Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 34, 1943 Pósturinn | Kæra Vika! Ég blygðast mín fyrir að játa það, hversu ófróð ég er í sögu landsins. 1 vetur sem leið hlustaði ég á erindi í útvarpinu um Jón biskup Ögmund- arson, sem mig minnir að sagt væri að hefði verið fyrsti biskup á Hólum, en ég er bara búin að gleyma hvaða ár það var, og bið ég þig, að segja mér það í póstinum þínum. Svo lang- ar mig lika til að vita hver var fyrstur biskup í Skálholti, og hve- nær biskupsstóll var settur þar á stofn. Þú fyrirgefur flónsku mína, að vita þetta ekki, og ég vona að þú bregðist ekki trausti mínu og svarir mér við fyrsta tækifæri. Þín einlæg Olla. Svar: Biskupsstóll á Hólum var settur árið 1106, og var Jón helgi Ögmundarson fyrsti biskupinn þar. Árið 1056 var hinn fyrsti biskups- stóll settur á Islandi, og var honum valinn staður í Skálholti. Isleifur Gissurarson var fyrsti biskupinn, og var hann biskup yfir öllu landinu í 24 ár. Á Hólum hafa setið alls 37 biskup- ar, en Hólastóll var lagður niður árið 1801, en í Skálholti höfðu 43 biskupar setið, er Skálholtsstóll var fluttur til Reykjavíkur árið 1796. Kæra Vika! Viltu svara fyrir mig tveimur spumingum ? 1. Er það ekki ókurteisi af manni, sem kjmntur hefir verið fyrir stúlku, að taka ekki ofan fyrir henni á götu? 2. Ef stúlka hefir verið kynnt fyrir manni, en þekkir hann annars lítið, er það þá til siðs að hún bjóði honum dús? Vonast eftir svari. Edda. Svar: 1. Svo framarlega sem maðurinn er ekki berhöfðaður, þegar hann mætir stúlkunni, verður það að teljast ókurteisi. 2. Það mun frekar óalgengt að stúlkur bjóði mönnum dús við fyrstu kynni. Kæra Vika! Vilt þú gjöra svo vel og svara einni spurningu fyrir mig? Ég hefi miklar áhyggjur út af, hvað ég hefi gilda fótleggi. Vilt þú kenna mér ráð við, hvemig ég á að grenna þá? Með fyrirfram þökk. Bráðlát. Svar: I Fegrun og snyrting, segir meðal annars: „Ófagurt þykir, að fótleggir séu jafnbola frá kálfa niður að ökla. Lé- Ieg vessarás í sogæðunum og þar af leiðandi vökvasamsafn í tengivefn- um á sök á þessu. Skurðaðgerð við þessum kvilla er gagnslaus. Gildir fótleggir em oftast þvi að kenna, að vöðvar eru miklir og bein- in stór. Sé fitu ekki til að dreifa, SKRÍTLUII/iDIR Frúin: „Það var ekkert óskabein í fuglinum, sem ég fékk hér síðast.“ Búðarmaðurinn: „Það var líka ungur og hamingjusamur hani, sem þér fenguð, og hann þurfti einskis að óska sér.“ Hann: „Eg svaf alveg eins og drumbur í nótt.“ Hún: „Já, eins og trédrumb- ur, sem verið er að saga, heyrð- ist mér.“ Ungfrúin: „Hvernig fór með málið yðar, unnuð þér það ekki?“ Sú feita: „Nei, það féll niður, lögfræðingurinn minn sagði mér, að það þýddi ekkert fyrir mig, að halda því áfram, af því að ég hefði ekki bol- ! magn til þess, og ég stæði á g svo veikum fótum.“ þýðir ekki að reyna skurðaðgerð. Ef fótleggir aftur á móti eru gildir vegna fitu, getur verið rétt að ráð- ast í að lagfæra þá með skurði, en eins og áður er sagt, eiga innkirtl- arnir oft sök á þessu, og- er því ævin- lega hætta á, að aftur sæki í sama horfið.“ Kæra Vika! Hvað er meint með því, þegar sagt er, að hús sé i „Renaissance“-stíl? Svar: Renaissance þýðir endur- reisn og endurreisnarstíllinn „hóf göngu sína á ítalíu um miðja 15. öld og var að nokkru leyti endurfæðing hins rómverska stíls, en átti þar auðugar minjar.“ Kæra Vika! Það bagar mig mjög, að ég hefi oft særi í munnvikunum, einkum þjá- ir það mig fyrst á morgnana, því að þá blæðir oft úr þeim. Getur þú ráð- lagt nokkuð við þessu? Sveitapiltur. Svar: Skolið munninn iðulega úr vatnssýringi (1 teskeið 3% upplausn í glasi af köldu vatni). Gott er að rjóða kvikasilfurszinksmyrsli í munn- vikin á kvöldin. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»-*-‘ Tlrval er komið út! Úrval. 4. hefti þessa árs flytur 20 fróðlegar og skemmtilegar greinar um ýmiskonar efni og sögur. Úrval er 128 blaðsíður og kostar aðeins kr. 7,oo. Úrval er tvímœlalaust fróðlegasta og skemmtilegasta tímarit, sem út hefur komið á íslandi. V V v V ►♦« V ►5 v V V V ►3 V V V V ►3 ►3 ►3 8 $ 8 8 8 v V V V V V V V V ►5 V V V lT. >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>I Kæra Vika! Veiztu ekki i hvaða kvæði þessi setning er: „Hyldjúpan næturhimin ■ helltan fullan af myrkri.“ Mig langar svo til að Iæra kvæðið allt og vita eftir hvem það er. Ka'nn- ske það sé oflangt til þess að birt- ast í póstinum þínum ? H. G. Svar: Kvæðið er eftir Jóhann skáld Sigurjónsson, heitir „Bikarinn“ og hljóðar þannig: Einn sit ég yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnú glasi gamalla blóma angan. Gleði, sem löngu er liðin, lifnar í sálu minni, sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. 3. ágúst 1943. Kæra Vika! Af því að ég veit, að þú ert bón- gott blað, og leysir vel úr spuming- um manna, þá langar mig til að kvabba á þér, og biðja þig að segja mér hvemig orðið „fyndinn" beygist í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni, í eintölu og fleirtölu. Vonast eftir svari fljótt. K. P. Svar: Það beygist á þessa leið: 1 eintölu: kk. kvk. hk. fyndinn fyndin fjmdið fyndinn fjmdna fjmdið fyndnum fyndinni fyndnu fyndins fleirtölu: fyndinnar fjmdins kk. kvk. hk. fjmdnir fyndnar fjmdin fyndna fjmdnar fyndin fyndnum fyndnum fyndnum fyndinna fyndinna fjmdinna. Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, símí 5004, pósthólf 365. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.