Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 29, 1943 „UFimii ia. nKIIIIILI v Munn- og tannsnyrting. Eftir Dr. Alf. Lorentz Örbeck. Matseðillinn. Kjötréttur: Gúllas. 3 kg\ sauða- eða nautakjöt, 100 gr. smjör, 3 lítrar vatn, % matskeið salt, 4 gulrætur, 3 matskeiðar tómat, 45 gr. hveiti í sósuna, 3 stk. laukur, matarlitur. Kjötið er þvegið með vel uppundn- um klút, skorið eða höggvið í litla ferkantaða bita. Gulrætur og laukur eru afhýdd og skorin í bita, kjötið er brúnað á pönnu og látið í pott með heitu vatninu, ásamt salti, mat- arlit, brúnuðum gulrótum og lauk. Þetta er soðið hægt í 1%—1% klst., tekið upp og sósan jöfnuð með hveit- inu, sem áður er hrært út í köldu vatni. Sósan er soðin í 8—10 mínútur, sett í meira krydd og salt, ef með þarf, kjötið látið í sósuna aftur. Bor- ið á borð með kartöflu-,,mús“ eða soðnum kartöflum. Brún hvítkálssúpa. 4 lítrar gott kjötsoð, 250 gr. hvítkál, 3 stórar gulrætur, 3 púrrur eða laukar, 65 gr. smjör, 1 teskeið matarlitur. Jurtimar þvegnar og afhýddar, Það er betra að nota mjúkt vatn en hart til þess að leggja í bleyti og sjóða í þurrkaðar baunir. Hart vatn gerir hýði baunanna seigara. skornar í mjóar, fínar ræmur. Smjör- ið er sett í pott og brúnað, þá eru jurtimar látnar í, og hrært í, þang- að til þær eru orðnar gulbrúnar. Svo er soðinu hellt yfir, súpan soðin hægt, þar til jurtirnar verða meyrar, mat- arliturinn látinn í, meira salt, ef þarf. Tízkumynd. Þessi fallegi náttkjóll er þægilegur og hlýr. Hann er úr ,,nylon“-gervi- silki. Um hálsinn eru pífur (í stíl Victoríutímabilsins) og niður barm- inn að framan og á líningunum. Kjóllinn er hnepptur með litlum skel- plötutölum. Hið eina, sem sýnilegt er af slím- húð mannsins, em varirnar. Þær eiga að vera rjóðar á lit, sléttar og sprungulausar. Snyrting varanna keppir að þessu marki. Notkun sterkra munnskolvatna og tannsápu getur oft valdið þvi, að slímhúö varanna þomi um of og var- irnar springi og skorpni. Við snyrt- ingu varanna eru varasmyrsli notuð, og má ekki rugla þeim saman við varalit. Varasmyrslin eru úr möndlu- olíu og vaxi og litið eitt af rauðum lit látið saman við. Glyserín á ekki að nota við varasnyrtingu. Munnsnyrting er í því fólgin að skola og þvo munn og háls. Ber að gera það eftir hverja máltiö. Til þess er notað volgt vatn, ýmist eintómt, eða bætt er í það hreinsandi og ilm- andi munnskolvatni. Ástand tannanna hefir mikilvæga þýðingu fyrir útlit manna. Illa hirtar tennur bera vott um sóðaskap og eru stórlýti á fólki, jafnvel þó það sé að öðru leyti snoturt. Tennurnar eiga að vera reglulegar og bilin á milli þeirra hvorki of stór eða of lítil. Auk þess að fá sér tennur í stað þeirra, er vanta, og láta gera við skemmdar og skakkar tennur, þarf iðulega að hreinsa tannstein af tönnum og húð, er vill setjast á þær. Tennurnar eru hvítar, gulhvítar eða bláhvítar á lit. 1 mönnum, sem mikið reykja, verða tennumar oft grágular á lit. Skemmd- ar tennur eru tíðasta orsök and- remmu. Þó geta magasjúkdómar, hægðatregða, háls- og nefsjúkdómar verið þess valdandi. Er réttara að leita læknis við þessum kvilla. Við tannsnyrtingu er notaður bursti, tannsápa, tannduft eða tann- vatn. Áður en tennurnar eru burst- aðar, skal ævinlega skola munninn rækilega. Tannburstinn sé hæfilega stór og stinnur. Skal bursta alla tannfleti sem rækilegast. Ef tann- holdið er heilbrigt, á ekki að blæða úr því eftir burstun. Tannsápa er krít og kölsúrt kalk, uppleyst í glyserini og tragant (eins- konar gúm, sem fæst úr jurt einni). Smyrslin eru lituð með karmíni og bragðið bætt með olíu, t. d. anis-,. eukalyptus- eða piparmyntuolíu. I tanndufti eru sömu efni og í tann- sápu. Tannvatn er ilmandi og sótthreins- andi efni, leyst upp í vínanda. Til sótthreinsunar er haft thymol, benzoe- sýra, kanelolía, nellíkuolía og klór- súrt kalí. Bezta munnskolvatn til að nema burtu andremmu er 3% vatns- sýringur, 1 teskeið í glas af volgu vatni. (Úr bókinni ,,Fegrun og snyrting“). Jurtalitun. „Islenzk ull“ hefir nýlega gefið út tvo bæklinga. Annar heitir „Prjón- les. I. Handbók í vélprjóni” og er eftir Kristinu Árnadóttur. Hin heitir „Jurtalitun. Forsagnir", og er eftir Kristínu Þorsteinsdóttur. Birtum vér eina forsögn úr þeirri síðarnefndu nýlega hér í blaðinu. Hér fer önnur á eftir: „Grámosi (Parmelia saxatilis). 300 gr. band. 600 — grámosi. 45 — álún. Bandið er soðið í álúnsvatni eina klst. Mosinn er settur i gisinn lérefts- poka og látinn liggja x bleyti einn sólarhring. Síðan soðinn ásamt band- inu y2 klst. Því næst er bandið soðið í hreinu vatni y2 klst. Sterkari blæ- brigði fást með því að bæta við meiri mosa. Gott að hvolfa rist eða blikk- plötu með götum yfir mosann í pott- inum og þarf þá enga léreftspoka utan um hann.“ „Látið ekki hugfallast," sagði bryt- inn við farþega, sem var sárþjáður af sjóveiki. „Enginn hefir nokkurn- tíma dáið úr sjóveiki." „1 guðanna bænum segið ekki þetta!“ sagði farþeginn. „Vonin um að fá að deyja, er það eina, sem hald- ið hefir lífinu í mér.“ NOTIÐ eingöngu STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONtCO. Austurstræti 14. — Sími 5904. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183. Dr.theol. JÓIV UELGASOIV: Árbækurnar skýra frá öllu því helzta, ergerzt hefir í Reykjavík í 150 ár.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.