Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 20, 1943 5 •I * Framhaldssaga: Z ;||| 1 ■ R n n Höfundurinn: liuj iiiiiii uuniiii u 1 yyuiii uimii Agatha Christie G U „Vegna þess að ég vil að þér hafið einhvem vin yðar hér hjá yður — og það strax.“ ,,Ó!“ Nick virtist taregða töluvert. Hún var hugsi nokkur augnablik. Svo sagði hún efa- blandin: „Það væri þá helzt Maggie. Ég býst við að ég geti náð í hana.“ „Hver er Maggie?" „Ein af frænkum mínum frá Yorkshire. Þetta er stór fjölskylda. Pabbi hennar er prestur. Maggie er á mínum aldri, og er vön að dvelja hér einhvern tíma, á hverju sumri. Hún er ekkert skemmtileg, — ein af þessum erfiðu, fátæku stúlkum. Ég var að vorta að ég slyppi við að hafa hana hjá mér í sumar." „Ekki alveg. Frænka yðar, ungfrú, er aðdáan- leg. Einmitt stúlka eins og ég hafði hugsað mér.“ „Þá það,“ sagði Nick og andvarpaði. „Ég skal hringja til hennar. Mér dettur engin önnur í hug, eins og stendur. Það eru allir uppteknir. Ef ekki er eitthvað sérstakt, þá veit ég að hún kemur. Hvað er það, sem þér ætlið henni að gera?" „Gætuð þér komið því þannig fyrir, að hún svæfi innl hjá yður?" „Ég geri ráð fyrir þvi.“ „Haldið þér að henni þyki þetta ekki skrítið?" „Nei, Maggie hugsar aldrei. Hún er eins og vél. Vinnur ýms góðgerðarstörf — með trú- mennsku og þolgæði. Ég hringi þá til hennar og bið hana að koma á mánudaginn." „Því ekki á morgun?" „Með sunnudagslestinni ? Hún mundi halda að ég væri að deyja, ef ég bæði hana um það. Nei, ég bið hana að koma á mánudaginn. Ætlið þér að segja henni frá þessum örlögum, sem bíða mín?“ „Þér gerið ennþá að gamni yðar i þessu máli. Þér eruð kjarkmikil, og það gleður mig að heyra það.“ „Það er þó alltaf skemmtilegra," svaraði Nick. Það var eitthvað í rödd hennar, sem sló mig, og ég leit á hana forvitnislega. Ég hafði það á tilfinningunni, að hún leyndi okkur einhverju. Við vorum nú komin aftur inn í viðhafnarsalinn. Poirot sat í legubekknum og handlék dagblaðið. „Hafið þér lesið þetta, ungfrú?" spurði hann skyndilega. „St. Loo dagblaðið? Ekki nákvæmlega. Ég opnaði það og aðgætti sjávarföllin. Þeir hafa venjulega yfirlit um þau vikulega." „Einmitt. En segið mér, ungfrú, hafið þér gert arf leiðsluskrá ? “ „Já, það hefi ég. Fyrir um það bil sex árum. Rétt áður en ég var skorin upp.“ „Skorin upp?“ „Já, það var tekinn úr mér botnlanginn. Það var einhver, sem sagði mér, að ég skyldi gera arfleiðsluskrá. Eftir á fannst mér ég vera mjög þýðingarmikil persóna." „Og hver er ákvörðun arfleiðsluskrárinnar ? “ „Ég arfleiddi Charles að Byggðarenda. Ég átti lítið annað, en það litla sem það var, ánafnaði ég Freddie. Mér þykir sennilegt, að skuldirnar séu meiri en' eignirnar, þegar öll kurl koma til grafar." Poirot kinkaði kolli fjarhuga. „Þá er bezt að við förum í þetta skiptið. Við hittumst aftur, ungfrú. Gætið yðar." „Hvernig þá?“ spurði Nick. „Þér eruð gáfuð. Já, það er hin veika hlið máls- Forsasa • Poirot og Hastings vinur ® * hans eru nýkomnir til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. Þeir komast að því, að hún hefir fjórum sinnum á skömm- um tíma lent i lífsháska og vekur þetta forvitni Poirots. Þegar hún fer, skilur hún eftir hattinn sinn, en í barði hans er gat eftir skammbyssukúlu. Þeir ákveða að heimsækja hana að Byggðarenda. Er , þangað kemur láta þeir Nich segja sér ítarlega frá með hvaða hætti hún hefir komizt I lífsháska, og sýna henni kúluna, er fór í gegnum hattbarð hennar. Hún segist eiga byssu, þeirrar tegundar, sem kúlan er úr. En er hún ætlar að ná í byss- una, er hún horfin. Poirot lætur hana nú segja nákvæmlega frá atburðum síðustu daga og hverjir séu vinir hennar. Nick er þeirrar skoðunar, að þetta séu allt tilvilj- anir, er fyrir hana hafa komið. ins — á hvaða sviði eigið þér helzt að gæta yðar ? Hver getur sagt það? Treystið mér, ungfrú. Ég skal komast að því sanna í þessu máli á fáeinum dögum." „Og varið yður þangað til á eitri, sprengjum, skammbyssuskotum, vélbilunum og örvum, sem dyfið hefir verið í eitur," bætti Nick við hæðnis- lega. „Verið ekki að hæða sjálfa yður, ungfrú,“ sagði Poirot alvarlega. Hann nam staðar, er hann kom að dyrunum. „Á meðan ég man,“ sagði hann. „Hversu háa upphæð bauð herra Lazarus yður fyrir myndina af afa yðar?