Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 34, 1943 7 £>*.. VicJboh v. lÍA&cmscAítscA fFímm ára síarfsafmæíí II eear hinn ágæti og vinsæli tónlistar- maður dr. Mixa, lét af störfum við tónlistarskólann hér og Hljómsveit Reykja- víkur, var hann beðinn að útvega hingað í sinn stað tónlistarmann svo fjölhæfan sem frekast væri kostur. Mátti vel treysta því, að dr. Mixa gerði sér far um að reka þetta erindi vina sinna í Tónlistarfélaginu hér sem bezt. Og sú varð líka raunin á, að honum tókst að fá hingað einmitt þann rétta mann, því að fjölhæfni og elja dr. Urbanschitsch, er þeim undrunar- og að- dáunar-efni, sem-bezt þekkja til, og jafn- vel þeir, sem ekkert vita um hann annað en það, að þeir hafa verið á hljómleikum, sem hann hefir stjórnað hér, dá hann. Og sérstaklega eru tónlistarunnendur honum þakklátir fyrir það, að hann hefir gefið þeim kost á að heyra ýmsar hinna merk- ustu, sígildu tónsmíða, sem þeir hefði ef til vill ekki átt kost á að heyra annars nokkurntíma, nema þá í útvarpið. Dr. Urbanschitsch kom hingað til lands hinn 22. ágúst 1938 eða fyrir fimm árum og hóf starf sitt 1. sept. þá um haustið: kennslu við Tónlistarskólann í píanóleik og kontrapunktfræði og stjórn Hljómsveit- arinnar. Kennslustarfið er unnið í kyrrþey og vita ekki aðrir en hinir nánustu um árang- ur, enn sem komið er, nema í einstökum tilfellum, sem dr. Urbanscihitsch hafa þá verið til mikils hróss. En það er starf hans fyrir og með Hljóm- sveit Rvíkur, sem markað hefir djúp spor í tónlistarlífið hér í bæ, og það starf mun lengi verða í minnum haft. Þeim, sem kunnugt er um, hversu erfiðar eru allar aðstæður í þessu starfi, þykir það mikilli furðu sæta, hve miklu dr. Urbanschitsh hefir afkastað, og hve glæsilegur hefir verið árangur af erfiðu starfi hans og ó- aðgengilegu oft og tíðum. En erfiðleikarn- ir eru tvennskonar, fyrst og fremst, að færir hljóðfæraleikarar eru allt of fáir, en liðléttingarnir margir, eins og eðlilegt er, og mikill vandi og erfiði að skapa úr þessum efniviði hljómsveit, sem farið geti áheyrilega með stórbrotriar tónsmíðar. Og það eru tiltölulega fáir af áheyrendunum, sem nokkra hugmyrid hafa um hvílíkt feikna starf liggur á bak við þá ágætu hljómleika, allflesta, sem Tónlistarfélagið hefir boðið upp á, undir stjórn dr. Urban- schitschs. Og hitt er það, að heita má, að hljómsveitin hafi oftast verið húsnæðis- laus, eða að minnsta kosti aldrei haft viðun- anleg húsakynni til æfinga. Einhvern veg- inn hefir dr. Urbanschitsch samt sem áður tekizt að koma fram með hvert stórverkið á fætur öðru. Eins og áður er sagt hefir hann starfað aðeins í fimm ár við þessi „vinnuskilyrði“, en þegar maður rennir innri sjónum yfir afköstin og hvernig erfiðum verkum hefir verið skilað, dettur manni ósjálfrátt í hug að dr. Urbanscitsch sé hálfgerður galdra- karl: Af stórum verkum (með kór) hefir hann ráðist í að bera fram þessi verk: „Messías“ og „113 sálm Davíðs“ eftir Hándel, „Sálumessu“ (Requiem) eftir Mozart, og loks í vetur hina miklu Jó- hannesar passíu, sem mönnum verður ef- laust lengi minnisstæð. Og af hljómsveitar- verkum: D-dur symfóníu Schuberts og F-dur symfóníu Mózarts, Píanókonserta þeirra Chopins og Griegs, Brandenburger- konsert Bachs, svo að eitthvað sé nefnt. Dr. Urbanschitsch er fæddur í Vín 9. ágúst 1903 og naut þar ágætrar tónlistar- menntunar, en var síðan 7 ár hljómsveit- arstjóri við óperuleikhúsið í Mainz (var það nýtt leikhús og fögur bygging, en er nú í rústum, eftir sprengjuárás sem Bret- Glettur 1000 kímnisögur Glettur, nefnist bók, sem nýlega er komin á bókamarkaðinn. 