup- andi hvaðanæfa að ... einhvers staðar hátt uppi söng fugl síðustu tónana. Léttur vindblær þaut í skógarlaufinu . . . og svo varð allt hljótt. Tunglið varpaði daufri birtu yfir landslagið. Það voru kveikt ljós í vinnustofunni, -og þau létu fara vel um sig í tágarstólunum. Allt í einu stóð Bertha upp, kom til Jac- ques og lagði hendur sínar um háls hon- um, og hann horfði ástúðlega á hana. Með þakklátum huga hugsaði hann til alls þess, er hann hafði orðið aðnjótandi í lífinu — ástar, frægðar og fegurðar. ^iiiiiiiiiiiiiiiii iii ■ •••i •>■■■••• ■••iiiiií iiii imim ii inni 111111 ■■ 11 ■■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir^ I Dægrastytting ] n ■111111111 .... 1111111 ■ 11111111111111111111111 ■■■■iii iii n'5’ Margskonar óvinir. Tveir svissneskir kaupsýslumenn voru kyrsettir í Japan. Þeir mótmæltu þessu við japönsk yfir- völd, og maður sá, er þeir töluðu við, brosti og sagði: „Ég veit, að þið eruð hlutlausir. En þið eruð hlutlausir óvinir.“ „Hvað kallið þér þá Englendinga og Ameríku- menn?“ spurðu Svisslendingamir. „Þá,“ hreytti Japaninn út úr sér, „þeir eru yfirlýstir óvinir, sem við eigum í stríði við.“ „En Þjóðverjar og ltalir?“ „Ó, þeir eru vinsamlegir óvinir," var svarið. títfararsiðir Mongóla. Hjá Mongólum eru útfararsiðir all frábrugðnir þvi, sem við eigum að venjast. Lík eru ekki jörðuð eins og hjá okkur. Þegar Mongóli deyr, er lík hans sett á tvíhjólaðan flutningavagn og hesti beitt fyrir. Síðan er ekið af stað, svo hratt sem hesturinn kemst, í óteljandi hringi, yfir holt Og hæðir, og aldrei má sá, sem hestinum stjórnar, líta um öxl, til þess að gæta að, hvort líkið hafi Úottið af — ef hann gerði það, mundi andi hins framliðna fylgja honum heim til þorpsins og gera öllum ókleift að lifa þar. Fáum dögurn seinna fara svo ættingjar hins látna sömu leið og ekið var með líkið, til þess að sjá, hvort hundarnir hafi étið það. Ef svo er, þykir það góðs viti; ef ekki, þá hefir hinn látni verið svo vondur maður, að ekki einu sinni hund- amir vilja hann. 1 nálægð hinna stóru Búddha-tjalda, þar sem fjöldi presta býr, deyr alltaf mikill fjöldi fólks, bg er því engin leið að fara með alla í ,,ökuferð“. En venjulega standa klaustrin á hæð, og er þá flestum hinna dauðu hent þar niður fyrir, svo að hundarnir geti étið þá. Það er fullyrt, að um hábjartan dag geti fótgangandi maður ekki farið þarna um, hundarnir myndu ráðast á hann og drepa hann. Það er meira að segja dæmi til þess að þeir hafi ráðist á ríðandi mann að vetrarlagi, flæmt hann af hestinum, drepið hann og étið. Mongólsku hundarnir eru grimmari en úlfar. Ólafur kóngur Haraldsson og tröllkonan. Svo er sagt, þá Ólafur kóngur Haraldsson var 5 vetra, fór hann á skipi með fóstra sínum, og sigldu þeir með björgum fram. Þá kom tröllkona fram á bjargið, og spurði, hvort skáld væri á skipi. En þeir sögðu ei vera. Þá kváð kerling vísu þessa: „Komi sótt, Gremjist hauður, kveini drótt, glatist sauður, kyngi hríð, gjöri hregg, og gjöri sult víða; tapist fé seggja; hrynji mjöll, fáist hatur, hylji fjöll, firrist matur, hatist menn, farist her deyi fé skatna. og gjörist enn verr.“ Ólafur Haraldsson kvað: „Gjöri regn, Grói hauður, gefi logn, gleðjist sauður, gefi gott fang, gjöri gott ár og komist menn þangað; og færi baut vora; firrist snjór, linni nauð, falli sjór, lifni þjóð, fargist hatur, liði vetur, fái byr skatnar. og gjöri enn betur.‘ Þá sprakk tröllkonan. Að búa til hrútshorn. Hrútssmiðurinn setur fingurnar á hægri hend- inni hvern upp á annan með vinstri hendinni, þannig að sleikifingurinn er undir, en litlifingur- inn ofan á. Þvi næst setur hann fingurnar á vinstri hendinni i sömu stellingar með þumal- fingrinum og vísifingrinum á hægri hendinni, en ekki má röðin á hægrihandar fingrunum hagg- ast, meðan því fer fram. Loksins styður lista- maðurinn saman gómunum á löngutöng og þumalfingri á báðum höndum, og hefir hann þá komið sér upp tveimur góðum og gildum hrút- um. Nú er framhliðunum • á fingrunum barið saman. Hrútamir eru þá að stangast og líður ekki á löngu, áður en þeir hafa stangað hvor annan í hel. Hrútur er eldra gaman en að líkind- um lætur. Þess er þegar getið í fornsögum, að böm geri „rúta“ með fingrum. Ævintýri Georgs í kínverzka ræningjabænum. 12. Sjóræningjamir fluttu Georg í land aftur og skipverjar vömflutningaskipsins fylgdust í kiki með öllu, sem gerðist. Þegar rökkva tók, sendu þeir tvo vopnaða menn í land til þess að njósna. Þeir komust að því, að Georg var nú lokaður inni í öðrum kofa en áður og verðir hafðir við dymar og fyrir utan gluggann. Þeir höfðu ekki hugmynd um skeytasendingar drengsins. Þegar nýbúið var að loka hann inni kom skeyti frá honum: - Lausn á bls. 14. Orðaþraut: ALLI LlN A AKUR EKUR N AÐS ÁM AN Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það stúlkunafn. Hann átti að kenna þeim! 1 æsku sinni fékk franska tónskáldið Félicien David eitt sinn boð frá soldinum i Tunis, um að koma þangað og kenna konum hans að leika á píanó. Hann var fljótur til að taka þessu boði, og fór með fyrstu ferð þangað. Hann fór beint til kvennabúrsins og hitti þar geysistóran negra. „Ég er nýi píanókennarinn," sagði David, „gjörðu svo vel og visaðu mér til nemenda minna, svo að ég geti byrjað strax!“ „Ertu svona fávís,“ svaraði negrinn. „Þú færð aldrei að koma i kvennabúrið, í stað þess áttú að kenna mér að spila, og svo kenni ég konum húsbónda míns.“ Þýzkir hermenn með pólska fanga á leið í fangabúðimar einhvers staðar i Varsjá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.