Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN,. nr. 29, 1943 það var hin tilkomumikla og fallega limgirðing, sem Barböru þótti strax vænt um, og nýútsprung- in sumarblómin, sem voru á milli trjánna, en það var reglulega hryggilegt að sjá þau öll umvafin illgresinu. Það var hennar skylda að vekja mann sinn til umhugsunar um það. „Illgresi? — Já, það er nóg til af þvi á Ir- landi,“ sagði Pieree kæruleysislega og hló. „Það vex um allar jarðir. Eru það líka ekki gömul sannindi að illt sé að uppræta illgresi?" „Bað á að rífa það upp og brenna því,“ sagði Barbara ákveðið. „Eg get ekki hugsað mér að garðyrkjumaðurinn þinn sé neitt sérstaklega duglegur, fyrst allt er í svona mikilli óhirðu. Hann yppti öxxlum. „Það er ekki hægt að ætlast til svo mikils af Shane O’Connelly, að hann bæði gæti garðsins og beggja hestanna, svo maður ekki tali um svinin og hænsnin, það er bókstaflega furðulegt, að hann skuli nokkum tíma hafa til þess að hugsa um blómin." „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir aðeins einn mann, sem á að sinna öllum þessum störfum?“ „Jú — en hann er hreinasta fyrirmynd, get ég sagt þér. Langafi hans, afi hans og faðir hafa allir unnið hjá Maloney fjölskyldunni, og hann vill glaður vinna hjá mér fram á sinn síðasta dag.“ „En góði Pierce —,“ Barbara tók um handlegg hans, „nú verður þetta allt að breytast, þú getur ekki ætlast til þess að einn maður geri þetta allt saman, hversu viljugur sem hann kann að vera, og hversu vinveittur sem hann er fjölskyldu þinni. Þú verður að hafa minnst þrjá garðyrkju- menn fyrir annan eins garð og þennan, og svo verður þú einnig að fá þér hestasvein, og bifreið- arstjóra, því auðvitað verðum við að eiga einka- bifreið, en þú getur látið þér nægja dreng til þess að hirða svinin og hænsnin. — Ég get ekki skilið, hvernig þér getur dottið í hug að hafa færri en þrjá garðyrkjumenn, ef garðurinn á að líta vel út.“ Barbara brosti og var hreykin með sjálfri sér, þegar hún hugsaði til þess, hversu veglegu Glenns- kastali yrði, þegar hún væri búin að framkvæma allar hugmyndir sínar. En Pierce Maloney brosti ekki, hann horfði aðeins kvíðafullur á konu sína. „Af hverju ertu svona áhyggjufullur, Pierce? Ertu reiður við mig út af þvi að ég vil gera heimili okkar vistlegt? — Nei, það veit ég að þú getur ekki verið!“ „Heiður við þig? Guð hjálpi þér, nei, það er ég ekki, en ég er reiður sjálfum mér -— og feðr- um mínum fyrir það, hve þeir voru heimskir og kærulausir í fjármálum. Þeir hafa látið allar sínar eignir ganga úr greipum sér, þeir hafa eitt öllum arfinum í fjárhættuspil, og svo hafa þeir drukkið og svallað, en láta nú mér og mínum eftir brauðmolana, sem fallið hafa af borðum þeirra, það er sannarlega óskemmtilegt hlutverk, sem mér hefir verið falið.“ Hann var óvenjulega bitur, þegar hann sagði síðustu orðin, og það var eins og andlit hans hefði tapað öllum þeim gleðibjarma, sem vanur var að ljóma um það. Á þessu augnabliki leit hann út eins og gamall maður. Barbara spurði sjálfa sig árangurslaust, hvað þessu gæti valdið, að Pierce væri svona skelfilega áhyggjufullur. „Þú talar í ráðgátum, Pierce. Hvað áttu við með þessum „brauðmolum", sem þú talar um? Ég er aðeins venjuleg og hversdagsleg ensk stúlka, og ég skil ekki svona skáldleg orð. Þau eru langt fyrir ofan minn skilning.” „Það er ekkert í heiminum, sem ég ekki vildi gefa þér, Barbara, ef ég gæti — trúir þú þvi ekki? Og trúir þú því ekki líka, að þinn vilji er engu síður minn vilji? Ég vildi glaður fara eftir öllum þínum vísbendingum, hugfanginn vildi ég fullnægja þinum ósanngjörnustu kröfum." Hann talaði af miklum móði, og horfði allan tímann hvasst á Barböru, en hún hneigði sig að- eins og brosti. „Þetta er mjög fallegt af þér, Pierce. Annars hefi ég alls ekki í huga að þú eyðir fé um efni fram, og ég ætla ekki að vera eyðslusöm á nokk- urn hátt. Það eru bara þessir sjálfsögðu hlutir, sem nauðsynlega þarf að gera, ef Glenns-kastali á að vera byggilegur staður. „Við skulum ekki tala meira um þetta í dag,“ sagði Pierce, og dró Barböru að sér í mjög mikilli geðshræringju. „Nú eigum við aðeins að tala um okkur sjálf og ást okkar.