1 bókinni eru 1000 skrítlur og gamansögur um ýmisleg efni. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefir tekið sögumar saman, en H.f. Leift- ur gefið út. Skrítlurnar eru allar teknar upp úr amerísku skrítlusafni. En sumar em staðfœrðar og nöfn íslenzkuð. Þetta er sérstæð bók á íslenzkum markaði, þar sem eingöngu er um þýddar skrítlur og gaman- sögur að ræða. Við höfum fengið að kynnast „íslenzkri fyndni“, en í Glettum, gefst okkur kostur á að lesa „ameríska fyndni“. Hér fara á eftir nokkrar skrítlur úr bókinni: „Kantu á ritvél?“ „Já, ég nota biblíuaðferðina." „Ég hefi aldrei heyrt hennar getið.“ „Leitið og þér munuð finna." Konan: „Ætlarðu að mun að koma með eitt- hvað handa rottunum í kvöld?“ Hann: „Eitthvað handa rottunum? Ég held nú ar gerðu nýlega á þessa borg), og eitt ár í Belgrad í Júgóslavíu, en síðustu f jögur ár- in áður en hann kom hingað skólastjóri tónlistarskólans í Graz í Austurríki. Hafði hann því allmikla reynzlu áður en hann kom hingað. En svo eru hæfileikarnir í ofanálag, sem virðast ótvírætt vera mikl- ir, góð menntun, og fyrst og síðast eldleg- ur áhugi á tónlistinni og starfinu, sem kom í Ijós þegar er hann tók til starfa hér, — og alveg frábært starfsþrek. Eins og hér er sagt að framan, var dr. Urbanschitsch einmitt maðurinn, sem Hljómsveit Reykjavíkur reið á að fá, vegna þess, hversu erfitt hlutverk hljómsveitar- stjórans hlýtur að vera á alla lund, og erfið vinnuskilyrðin. En dr. Urbanschitsch virð- ist ekki láta sér neina erfiðleika fyrir brjósti brenna, og það er eins og hann vaxi sjálfur með hverri raun, sem hann hefir ráðist í og sigrast á, og um leið hefir hljómsveitin dafnað óðum undir hand- leiðslu hans, til hinnar mestu ánægju þeim, sem fylgst hafa með þróun hennar og þroska frá upphafi og óska henni heilla. Og nú óska þeir sömu menn, — og „Vikan“ vill vera þar með, — Hljómsveit Reykja- víkur til hamingju með þennan ágæta og framsækna hljómsveitarstjóra sinn, á þess- um tímamótum, og væri þess óskandi, bæði vegna hljómsveitarinnar og tónlistarlífsins í höfuðborginni, að dr. Urbanschitsch yndi svo vel hag sínum hér, að hann gæfi ekki um að fara héðan enn um sinn. Það er víst, að bæði nemendur hans í skólanum, og hljómsveitar-piltarnir dá hann, — og þeim þykir öllum vænt um hann. Og sjálf- ur lét hann það í ljós við þann, sem þetta ritar, að vel færi um sig hér, vel væri við sig gert, og að hann kynni vel við sig. Og starfið þykir honum vænt um, þrátt fyrir — eða ef til vill einmitt eða ekki síð- ur fyrir — erfiðleikana. Ekki ber svo að gleyma því, að sér við hlið hefir hann fyrir hljómsveitinni ágæt- an mann, þar sem er Björn fiðluleikari Ólafsson. ekki. Ef þær geta ekki lifað á því, sem er til í húsinu, þá geta þær bara farið." „Hvaða skáldverk þitt telur þú bezt?“ „Síðasta skattaframtalið mitt.“ Dóttir: „Pabbi, héma stendur í blaðinu, að mesti hótelþjófur í New York hafi verið hand- tekinn.“ Faðir: „Hvaða hóteli stjómaði hann?“ „Lyftið hægra fæti og haldið honum í rétt hom frá likamanum," skipaði liðþjálfinn. Einn nýliðanna lyfti óvart vinstra fæti. „Hver lyfti báðum fótum?“ gall liðþjálfinn við. Fyllibytta (horfir á mynd tunglsins í vatninu: „Hvað er þarna niðri?“ Lögregluþjónn: „Það er tunglið." Fyllibyttan: „Hvernig í andskotanum hefi ég komizt hingað upp?“ „En hvernig gat lögreglan þekkt þig í kvenn- mannsklæðunum ? “ „Ég gekk fram hjá hattaverzlun án þess að líta í gluggann."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.