Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 29, 1943 Pósturinn 20./6. ’43. Kæra Vika mín! Alltaf er gott að eiga góða að. Nú langar mig að leita ráða hjá þér. 1. Ég hefi mjög rauða húð. Á sumrin sólbrenn ég, en verð aldrei brún. Getur þú ráðlagt mér nokkuð til þess að verða brún? 2. Ég er frekar grönn, en það er að koma á mig hálfgerð ístra. Get- ur þú ráðlagt mér nokkuð til að losna við ístruna? Vonast eftir svari, sem fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Virðingarfyllst, „Rauðka". Svar: 1. Óholl fegrunarlyf geta valdið rauðri húð, og verður að gæta varúðar í notkun þeirra. Reynandi er fyrir yður að nota mýkjandi sól- aroliu, eða „Follíkúlin”, hormónalyf. 2. Iþróttaiðkaðnir eru sjálfsagt beztu vamirnar við fitunni, þó eink- um sund. 3./7. ’43. ' Kæra Vika! Ég var að þræta um það við stúlku héma eitt kvöldið, hvort réttara væri að skrifa maddama eða madama (með tveimur d-um eða einu). Hún sagði, að madaman væri alveg nógu breið með einu d, en ég vildi hafa þau tvö. Úrslitin varða miklu fyrir mig, því að stúlkan lofaði mér kossi, ef ég hefði á réttu að standa — en mig hefir lengi langað til að kyssa hana! Ástfanginn. Svar: Rekið þér stúlkunni remb- ingskoss, i krafti orðabókar Blön- dals og Freysteins Gunnarssonar. SKRÍTLUM YNDIR Anna: Kysstu mig nú, Bert, á meðan hann sér okkur ekki. Hann (við stúlkuna, á eyðiey úti í reginhafi): Geturðu þagað yfir leynd- armáli ? Drengurinn: Pabbi, hvaða munur er á byssu og vélbyssu? Faðirinn: Það er svona álíka mun- ur á þeim og þegar ég tala og mamma þin talar. Rvík, 22./6. ’43. Kæra Vika! Ekki getur þú nú svarað tveimur spumingum fyrir mig ? Þær eru þess- ar: Hvað fá kaupakonur í kaup í sumar? Er það satt, að kaupamenn fái 300 kr. um vikuna? Með fyrirfram þakklæti. Ung kaupakona. Svar: Við spurðumst fyrir um þetta hjá Ráðningarskrifstofu land- búnaðarins, og fengum þær upplýs- ingar, að algengast kaup kaupa- kVenna væri 100 til 130 krónur á viku, en karlmanna 200 til 250 krón- ur á viku. 29./6. ’43. Kæra Vika! Viltu ekki vera svo góð og segja mér, hvort er réttara að segja: íhúsi föðurs míns, eða í húsi föður mins. Fáfróður í íslenzku. Svar: Föður er réttara. Kæra Vika! Mig langar anzi mikið til að biðja þig um að upplýsa mig um dálítið, sem ég get alveg ómögulega munað. Svoleiðis stendur á, að ég man eftir því, að fyrir mörgum árum las ég í einhverri bók frásögn af því, að heil skipshöfn bjargaðist úr sjávarháska á þann hátt, að yfirmaður á öðru skipi sá ókunnugan mann standa hjá sér í káetunni og skrifa á töflu, að þeir ættu að breyta um stefnu. En svo hvarf þessi maður, sem skrifaði á töfluna, skipið breytti stefnu og fann þá, sem voru í hrakningunum og þar á meðal var sá, sem skrifaði á töfluna á hinu skipinu. Það voru vist fleiri dularfullar sögur í þessari bók. Get- urðu grafið þetta upp fyrir mig og helzt birt söguna? Söguþyrstur, en minnislítill. Svar: Þessi saga er í Úraníu, eftir Camiíle Flammarion. Björn Björns- son frá Viðfirði þýddi hana, kostnað- armaður var Oddur Björnsson, nú prentmeistari á Akureyri, en bókin er gefin út í Kaupmannahöfn 1898. Sagan er svona: „Maður er nefndur Robert Bruce, ættniður þjóðmæringsins skozka. Hann var í förum á ensku skipi og næstur skipstjóra að völdum. Einn dag í góðu veðri sigldu þeir fram með ströndum Nýfundnalands (New- foundland). Bruce var niðri undir þiljum að fást við útreikninga; hon- um sýndist þá allt í einu að skipstjóri standa við púltið sitt; en þegar hann gætir betur að, sér hann að það er ókenndur maður, og hvessir sá á hann augun kuldalega. Hann fer upp á þilj- ur og finnur þar skipstjóra. Þykir honum Bruce eitthvað undarlegur á svipinn og spyr, hverju það sæti. „Hver er það, sem stendur við skrifpúltið yðar?“ spurði Bruce. „Enginn.” „Jú, einhver er það, — og það Framh. á bls. 15. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. Stjáni litli: Mamma! Pabbi hefir enn einu sinni stolizt í dótið mitt og nú hefir hann farið illa á því, að fikta við kassann minn með sprengiefninu! Til vinstri: Alexander Dumas, hinn frægi höfundur skáldsagnanna Greifinn af Monte Christo og Skyttumar, var mikil sælkeri. Síðasta bókin, sem hann skrifaði var — matreiðslubók! — Að ofan til hægri: Veiztu, af hverju krókó- dílar gráta? Tárin hreinsa óhreinindin úr augum þeirra, þegar þeir koma upp úr skítugu vatni og þeir gráta því til þess að geta séð bráð sina! — Að neð- an til hægri: Tapíramir, stærsta spendýr Suður-Ameríku — vega 500 pund — koma aðeins að nóttu til á land. •C7-AKLEJ-. ct)PVR»CHT. mi. KtNC PEATtfRES flYWPfCAfC. Tfe W5fíL6 ftíðlffð RESEP.VKO_

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.