Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 15
■VIKAN, nr. 29, 1943 15 PÓSTURINN. Framhald af bls. 2. ■ókunnugur maður. En hvernig getur hann verið hér kominn?" „Annað hvort er yður að dreyma, eða þér eruð að gera að gamni yðar.“ „Nei, svei mér er það alvara; kom- fð bara niður með mér og sjáið sjálf- ur." Þeir fóru niður í lyptinguna báðir saman; en þar sást enginn maður. Og þótt leitað væri dunum og dynkj- um í hverjum krók og kyma stafna á milli á skipinu, varð enginn ókunnur fundinn. „Hann sem stóð og var að skrifa á töfluna yðar," sagði Bruce, er skip- stjóri rengdi sögu hans. „Það hlýtur að standa þar enn, sem hann skrif- aði." Menn fóru að skoða töfluna. Stóð þar þá ritað með skýrum stöfum: „Steer to the north-west“ (stýrið til útnorðurs"). „Það hlýtur að vera þér sjálfur eða einhver skipverja, sem hefir skrifað þetta," mælti skipstjóri. Bruce tók því fjarri. Skipstjóri lét nú alla þá, sem við voru staddir, rita sömu setninguna, en engin höndin líktist þeirri, er á töflunni var. „Jæja, látum þá arka að auðnu og leggjum i útnorður. Það sakar ekki að reyna það; byrinn er hinn bezti." Þrem stundum síðar kallaði sá, er var á varðbergi uppi í siglunni, að geysistór hafísjaki sæist framundan, er ræki á undan sér skipsflak eitt mikið, troðfullt af fólki. Það var fólksflutningaskip frá Quebec og átti að fara til Liverpool, en hafði hlekkzt á. Farþegarnir voru nú fluttir á bátum um borð. Bruce varð litið á einn af skip- ’brotsmönnunum, er var að klifra upp borðið, og hrökk saman eins og hnífi væri stungið í hjarta honum. Hann sá að þar var kominn sami maðurinn og á töfluna skrifaði. Fór hann þá til skipstjóra og sagði hon- um, hvers hann var orðinn visari. Skipstjóri fór með töfluna á fund komumanns og biður hann að skrifa fyrir sig orðin „Steer to the north- west"; sneri hann þeirri hliðinni upp, er óskrifuð var. Komumaður gjörði sem hann bað. „Þakka yður fyrir," sagði skip- stjóri. Hann sneri við töflunni og sá að skriftin var eins beggja megin. „Þér viðurkennið þá að það sé yðar hönd?" „Já, því ekki það? Þér sáuð sjálf- ur að ég skrifaði það.“ Skipstjórinn svaraði engu, heldur sneri við töflunni og sýndi komu- manni. Hann vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, er sama setningin stóð báðu megin, rituð með hans eigin hendi. „Hefir yður dreymt að þér skrif- uðuð á þessa töflu?" spurði skip- stjóri komumanna. „Nei — að minst kosti rekur mig ekki minni til þess." „Vissuð þér, hvað þessi farþegi hafðist að um hádegibilið í dag?“ spurði skipstjóri sá, er Bruce var í för með. „Hann var ósköp þreytulegur og lagðist til svefns rétt fyrir hádegið. Hann svaf fast en vaknaði þó að klukkutima liðnum, eða rúmlega það. Sagði hann þá svona við mig: „Okk- ur verður bjargað, herra skipstjóri, og það í dag. Mig dreymdi", mælti hann enn fremur," að ég væri stadd- ur á einhverju skipi, sem ætlaði að hjálpa okkur." Hann lýsti glögglega fyrir mér skipinu með rá og reiða. Enda þótti okkur kynlega við bregða, er við sáum skömmu síðar, hvar þér komuð siglandi i áttina til okkar, og öllu bar nákvæmlega saman við lýsingu hans." Og þeim er drauminn dreymdi varð sjálfum að orði: „Undarlegt er það! Mér finnst endilega að ég þekkja hér allt, er fyrir augun ber, og þó hefi ég aldrei siglt um þessar slóðir." Hefi sem stendur fyrirliggjandi: Vatnsrör, galvaniseruð. Hitalagningapípur og Gróðurhúsarör. Allskonar sambandshluti (svart og galvaniserað). Steypt pottrör. Greinar, Beykjur, Vatnslásar. Blýrör, 1%, U/2 og 2”. Steyptir miðstöðvarofnar. Miðstöðvarkatlar, 2—5 fermetra. Byggingavöruverzlun ísleifs Jónssonar Sími Reykjavílt. Símnefni 4280 Aðalstræti 9 „ísleifur“ ADVORUN Að gefnu tilefni viljum vér hérmeð aðvara bæði verzlanir og einstaklinga um að kaup á hverskonar tóbaksvörum sem eru, eru óheimil, nema þær séu fluttar inn af Tóbakseinkasölu ríkisins. Brot varða þungum sektum eða annari refs- ingu og gildir einu hvort um smærri eða stærri kaup er að ræða. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Þessir menn stjórnuðu mikilvægri flugferð. Þeir flugu með Roosevelt. Þetta eru tveir flugkapteinar, Howard M. Cone (til hægri) og Riehard Vidal að líta ýfir leið- ina til Casablanca. Þeir voru yfirforingjar í flugvélum þeim, sem Roosevelt forseti fór í til Afríku með fylgdarliði sinu. Yfirhershöfðingi Breta setur ítölum kostina. Bernhard Montgomery, (lengst til hægri) yfirhershöfðingi 8. hersins brezka, er hér að tala við ítölsk yfirvöld í Tripolis I N.-Afríku. Orðið Tripolis er grískt og þýðir „Borgirnar þrjár".

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.