Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1943 13 Myndin t. v.: Litla stúlkan með foreldr- um sínum á leið til skólans. Henni finnst það eini ókosturinn við skólann, að mega ekki hafa hundinn sinn með sér. Myndin t. h.: Bros- hýr í hlutverki Evu i leiknum „Kofinn hans Tómasar frænda," og ein svertingjastúlkan ixr munnhörpuhfjóm- sveitinni, sem Topsy. Hvað lœra má af börnum. Framhald af bls. 3. svið og börnin, þá myndi heimurinn verða okkur sem nýr, og lífið myndi verða ánægjulegra. Til þess að læra það, sem börnin geta kennt okkur, verðum við að losa okkur við öll venju-bönd, hætta að ganga eins og hálfblindir námuhestar að vélrænum störfum. Þó að við séum til neyddir að vinna verk sem við bölvum í hljóði og okkur er fyrirfram ógeðfellt, þá er þó hægt, ef við getum tileinkað okkur hugarfar barnsins, — að. gera sér öll störf ánægjuleg frá byrjun til enda. Við þurfum aðeins að læra af börnun- um, hvernig þau fara að því að nota öll skilningarvit alveg út í æsar, leyfa aldrei erfiðleikum dagsins í gær, eða kvíða fyrir morgundeginum, að skyggja á dásemdir og unað dágsins í dag. BfliflMDA. Framhald af bls. 4. — Bófinn hafði framið morðið og var í þann veginn að hverfa út af sviðinu, sem er herbergi á óðali, þegar ung stúlka kem- ur inn um hliðardyr.' Hann sér þegar að allt er komið upp um sig. Hvað átti hann að taka til bragðs? Á sama augnabliki fellur skært ljós á andlit stúlkunnar, og hann sér að hún er blind. Og tjaldið fellur í því, hann hverfur og Lucy gengur í átt- ina til hins myrta. — Þátturinn tókst vel. Áhorfendurnir höfðu fylgst með af miklum áhuga. Og loks kom lokaþátturinn. Hardrew laut áfram í sætinu og virti fólkið fyrir sér. Hann óttaðist að Kitty mundi mistakast. Sviðið var dimmt, og hljómsveitin hóf leik sinn, um leið og bófinn kom inn á sviðið. En úti í myrkrinu sást Lucy og aft- ur heldur bófinn að allt sé komið upp og ljósgeisli fellur á andlit stúlkunnar og hann hvíslar ,,blind“, en eftir það verður alger þögn. Þá skeði það, sem enginn hafði reiknað með. Hardrew sér Kitty grípa um höfuðið og heyrir hana hrópa: j.Nei, ég er ekki blind! Ég sé!“ Éftir það hnígur hún niður. Tjaldið féll og fólkið reis upp úr sæt- um sínum með miklum fagnaðarlátum, leikurinn hafði náð hámarki og leikhúsinu tryggðir áhorfendur meðan leikurinn yrði sýndur. Tjaldið var naumast fallið, þegar John Hardrew var kominn niður á sviðið. Og þar stóð konan hans með Kitty í faðmin- um. ,,Hvað — hvað hefir komið fyrir?“ spurði hann náfölur og titrandi. „Helena, hvað hefir komið fyrir?“ „Kraftaverk, John, kraftaverk. Guð hefir bænheyrt okkur. Kitty hefir fengið sjónina aftur.“ ljM>iiiai.iii..iiii.iiii.i.iiiii.iiiiiii«nii.niimiii.iiii.iniiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiitife Dægrastytting | V .................................■■■ii.iiiiniiiiiiiiiiiin^ Ævintýri Georgs í ltínverska ræningjabænum. 26. Nú kom nýtt skeyti frá Georg-. Það hljóðaði svona: Sjá lausn á bls. 14. Orðaþraut. UNDI O T A R FLÓ A AGNI LINA AUÐ A RÓIN Ó S A R S K A R EKUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það nafn á borg, sem komið hefir mjög við sögu i styrj- öldinni- Sjá svar á bls. 14. Vísan um „hann“. 9. Hann vill gróðahöppin fá, hann vill fljóðin kyssa, hann er að bjóðast hér að slá, hann er að sóðast til og frá. (Þjóðvísa). Tröllatrygð. Einatt hafa tröll sýnt sig vingjarnleg við menn, en sjaldan að fyrra bragði, nema þau hafi annað hvort lagt ástarhug á menn og numið þá til sin eða heillað, eða þeim hafi legið á annari lið- semd manna, en oftast hefir það annarskostar að borið því að eins, að menn hafi orðið fyrri til að vikja góðu að þeim á einhvern hátt, enda launa þau þá alla liðsemd ríkulega. „Hjálpaðu mér, karlmaður," sagði trölkona ein, sem hafði dottið illa biltu í fjalli, við Bjöm á Burstarfelli, er fór þar um. Hann varð vel við bæn hennar, og var síðan lánsmaður alla æfi. 1 öllum slíkum við- skiptum við menn kemur ekki síður fram hin alkunna „tröllatrygð“, en viðleitni þeirra til hefnda, ef þau eiga ótrygð að mæta. (J. Á. þjóðsögur). Að ríða til páfans. Að ríða til páfans er skylt rimbujárnum, þótt mikið sé reyndar að munum. Tveir merm taka ás á axlir sér, en hinn þriðji á að taka höndum um ásinn, hefja sig upp á hann og taka sér sæti á honum langsetis. Hinir, sem bera ásinn, ganga áfram með hann á öxlunum og manninn á. Þá kemur þar að fjórði maður og slær á fætumar á þeim, sem á ásnum situr, með poka eða einhverju þvílíku. Ef hann getur setið, þótt slegið sé á fæturnar, þá hefir hann riðið til páfans. (Islenzkar skemmtanir). Meyjar-vísa. Meyjarnar eyða matnum lítt, meyjarnar prjóna lesið hvitt, meyjarnar hafa mjúkan kvið, meyjarnar elta sveina lið, meyjamar herða mittisbönd, meyjarnar raka slægjulönd. Isl. þulur og þjóðkvæði Ól. Dav.). ' Beinagrindin í Hólakirkju. Svo bar til eitt kvöld um vökuna að Jón biskup Arason á Hólum þurfti að fá bók, sem lá úti á altari í kirkjunni. Biskup spurði heimafólk sitt að, hvort nokkur vildi fara út fyrir sig í kirkj- una eftir bókinni. En þeim leizt ekki á ferðina og varð enginn til. Þá gekk fram griðkona ein, og sagðist skyldi fara eftir bókinni. Tók hún við kirkjulyklinum. En svo var til háttað, að biskup hafði látið gjöra göng undir jörðunni úr húsi því, sem hann var oftast i, og sem „slot" var kallað, og út í kirkjuna. Það hafði liann gjört til þess, að ef óvinir kæmu að sér, þá kæmist hann í kirkj- una, því þar var helzt griðastaður. Griðkonan fór nú, og gekk eftir undirganginum. Hún kom í kii-kjuna, gekk að altarinu, fann bókina og tók hana. Gengur hún nú fram eftir gólfinu og ætlar út um dyrnar, en vill ekki fara göngin til baka; því henni þótti þar dimmt og draugalegt. En þegar hún kemur fram í kirkjuna, verður henni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.