“ „Fimmtíu pund." „Svo mikið?" sagði Poirot. Hann horfði alvarlegur á svip um öxl, á hið dökka, fjörlausa andlit upp yfir arinhillunni. „En eins og ég sagði yður, þá vil ég ekki selja þann gamla." „Nei“, sagði Poirot, hugsandi. „Nei, ég skil það.“ IV. KAFLI. Hér er ekki allt með feldu! „Poirot," sagði ég, er við komum út á veginn. „Það er dálítið, sem ég held að þú ættir að fá að vita.“ „Og hvað er það, vinur minn." Ég sagði honum álit frú Rice’s á löskun bif- reiðarinnar. „Auðvitað þekki ég þannig fólk, hégómlegt, móðursjúkt, er reynir að vekja athygli á sjálfu sér, með því að þýkjast hafa bjargast frá dauða, á einhvern yfirnáttúrlegan hátt, og segir rnanni áhrifamiklar sögur, af atburðum sem aldrei hafa gerst! Já, þetta fólk er víða til. Þetta fólk legst jafnvel á náinn, máli sinu til sönnunar". „Þú heldur ekki, að —.“ „Að ungfrú Nick sé ein af því? Nei, vissulega ekki. Þú varst vitni að þvi, Hastings, að ég átti mjög erfitt með að sannfæra hana um hættu þá er hún væri stödd í Og allan tímann gerði hún gys að þessu. Hún tilheyrir nútímanum, sú litla. En þrátt fyrir það, er þetta mjög merkilegt -— þetta sem frú Rice sagði. Hvers vegna skyldi hún hafa sagt það — jafnvel þó að það væri sann- leikur? Það var óþarfi — hreinn óþarfi." „Já“, sagði ég. „Það er satt. Hún kom þessu alveg að ástæðulausu inn í umræðurnar." „Það er skrítið. Já, það er verulega skrítið. Það eru ýmis smá atvik, sem ég vil að verði ijós- ari. Þau eru merkileg. Þau visa veginn." „Veginn hvert?" „Þú festir þig um of við smámunina, minn ágæti Hastings. Hvert? Já hvert, vissulega. Ja, það fáum við ekki að vita, fyrr en við komumst þangað." „Segðu mér, Poirot," sagði ég. „Hvers vegna vildir þú svo ákaft, að hún fengi þessa frænku sína til þess að koma?“ Poirot nam staðar, og bandaði að mér með vísi- fingri. „Ihugaðu", hrópaði hann. „Hugsaðu þig um, eitt andartak, Hastings. Hversu margar hindr- anir verða ekki á vegi okkar! Hversu bundnar eru ekki hendur okkar! Að elta uppi morðingjann eftir að glæpurinn er framinn, — það er auðvelt. Þeir skilja oftast eftir sig einhver merki, er þeir fremja glæpina. En hér hefir enginn glæpur verið framinn ■— og það sem meira er, við óskum ekki að svo verði. Að uppgötva glæp, áður en hann er framinn — það er dálítið erfitt, verð ég að segja. Hvað verður þá fyrsta takmark okkar ? Öryggi ungfrúarinnar. Og það er ekkert auðvelt. Nei, það verður ekki auðvelt, Hastings. Við getum ekki haft gát á henni nótt og dag, getum ekki einu sinni sett lögregluþjón, til þess að gæta hennar. Ekki getum .við dvalið næturlangt i svefnherbergi ungra stúlku. Þetta er allt miklum erfiðleikum bundið. En við getum annað. Við getum gert allt sem erfiðast fyrir morðingjann. Við felum ung- frúna í hendur frænku hennar, og látumst ekkert koma nærri þessu." Hann þagði stund, og sagði síðan mjög breyttri röddu. „En það sem ég óttast, Hastings —“ „Já?“ „Það, sem ég óttast er — að hann sé fram úr skarandi gáfaður maður. Þetta veldur mér áhyggjum. Ég er yfirleitt mjög áhyggjufullur." „Poirot," sagði ég. „Þú gerir mig kvíðafullan." „Ég er það einnig sjálfur. Taktu eftir, vinur minn, blaðið, St. Loo dagblaðið, lá þarna opið, og hvað heldur þú að hafi staðið í því? Það var smátilkynning um það, að Hercule Poirot og Captain Hastings, væru meðal gestanna er nú dveldu á „Majestic". Hugsaðu þér — bara hugs- aðu þér að einhver hafi lesið þetta. Þeir þekkja nafn mitt -— allir þekkja nafn rnitt." „Ungfrú Buckley kannaðist ekki við það,“ sagði ég, og brosti. „Hún er hugsunarlaus og telst ekki með. Menn sem hugsa -— glæpamaður — mundi kannast við nafn mitt. Og hann færi að verða hræddur! Mundi undrast! Hann tæki að spyrja sjálfan sig. Þrisvar sinnum hefir hann beinlinis sýnt ungfrúnni bana- tilræði, og nú kemur Hercule Poirot, allt í einu fram á sjónarsviðið. „Er það tilviljun?" spurði hann sjálfan sig. Og hann mundi óttast að svo væri ekki. Hvað heldur þá að hann gerði þar næst? „Reyna að forða sér,“ svaraði ég. „Já — já — eða — ef hann er verulega óskammfeilinn, þá mundi hann slá skjótt — til þess að missa engan tíma. Áður en ég get nokk- uð aðhafst, — þá væri ungfrúin dauð. Djarfur maður færi þannig að.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.