“ Barbara losaði sig blíðlega úr fangi hans, og strauk hendinni yfir ógreitt hárið, því í þetta sinn gat hún ekki fellt sig við hans ástríðufullu, írsku atlot. „Góði Pierce minn, við verðum lika einhvem- tíma að hugsa um allt þetta, sem gera þarf, — við erum neydd til þess, því ég hefi hugsað mér að byrja svo fljótt, sem auðið er, uppbyggingar- starfið hér í Glenns-kastala. Ó! Pierce, það skal verða kominn hér annar svipur á allt eftir mán- aðartíma, þá skal verða reglulega inndælt hér, ég er viss um að þú þekkir þetta þá ekki fyrir sama st^ð. Og þú munt áreiðanlega verða undr- andi yfir því, að þér skuli aldrei hafa dottið í hug fyrr að verja svolitlu af peningum þínum til þess að prýða í kring um þig. Ég get raunar skilið, að sjálfselskufullir menn, sem hugsa ekkert um aðra, láti sér það í léttu rúmi liggja, það, sem ekki snertir þá sjálfa beinlínis.” Pierce svaraði ekki, en tók undir arm Bar- böru og leiddi hana niður eftir garðinum, og í gegnum lítið rjóður við limgirðinguna, þar til þau komu inn í annan minni garð — lítinn gaml- an garð, sem var mjög vinalegur. 1 honum var steypt vatnsþró og í henni syntu gullfiskar fram og aftur.. 1 miðri tjörninni var lítill gosbrunnur, það var líkneski af brosandi ástargúði, með bundið fyrir augun, en út um munn hans stóð pípa, og fram úr henni bunaði vatnið i strið- um straumi. „Mikið er þetta yndislegur garður,“ sagði Bar- bara. „Hann er allur umvafinn limtrjám, og svo er hér svo mikið af rósum, og ilmjurtum. — Ég elska blómailminn.“ Hún andaði djúpt að sér, og brosti um leið ánægjulega. „Mér finnst ákaflega gaman. að þessum litla, skrítna ástarguði" sagði hún glaðlega. „En sjáðu, Pierce, hvað hann er orðinn mosavaxinn, þetta er gamaldags garður, en þó er hann reglulega heillandi. Það er eins og maður sé komin hundrað ár aftur í tímann.“ „Hingað fór langamma min alltaf til þess að gefa gullfiskunum,“ svaraði Pierce hugsandi. „Hérna á bak við garðinn er svo leikvöllur — eða það hefir minnsta kosti einhverntíma verið leikvöllur." „Og það verður líka aftur að verða leikvöllur, Pierce!“ sagði Barbara ákveðin. „Það verður gaman að sjá, þegar allt er hér komið í jafn gott ásigkomulag og það hefir verið áður fyrr. Við skulum engum peningum eyða í skemmtanir fyrir sjálf okkur eða þvíumlíkt, en aðeins hugsa um að gera Glenns-kastala að veglegu setri. Þá verð ég hamingjusöm og upp með mér af heimili mínu, þegar við erum búin að því. Ég skal ekki óska mér annars en að vera hér allt mitt líf.“ Pierce stóð kyrr og horfði niður fyrir fætur sér. „Ég hefi verið að hugsa um, að það er svolítið, sem ég þyrfti að tala við þig, Barbara," sagði hann niðurbældri röddu. „En ég hefi ekki komið mér að því. Mig tekur það sárt að þurfa að eyðileggja allar þínar fallegu hugmyndir, og ein- mitt nú, þegar þú ert svo ánægð — en ef til vill hefði ég átt að vera búinn að segja þér það fyrr -—• en það hafði mér aldrei dottið í hug-----------.“ Hann þagnaði í miðri setningu. Barbara varð skyndilega hörkuleg, og horfði ísköldu augnaráði á mann sinn. Erla og unnust- inn. Oddur: Erla,. við skulum fara í bíó í kvöld — Erla: Þú ert yndislegur, Oddur! Og það sýnir einmitt, hvern mann það er bamamynd — og þú veizt, hvað mér þykir þú hefir að geyma, hve vænt þér þykir um böm. Við skulum fara á gaman að bömum. fyrstu sýninguna. Oddur: Það var gott hún vildi fara á þessa Erla: Velkominn, vinur minn! Af því að þú ert svo hrifinn af bömum, þá bauð ég nokkr- mynd. Ég á nákvæmlega fyrir tveimur miðum. um krökkum úr nágrenninu að koma með okkur. Stjáni litli: Hvaða náungi er þetta? Sá er skrítinn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.