Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 1
Nr. 29, 22. júlí 1943 „Lax í straumi stekkur stiklar vatna göng" Hér á landi eru góðar laxár og margir íslendingar slungnir laxveiðimenn. Kunn- áttu og þolinmœði þarf til þess að vera fœr um að ráða við stóra laxa, en ó- blandin ánœgja er það að fást við slíka veiði. Loki Laufeyjarson brá sér í laxalíki, þegar hann vildi koma sér undan reiði goðanna. Sést á frá- sögninni mn þetta í Snorra-Eddu, hvert áht menn hafa haft, frá fyrstu tímum sögu vorrar, á viðbragðsflýti þessarar fallegu skepnu. „Þá er goðin váru orðin honum (þ. e. Loka) svá reið, sem ván var, hljóp hann á braut ok fal sik á fjalli nokkuru, gerði þar hús ok IV dyrr, at hann mátti sjá ór hús- inu í allar ættir, en opt um daga brá hann sér í laxalíki ok falsk þá þar sem heitir Fránangrfors; þá hugsaði hann fyrir sér, hverja vél æsir mundu til finna, at taka hann í forsinum; en er hann sat í hús- inu, tók hann língarn ok reið á ræksna, sem net er síðan gört; en eldr brann fyrir honum. Þá sá hann at æsir áttu skamt til hans, ok hafði Óðinn sét ór Hliðskjálfinni, hvar hann var. Hann hljóp þegar upp ok út í ána, en kastaði netinu fram á eldinn. En er æsir koma til hússins, þá gekk sá fyrst inn, er allra var vitrastr, er Kvasir heitr; ok er hann sá á eld- inum fölskvann, er netit hafði brunnit, þá skildi hann at þat myndi vél vera til at taka fiska, ok sagði ás- unum. Því næst tóku þeir ok gerðu sér net, eptir því sem þeir sá á fölskvanum at Loki hafði gört. Ok er búit var netit, þá fara æsir til árinnar ok kasta neti í forsinn; helt Þórr öðrum netshálsi, en öðrum heldu allir æsir ok drógu netit; en Loki fór fyrir ok leggst niðr í milli steina tveggja, drógu þeir netit yfir hann ok kendu, at kykt var fyrir, ok fara í annat sinn upp til forsins ok kasta út netinu ok binda við svá þungt, at eigi skyldi undir mega fara; ferr þá Loki fyrir netinu, en er hann sér, at skamt var til sævar, þá hleypr hann yfir þinulinn ok rennir upp í forsinn. Nú sá æsirnir, hvar hann fór; fara enn upp til forsins ok skipta liðinu í tvá staði, en Framh. á bls. 7. Laxá í Kjós. Efst: Laxfoss, eins og hann er venjulega. 1 miðið: Veiðimaður með g'óðan feng. Neðst: Sami foss og að ofan, en áin i vexti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.