Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 29, 1943 Hún ætlaði að leika gamlan leik að breytast og mennirnir með — Ver fór Katrín dró þungt andann, þegar hún gekk upp stigann. Þetta var sann- arlega fjallganga. Þegar hún kom upp, leit hún í forstofuspegilinn og gerði sér upp hlátur. I speglinum sá hún mynd af konu á fimmtugsaldri, sem ekki gat litið út fyrir að vera einum degi yngri, heldur en hún raunverulega var. — Hún var orðin gömul! Inni í eldhúsinu heyrði hún, að stúlkan var að tala við sjálfa sig. Það var venja Magðalenu, þegar hún var einsömul, að masa við skaftpottana og diskana, eins og það væru hennar beztu vinir. Katrín hristi höfuðið. — Magðalena var alltaf að verða verri og verri, það var enginn vafi á því, að hún var geðbiluð, og þá yrði hún að fá sér aðra stúlku. „Er maðurinn minn ekki kominn heim enn þá?“ spurði Katrín um leið og hún gekk inn í eldhúsið. Það var eins og Magðalena vaknaði af svefni, þegar hún heyrði frúna ávarpa sig, en hún svaraði aðeins með því að hrista höfuðið. Hún talaði ekki meira en nauðsyn bar til við lifandi verur, en jafn- skjótt og Katrín var gengin út úr eldhús- inu, tók hún til á ný að tala við eldhús- munina. Katrín gekk til herbergis síns, og klæddi sig úr kápunni. Tunglskinið varpaði dauf- um bjarma um herbergið. Hún kveikti sér í sígarettu. Tuttugu og f jögra ára hjónaband, hugs- aði hún og virti fyrir sér hin snjáðu teppi og pellgluggatjöldin, sem orðin voru upp- lituð af sólinni. Hún sá sig í anda sem ný- gifta, glaða og hamingjusama dansandi fram og aftur um herbergið af fögnuði. En þessar myndir hugans hurfu eins og reykurinn. Hún minntist, hversu heitt þau Jón höfðu unnað hvort öðru, fyrst eftir brúð- kaupið, og hversu hveitibrauðsdagarnir höfðu verið mikill sælutími. I gázka sín- um höfðu þau flogist á og hlaupið hvort á eftir öðru, þangað til stúlkan þeirra hafði komið óttaslegin, með uppþvottar- tuskuna um hálsinn, til þess að gæta að þeim. Og á nóttunni höfðu þau haldið vöku fyrir nábúum sínum, með dansi og gleð- skap, og þeir höfðu kvartað yfir því, en sjálf voru þau svo ástfangin, að þeim fannst ekkert athugavert við framkomu sína. Og þannig gekk það til fyrstu sex mán- uðina, en þá fór mesta nýjabragðið að fara af, og þau fóru að lifa rólegu og vanabundnu heimilislífi, eins og fólk al- mennt gerir; þau sváfu í átta tíma í sólar- hring, borðuðu saman í ró og næði, og gamni sínu, en tímarnir það í seinna skiptið. stundum átti hann það til að geispa yfir matborðinu, án þess að fyrirverða sig hið minnsta fyrir það. Þau voru alveg búin að gleyma hinum gullvægu kurteisisvenj- um, sem þau höfðu tamið sér fyrst eftir brúðkaupið. Hann varð feitari og feitari SMÁSAGA \Atú-W&Ms- \ALa.u>ieit&. með degi hverjum, og þegar þau stóðu upp frá borðum kysstu þau hvort annað á vangann, eins og af gömlum vana. Og ef einhver hefði minnt þau á venjur þeirra fyrst eftir giftinguna, mundu þau hafa sagt: „Nei, er það mögulegt, vorum við virkilega svona barnalega ástfangin þá.“ Á sama hátt og maður segir, þegar maður sér af sér gamla mynd: „Hefi ég virkilega verið svona?“ Katrín brosti með sjálfri sér. — Já, einu sinni hafði hún skrifað Jóni svohljóð- andi bréf: „Þú hefir aldrei skilið mig, ég er farin í burtu með unnusta mínum. Vertu sæll!