Vikan


Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 22.07.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 29, 1943 5 8 Framhaldssaga SxS>S>S>S»S>S><S>S>S>S>S>S>S»S»S*S>S><S»S><t>S»t>S»S>4xS>S>S>S>S>S><S?&S*& Konan í Glenns'kastala ÁSTASAGA Hún greip aðra hönd Barböru í sína hruf- óttu, vinnulúnu hendur, og þrýsti kossi á hina hvítu fingur ungu konunnar. Svo bætti hún við í lágum róm, mjög einlæglega: „Og ætli hús- bóndinn hafi samt selt myndina — af Romney — þrátt fyrir þetta? Ég get fullvissað yður um, að ég gat grátið, þegar iistmyndasalinn frá Dublin kom i gær og tók myndina niður. Ég sagði bara, að madömu Ethnees sálugu mundi gremjast það mjög mikið, að mynd hennar skyldi vera flutt burtu af heimili hennar. En ef til vill hefir það verið ætlunin, að láta setja utan um hana nýjan ramma, áður en dagstofunni yrði breytt. Það veitti heldur sannarlega ekki af því, gamli ramm- inn var orðinn svo hræðilega ljótur, og þarfn- aðist reglulega nýrrar gyllingar.“ „Ég hugsa, að myndin hafi verið látin í burtu, til þess að láta hreinsa hana, eða eitthvað þess háttar,“ svaraði Barbara annars hugar. Hún dreypti við og við í teið, en borðaði lítið af ristaða brauðinu. Hún var allt of annars hugar af heilabrotum sínum, til að hafa lyst á eggjunum og fleskinu. Á meðan sagði Biddy henni ýms vandamál viðvíkjandi því slæma ásigkomulagi, sem tauið á heimilinu væri í. Hún sagði að bók- staflega allt i tauskápnum, bæði dúkar og lök, væri hræðilega úr sér gengið — væri nálega enginn hlutur heill. „Það er alls ekki neitt til, sem er að gagni,“ sagði hún að síðustu, „fyrir utan silfurborðbúnað- inn, og hið gamla ljúffenga vín i kjallaranum. En demantar fjölskyldunnar, sem frúin hefði auð- vitað átt að bera, varð faðir Pierce að láta af hendi upp í spilaskuldir í gamla daga. En frúin á sjálfsagt nóga demanta?“ ,,Á ég demanta?" Barbara hló og setti frá sér tebollann. „Nei, ég á alls enga demanta. Þér megið ekki halda, að ég sé rík, ég á ekki eins- eyris virði. Húsbóndi yðar gefur mér allt, sem ég þarfnast." Hún sagði síðustu orðin með ofurlitilli hreykni í röddinni, því henni fannst það yndisleg til- hugsun, að Pierce vildi allt fyrir hana gera. Þar að auki vissi hún, hve heitt hann unni henni. Hendur Biddy Galleghrees titruðu, og andlit .hennar fékk allt í einu á sig blæbrigði, sem báru vott um kviða og vonbrigði. „Það var líka heimskulegt af mér að trúa þvi, að þetta svarta ský hyrfi nokkurntima frá okkur,“ muldraði hún, en sagði svo, án þess að Barbara heyrði: „Þetta svarta ský, sem alla tíð hefir svifið yfir Glenns-kastalanum. Það var líka eftir húsbóndanum að koma hingað með fátæka brúði.“ Barbara brosti glaðlega. „Hvað eruð þér að tala um, Biddy?" spurði hún. „Viljið þér vera svo góðar og hafa baðið til fyrir mig, þegar ég kem á fætur. Og viljið þér svo á eftir skrifa upp á lista allt það, sem þér haldið að við þurfum að kaupa af fatnaði. Mér þykir vænt um fallega dúka og þessháttar." Biddy yppti öxlum og leit rannsakandi augna- ráði á Barböru. „Ég get útbúið lista yfir það, fyrst þér óskið þess,“ sagði hún „en ég held bara, að það verði ekki til neins. En frúin verður að gera sér að góðu að baða sig inni í klæðaherbergi húsbónd- ans, því það er ekkert annað baðker til í húsinu nema það, sem þar er, og ef þér viljið fá volgt vatn, þá get ég hitað það í eldhúsinu." „Ég get notast við kalt bað i þetta sinn,“ Forsaga: Howard Burton kemur að kveðja Barböru Carvel. Hann 'er að fara til Suður-Afríku. Hún bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir Barbara móður hans. Er Barbara kemur Jheim, hefir Pierce Maloney verið fluttur þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá- varður, heimsækir hann, og Pierce segir honum, að hann sé ástfanginn í Barböru og muni byrja nýtt lif, ef hún vilji giftast sér. Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböru ást sina og þau giftast skömmu seinna. Hann gefur henni stórgjafir og er þau giftast var veizla haldin hjá Ann frænku hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð- kaupsferðina, kemur frú Burton upp til hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn- vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar- bara að lána henni peninga. 1 brúðkaups- ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt- anir, en þegar Barbara biður hann um 150 pund verður hann hvumsa við, en lætur hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir- lands. Þegar þau koma i Glennskastala verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum, er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra- legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve fátækur maður hennar er og talar um að breyta öllu og færa í lag. svaraði Barbara stuttlega. „En við verðum að láta innrétta nothæft baðherbergi. Það er ekki hægt að komast af án þess.