Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 29, 1943 3 Beethoven — tónskáldið mikla Beethoven er fæddur 16. desem- ber 1770 í Bonn, skammt frá Köln, í fátæklegu umhverfi. Ætt hans var flæmsk, faðir hans var tenórsöngvari, en var óreglu- maður. Móðir hans var af fátæku fólki komin, dóttir matreiðslu- manns. Strax í æsku varð Beethoven fyr- ir kala veraldarinnar; hann þekkti ekki kærleika fjölskyldulífsins. En snemma bar á tónlistargáfu hans, og vildi faðir hans nota sér hana sem féþúfu, með því að halda sýn- ingar á honum sem undrabarni. Frá því að Beethoven var á fimmta ári, lét faðir hans hann sitja við píanóið eða fiðluna svo dögum skipti, og gekk þannig fram af honum. Það munaði minnstu, að hann kæmi inn hjá Beethoven viðbjóði á tónlistinni, sem sést bezt af því, að það varð að neyða hann til þess að hef ja tón- listarnám. Allt þetta mótlæti mark- aði djúp spor í æsku Beethovens. Þegar Beethoven var ellefu ára lék hann fyrst í hljómsveit í leik- húsi; og tveimur árum síðar varð hann organleikari. Þegar Beethoven var 17 ára misti hann móður sína, sem hann unni mjög. Það var tæring, sem leiddi hana til dauða. Beethoven var mjög kvíðafullur um að hann gengi með sömu veiki, hann var oft þjáður, og jók það þunglyndi hans að mun. Eftir þetta varð hann að hafa stjórn heimilisins á hendi, og sjá um uppeldi tveggja yngri bræðra sinna. Þetta leiddi til þess að hann 'varð að segja stöðu sinni lausri við leikhúsið, og féll honum það afar þungt. I mótlæti sínu átti Beethoven þó ávallt athvarf hjá Breuningfjöl- skyldunni í Bonn, og mat hann líka vinsemd hennar alla tíð upp frá því. Æskuvinkonu sinni Eleonoru Breu- ning, kenndi hann tónlist. Hún var tveimur árum yngri en Beethoven, og féll vel á með þeim, en síðar giftist hún dr. Wegeler, sem vargóð- ur vinur Beethovens, og ríkti með þeim vinátta til æfiloka. Þó æskudagar Beethovens í Bonn væru þyrnum stráðir, hélt hann þó ávallt tryggð við æskustöðvarnar. Beethoven var útskrifaður stú- dent í háskólanum í Bonn 14. maí 1789, og fluttist alfarinn frá fæð- ingarbæ sínum í nóvember 1792, þá var ferð hans heitið til Vínar, sem um þær mundir var aðal aðsetur þýzkrar tónlistar. Um það leyti braust stjórnarbyltingin mikla út, og mætti hann á leið sinni prúss- neska hernum, sem hélt á móti Frökkum. Og 1796 og 1797 samdi hann lög við hersöngva Triedbergs: Brottfararljóð og ættjarðarkvæðið: „Við erum hin mikla þýzka þjóð.“ Beethoven árið 1821. Steinprentuð mynd eftir málverki Jós. Stielers. — Beethoven þótti þessi mynd mjög' góð og sendi Wegel- er hana árið 1827, rétt fyrir dauða simi. Beethoven árið 1802. Koparstunga Scheffners eftir teikningu G. Stainhausers. Eftir 1798 kynntist Beethoven mörgum Frökkum, úr frönsku sendisveitinni í Vín, þar á meðal Bernadotte hershöfðingja. Við þetta jukust lýðræðishugsjónir hans, sem efldust þó enn meir eftir sem á æfi hans leið. Á árunum 1796 til 1800 byrja þrautir hans fyrir alvöru, þá fer hann að þjást af eyrnasjúkdómi, hann hafði suðu fyrir eyrum, sem skildi ekki við hann hvorki dag né nótt. Þá varð hann og magaveikur. Hann reyndi að dylja heyrnardeyfu sína fyrir fólki í mörg ár, en árið 1801 getur hann það ekki lengur. Fyrstum manna Framhald á bls. 7. Dánargríma Beethov- ens, tekin hinn 28. marz 1827.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.