Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 29, 1943, getað sagt frá þvx opinberlega. Ég átti við það, að þér hefðuð getað trúað einhverjum vini yðar fyrir því.“ „Ég talaði utan að því við eina manneskju,“ sagði Nick. „Mér fannst að minnsta kosti ekki rangt að gera það. En ég veit ekki, hve vel hann, það er að segja manneskjan skildi það.“ Poirot kinkaði kolli. „Fellur yður vel við Vyse, frænda yðar?“ sagði Poirot og skipti með því snögglega um umtalsefni. „Charles? Hvernig stóð á því, að yður datt hann í hug?“ „Ég veit það ekki — bara af tilviljun." „Hann er heill í minn garð,“ sagði Nick. „En auðvitað er hann sauðþrár. Hann veit alltaf, hvað hann vill. Ég er hrædd um, að ég sé ekki að hans skapi.“ „Hvað er að heyra þetta, ungfrú! Og ég hefi heyrt, að hann tilbiðji yður!“ „Þó maður sé ekki að skapi einhvers, getur hann viljað vera með manni. Charles er á móti lifnaðarháttum mínum, honum fellur ekki í geð útlit mitt, samkvæmi min, vinir mínir og tals- máti minn. En þrátt fyrir óhemjuskap minn virðist hann hrifinn af mér. Ég held, að hann voni, að hann geti breytt mér.“ Hún þagnaði, en sagði siðan með tortryggnis- svip: „Hafið þér verið að rekja úr mér gamimar til þess að kynnast betur öllum aðstæðum?“ Þér megið ekki visa mér á bug, ungfrú. Ég talaði svolítið við áströlsku konuna, fni Croft.“ „Hún er nú heldur þreytandi, þegar maður gefur sér tíma til að tala við hana. Hræðilega tilfinninganæm. Ást og heimili og böm — það er hennar uppáhalds umtalsefni." „Ég er sjálfur gamaldags og tilfinninganæmur, ungfrú," sagði Poirot. „Eruð þér það? Ég mundi hafa haldið að Hastings kapteinn væri miklu tilfinninganæmari en þér.“ Ég roðnaði af blygðun. „Hann er það,“ sagði Poirot og horfði á mig, sýnilega ánægður yfir þessum ummælum hennar. „Þér hafið á réttu að standa, ungfrú, sannarlega á réttu að standa.1' „Alls ekki," sagði ég og þótti mér mjög mis- boðið. „Hastings er í rauninni dásamlegur maður. Það hefir stundum valdið mér örðugleikum." „Vertu ekki með þessa öfga," Poirot." „Ef satt skal segja er honum hætt við að sjá illa anda, hvar sem hann fer, en þegar hann sér slíkt í raun og vem, þá fyllist hann svo rétt- látri og mikilli gremju, að hann á vont með að Stilla sig. Samt sem áður er hann, eins og ég sagði, dásamlegur maður. Nei, vinur minn! Ég leyfi þér ekki að mótmæla mér. Þetta er eins og ég segi." „Þið hafið báðir verið mjög elskulegir við mig," sagði Nick kurteislega. „Sjálfsagður hlutur, ungfnl! Það er ekkert! En Við þurfum margt fleira að gera. 1 fyrsta lagi segi ég yður það, að þér verðið að vera hér kyrrar. Þér megið til með að hlýða öllum fyrir- skipunum. Þér geiið það, sem ég segi yður. Ég læt ekki leika meira á mig.“ Nick hneigði höfuðið samþykkjandi. „Ég skal alveg fara að ráðum yðar. Mér er alveg sama, hvað ég geri.“ „Þér komið ekki til að sjá heina af vinum yðar fyrst um sinn." „Mér er alveg sama. Ég hefi enga löngun til að sjá neinn." „Þér hafist ekkert að — starfið er okkar. Jæja, imgfrú, þá ætla ég að kveðja yður. Ég ætla ekki lengur að níðast á gestrisni yðar." Hann gekk til dyranna, nam staðar með hönd- ina á húninum og sagði: „Meðal annarra orða, þér sögðuð einu sinni, að þér hefðuð gert arfleiðsluskrá. Hvar er hxín? „Æ, ég lagði hana einhversstaðar." „Á Byggðarenda ? “ „Já.“ | „1 peningaskáp? Eða er hún í skrifborðinu yðar?“ „Ég satt að segja veit það ekki. Einhversstað- ar er hún.