“ Þegar Jón kom heim, hafði hún falið sig á bak við gluggatjöldin, og séð, hversu undrandi hann hafði orðið, þegar hann las bréfið. Hann hafði stunið af geðshræringu, og hótað að drepa þau bæði, hana og unn- usta hennar, sem tekið hefði hana frá IIIIIIIIIMIMIIIIIIIII.. I VITIÐ ÞÉR ÞAÐ? : 1. Eftir hvern er þetta erindi ? Veðrið er hvorki vont né gott, varla kalt, og ekki heitt; [ það er hvorki þurrt né vott, \ = það er svo sem ekki neitt. = 2. Hvenær viðurkenndu Englendingar | \ sjálfstæði Bandaríkjanna ? \ \ 3. Hvað er langt frá Reykjavík, fyrir i í Hvalfjörð, til Borgamess? \ i 4. Hverrar þjóðar var tónskáldið Niko- = las Rimsky-Korsakoff, og hvenær var i = hann uppi? i \ 5. Hver tók fyrst við völdum i Rússlandi | = eftir að Nikulás 2. varð að fara frá i í 1917? i 6. Hverjir voru kunnustu herforingjar í Breta í heimsstyrjöldinni fyrri? i 7. Hvort skipið er lengra Queen Mary eða i i Normandie ? i i 8. Hvaða ár var Verzlunarskóli Islands Í í stofnsettur? = = 9. Hvað er raunverulega mikið gull i = hring, sem sagður er 18 karat? \ = 10. Hvað er áætlað að margar milljónir i manna hafi fallið í heimsstyrjöldinni i Í f yrri ? = Sjá svör á bls. 14. i ■ ■iHiiiiiniiiiiMiiiimiiniiminiiimMMiiiMMMiiMMiMMiMiiiiiiiiiiHiimiiiiimiiiiiú honum. Loksins hafði hún svo gengið fram í herbergið til hans, og þá hafði hann gefið henni utanundír, en skildi svo, að hún var að leika með hann, og síðan höfðu þau vafið hvort annað örmum og grátið af gleði. Katrín slökkti í sígarettunni. Hún hugs- aði með sér, að sjálfsagt væri Jón nú bú- inn að gleyma þessu, eftir svona mörg ár, þá gæti orðið dálítið skemmtilegt að reyna þetta aftur, og vita, hvernig honum yrði við. Hún hló eins og barn, að hugsun sinni, og fekk sér pappír og skrifaði nákvæmlega sömu orðin og hún hafði gert forðum. „Þú hefir aldrei skilið mig, ég er farin í burtu með unnusta mínum. Vertu sæll!“ Og utan á bréfið skrifaði hún: „Til mannsins míns.“ Því næst setti hún bréfið á snyrtiborðið sitt, og fór sjálf á bak við gluggatjöldin, því hún vissi, að hann hlaut að koma á hverju augnabliki. Á meðan hún stóð þarna, og beið þess að Jón kæmi, fór hún aftur að hugsa um fyrri daga. Hún minntist stinnu silkikjól- anna sinna og hversu mjúklega hafði skrjáfað í þeim, þegar hún gekk um. — En skyndilega hætti hún að hugsa um þessa hluti, því nú heyrði hún að gengið var hratt um dyrnar. Hjartað barðist i brjósti hennar, hún heyrði fótatakið nálg- ast. Jón gekk inn í herbergið og staðnæmd- ist og leit í kringum sig. „Katrín! ert þú ekki hér?“ kallaði hann. — Ekkert svar. „Hvílíkt hús, lyftan alltaf í ólagi,“ taut- áði Jón. „Og Katrín ekki komin heim ennþá, hvað getur hún eiginlega verið að gera?“ Hann gekk fram og aftur um herbergið, síðan fekk hann sér stól og fór að blaða í dagblaði. — Allt í einu kom hann auga á bréfið. Undarlegt, hugsaði hann. Bréf til mín frá Katrínu. Hugsa sér. Hann opnaði það og las. Katrín náði varla andanum af eftir- væntingu, hjartað barðist ákaft í brjósti hennar. — Hún beið ... Allt í einu heyrði hún, að hann varp öndinni, og stikaði að símanum, honum hlaut að vera mikið niðri fyrir, út af burt- för hennar. Hann ætlaði varla að geta sagt númerið, svo ákafur var hann, en þegar hann náði sambandinu, hrópaði hann, með tryllings- legri rödd, sem Katrín hafði aldrei áður heyrt: „Ert það þú, elskan mín? Hér hefir gerst nokkuð furðulegt, dásamlegt, vil ég segja, konan mín er farin í burtu af heim- ilinu, ég er frjáls, vina mín. Ég er frjáls! Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.