“ Biddy svaraði engú, en flýtti sér út úr herberg- inu. Þegar hún lokaði dyrunum á eftir sér hristi hún sitt gamla og hvíta höfuð. „Unga konan á mikið eftir að reyna hér,“ tautaði hún. „Guð fyrir- gefi Pierce Maloney, ef hann hefir táldregið þessa aumingja ungu stúlku og talið henni tr^ um, að hann væri auðugur maður. Hann er ekkert annað en beiningamaður, þegar til kastanna kemur — réttur og sléttur beiningarmaður." 9. KAFLI. „Ó, hvað þetta er yndislegur garður, Pierce, en það er bara svo hræðilega mikið illgresi hér um hann allan, og ef við ekki gætum þess að eyða þvi, þá visna blómin innan um það.“ Barbara leit i kringum sig, full af áhuga á' þessum stóra, gamla garði, þar sem hún stóð með Pierce. Augu hennar voru björt og ljóm- andi, og það lék glaðlegt bros um andlit hennar. Pierce hafði mætt henni i forstofunni, þegar hún fyrir stundarkorni var komin niður frá herbergi sínu. Hann hafði tekið undir arm henn- ar og kysst hana, og þessi heiti og innilegi koss hafði máð i burtu allan misskilninginn milli þeirra, og hafði aftur komið öllu í samt lag. Það fannst Barböru að minnsta kosti. „Líður þér ekki betur núna?“ hafði hann spurt. „Nú hefir þú fengið að hvíla þig vel og ert nú betur upplögð til að lita með góðgjörnum augum á aumingja gamla Irland." Hann hafði horft kvíðafullum augum á konu sina, meðan hann talaði, en hið vinalega bros Barböru hafði gert hann rólegri. „Ég hefi það ágætt," svaraði hún. „Ég er mjög leið yfir því að ég skyldi vera svona reið í gær- kvöldi. Ég vil sannarlega vera góð við bömin þin, Pierce — það vil ég sannarlega — og ég vil réyna að verða þeim góð stjúpmóðir. En þú hlýtur að sjá, að við verðum að mætast á miðri leið, til þess að það geti farið vel.“ „Þú getur verið alveg róleg, bömin skulu ekki verða þér til óþæginda," svaraði Pierce. Þau eru að vísu mjög ærslafull og geta verið óþæg, en það verður að taka þau skynsamlegum tök- um, og þér mun áreiðanlega veitast auðvelt að hæna þau að þér, Barbara. Auðvitað eru þau dálítið feimin við þig fyrst til að byrja með, en eftir vikutíma er ég alveg viss um að þau hanga í pilsunum á þér. Þá færð þú ábyggilega aldrei að hafa frið fyrir þeim. Þau em bæði tvö reglu- lega yndisleg börn, þegar maður fer að þekkja þau — og Ethnee verður friðleiks stúlka, þegar hún stækkar, segja menn." Hann brosti af föðurlegu stolti út af börnum sínum, og Barbara ávítaði sjálfa sig fyrir að hún eitt augnablik skyldi hafa látið afbrýðisemina ná tökum á sér. Það var mjög ljótt af henni að vera afbrýðisöm út í börn Pierces — reglulega viðbjóðslegt af henni. „Mér finnst Patrick líka vera mjög fallegur drengur," sagði hún. „Já, víst er hann það,“ svaraði Pierce ánægju- lega. „En nú átt þú í öllu faili ekki að hafa neina mæðu af bömunum í dag, Barbara, því ég er búinn að hugsa mér að senda þau yfir til prestsins, og láta þau vera þar frameftir degin- um. Þeim þykir vænna um faðir Matthews, en nokkum annan.“ „Em börnin þín kaþólsk?" spurði Barbara; sjálf var hún mótmælendatrúar. Pierce svaraði með þvi að hneigja sig. „Konan mín sáluga var kaþólsk og hún fékk leyfi til að ala þau upp i sinni eigin trú. Það var ákveðið við brúðkaupið, að svo skyldi það vera.“ „Nú — já —.“ Barbara andvarpaði. Bömin höfðu þá önnur trúarbrögð en hún, svo þau myndu að líkindum álíta hana trúleysingja og það mundi gera ástandið miklu erfiðara. „Þér mun áreiðanlega falla vel við faðir Matthews, eftir að þú hefir fengið að sjá hann, Barbara. Hann er það bezta gamalmenni, sem ég hefi kynnzt. Hjarta hans er hreinasta perla, og fátæklingarnir hafa dálæti á honum". Barbara svaraði ekki, henni fanst hún vera sannfærð um að hún mundi aldrei geta fengið mætur á faðir Matthews. „Eigum við ekki að ganga út í garðinn?" Hún sneri sér skyndilega að manni sínum. Hún hafði löngun til að komast út undir beran him- inn og anda að sér hreinu lofti, það var svo undarlega þungt andrúmsloftið í Glenns-kastala — það var eins og allir skuggar fortíðarinnar hefðu lagzt yfir hann. Kongulóarvefirnir héngu þétt á loftum og veggjum, melflugur og leður- blökur héldu til i hverjum krók og kima, og rotturnar skrjáfuðu á milli þilja. Hana langaði til að komast út í sólskinið, því hún var orðin þreytt á dimmunni inni. Pierce svaraði engu, en lagði hönd sína ástúð- lega um mitti konu sinnar, og leiddi hana þann- ig út úr húsinu. Barbara skildi þögn hans, það var enginn vafi á því, að hann vissi gerla, á hvern hátt bezt var að hegða sér í návist kvenna, og það mundi aldrei þýða að reyna að stæla við hann. Hún brosti glaðlega, þegar Pierce opnaði litlar dyr út í garðinn og hún sá stóran grasflöt blasa við sér. Garðurinn var ósléttur og fullur af ill- gresi, sem nauðsynlega þurfti að uppræta. En

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.