“ Nick hleypti brúnum. „Ég er hræði- lega hirðulaus. Ýms skjöl eru oftast i skrifborð- inu í bókaherberginu. Þar eru flestir reikning- arnir. Arfleiðsluskráin er þar sennilega lika. Annars getur verið, að hún sé í svefnherberginu mínu." „Þér leyfið mér að leita að henni, er það ekki?" sagði Poirot. „Ef þér óskið þess — jú. Þér getið leitað að hverju, sem þér viljið." ,'Þakka. yður fyrir, ungfrú. Ég mun notfæra mér þetta leyfi yðar." 12. KAFLI. EUen. Poirot steinþagði þangað til við vorum komnir út úr hressingarhælinu. Þá leiddi hann mig undir hönd. „Þama sérðu, Hastings! Þama sérðu! Ég. vissi það! Ég hafði á réttu að standa! Mér skjátlaðist ekki! Mér var ljóst, að eitthvað vantaði — það vantaði einhvem hlekk í keðjuna. Og án hans botnaði ég ekki neitt í neinu." Þessi yfiimáta sigurvissa hans var mér alger- lega óskiljanleg. Ég gat ekki séð að nokkuð það hefði gerzt, sem straumhvörfum gæti valdið í rannsókninni." „Þetta var alltaf fyrir hendi — en ég gat bara ekki séð það. En hvernig gat ég það? Það er 'annað að vita, að eitthvað vantar en hafa hug- mynd um, hvað þétta eitthvað er. Þar í liggja erfiðleikamir." „Álíturðu að þetta sé í einhverju sambandi við glæpinn — þetta, sem Nick sagði okkur?" „Sérðu það ekki, vinur minn?" „1 hreinskilni sagt, þá sé ég það ekkil" „Það er þó ómögulegt! Það er einmitt það, sem við höfum verið að leita að — ástæðan — hin falda, leyndardómsfulla ástæða!" „Ég hlýt að vera mjög skilningsdaufur — ég kem ekkl auga á þetta. Heldurðu að hér sé um einhverskonar afbrýðisemi að ræða?" „Afbiýðisemi ? Nei, nei, vinur minn. Hin venju- lega ástæða — óumflýjanlega ástæða: Peningar, vinur minn, peningar." Ég glápti á Poirot, en hann hélt áfram og talaði nú rólegár. „Sjáðu til, vinur minn! Sir Matthew Seton dó fyrir viku — og hann var milljónamæringur, einn af auðugustu mönnum Englands." „Já, en ..." „Taktu nú eftir! Eitt skref í einu! Hann á frænda sem hann dáðist að og sem hann hefir, — eða við getum gert ráð fyrir því — arfleitt að miklum auðæfum." „En ...“ „Já, eitthvað hefir hann gefið sjóðum, en mestallt mundi lenda hjá Michael Seton. Það var á þriðjudaginn, sem tilkynnt var, að Michael Seton mundi hafa farizt — en á miðvikudag byrjuðu árásimar á ungfrúna! Setjum svo, Hast- ings, að Michael Seton hafi gert arfleiðsluskrá áður en hann lagði í flugferðina og hefði sam- kvæmt henni arfleitt unnustu sína að öllu, sem hann átti!" „Það er bara ágiskun," sagði ég. „Já, það er ágiskun. En það hlýtur að vera svo. Ef þannig liggur ekki í málinu, þá er ekki hægt að botna nokkurn skapaðan hlut í þessu öllu saman. Hér er ekki um neinn smáarf að ræða. Þetta em gífurleg auðæfi." Ég þagði um stund og reyndi að gera mér ljósa grein fyrir þessu öllu. Mér fannst Poirot í þetta skipti vera nokkuð fljótffr að draga álykt- anir og mikið skorta á, að hann væri skynsam- lega varfærinn í fullyrðingum sínum, en þó var ég með sjálfum mér sannfærður um, að hann hefði á réttu að standa. Ég vissi, að hann var vanur því að hugsa rökrétt og það hafði áhrif á mig. En mér virtist, að margar gátur væri enn óleystar. „En ef enginn veit, að þau Michael og Nick vom trúlofuð?" sagði ég. „Uss! Einhver hlýtur að vita það! Það er venj- an, að einhver veit það, sem enginn á að vita. Og ef menn vita ekki, þá leiða þeir getum að. Tökum til dæmis frú Rice. Ungfrú Nick tæpti á einhverju við hana. Og frú Rice getur hafa gert gmn sinn að vissu." ‘ „Hvernig?" „Á margan hátt. Eitt er það til dæmis, að bréf hljóta að hafa farið á milli ungfrú Nick og Michaels Seton. Þau hlutu að hafa trúlofast ein- hvemtíma. Og jafnvel beztu vinir Nick' gátu ekki annað en viðurkennt, að hún væri frámjxnalega hirðulaus. Hún leggur frá sér hluti hér og þar og allsstaðar. Ég efast um, að hún hafi læst nokkurn skapaðan hlut niður. Svo að það vom ýmsar leiðir til að fá að vita vissu sína." MAGGI og RAGGI. 1. Maggi: Veiztu það, Raggi, að Ella systir er gift? Raggi: Nei, hvenær var það ? 2. Maggi: 1 gær — hún giftist lögregluþjóni nr. tvö. Raggi: Ja, þú segir fréttim ar! I 3. Raggi: Hvem- ig stóð á því, að hún giftist lög- regluþjóni núm- tvö ? 4. Maggi: Því var ég líka að velta fyrir mér — ætli það hafi ekki verið vegna þess að númer eitt hafi svikið hana! —i J/y.. Fcalurcs Syndicale, Inc., World tighis rcscrvcd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.