Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 34, .1943 15 Tveir erlendir verklýðs* leidtogar staddir í Rvík. Konrad Nordahl formaður lands- sambands norskra verkamanna og Mr. John Price brezkur verkalýðs- leiðtogi eru staddir i Reykjavik um þessar mundir. Þeir koma hingað sem gestir, en ekki í opinberum erindum. Konrad Nordahl var í Noregi í 1% 4r eftir að Þjóðverjar hernámu land- ið. Eftir að Gestapo rak hann úr stöðu sinni þar, var hann við skipu- lagningu leynistarfsemi norskra föðurlandsvina þar í landi. Hann var handtekinn og sat i fangelsi i 13 vikur, en komst síðan til Svíþjóðar í október 1941, og þaðan fór hann svo til London. Mr. John Price, er starfsmaður brezku verkalýðssamtakanna, og hefir víða ferðast á vegum þeirra. Sparsemi. Sally gamla hafði alla ævi verið sparsemdar-kona. Nú var komið að dauðastundinni, og henni datt ekki í hug að vera að breyta um hætti á síðustu stund. Hún var búin að leggja svo fyrir, að hún yrði jörðuð í sparikjólnum sínum, en bætti við: „Hann er svo efnismikill, að það er bezt að þið klippið úr honurn að aftan, nægilega stóra pjötlu í pils handa Sússí. Þetta er húðvænt efni og ætti að endast vel.“ „En, elsku Sally,“ — maldaði þá einhver frænka hennar í móinn — „ekki trúi ég því, að þú viljir láta manninn þinn sjá þig aftur bera að aftanverðu." Sally gamla hló nú í síðasta skipti á ævinni og sagði: „Gerið það eins og ég hefi sagt. Ég kistulagði hann Jón minn, blessaðan, buxnalausan". Roderick Peattie. Ef ekki í ár, þá að ári. 1 fyrravor átti ég leið um lítið þorp í Klettafjallasveit einni, þar sem ávextir eru ræktaðir. Sýnilegt var, að einhver tyllidagur var hjá sveita- fólkinu. Það var að leikjum, syngj- andi og dansandi eftir harmóníku- músik. Ég yrti á aldraða, gráhærða og sólbrennda sveitakonu, í upplituð- um kjól. „Hvað er um að vera hjá ykkur?“ spurði ég. Hún virti mig fyrir sér frá hvirfli til ilja. „Þér hljótið að vera ókunn- ugur á þessum slóðum. Vitið þér ekki, að í dag er „Epplablóma-dagurinn ?“ Ég renndi augunum til eppla- trjánna, sem þarna voru næst okkur: „Hvar eru blómin?“ Hún stundi við, lítið eitt, en mælti síðan: „Þaú frusu öll og féllu í síð- astliðinni viku, á margra mílna svæði.“ „Hverju eruð þið þá að fagna?“ spurði ég. Hún rétti úr sér og kastaði til höfðinu: „Það þarf meira til, en ofur- lítið frost, að beygja okkur, fólkið hérna í fjöllunum. Við fengum ágæta eppla-uppskeru í fyrra, og að vori blómstra epplatrén af nýju, — ef guð vill. S. Penna. Roosevelt leitar leiðbeininga. Roosevelt forseti var eitt sinn að leggja upp í veiðiför til Afríku, og hafði hug á að leggja til hinna stærri rándýra. Bauð hann á sinn fund frægum brezkum rándýra-veiðimanni, til þess að fá hjá honum ýmislegar leiðbeiningar, sem sér mætti að gagni verða. Sátu þeir, forsetinn og Bretinn á eintali tvær klukkustundir, og hafði forsetinn fyrirskipað, að ekki mætti ónáða þá. „Og hvað var það, sem þú sagðir forsetanum?“ spurði blaðamaður einn Bretann, þegar hann kom af þessum fundi. „Ég kom ekki að öðru en að segja honum, hvað ég héti,“ svaraði veiði- maðurinn ólundarlega. — Emily Bax, Miss Bax of the Embassy. '♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>- Sveinspróf verða haldin hér í Reykjavík fyrri hluta septembermánaðar næstkomandi. Umsóknir um próftöku skulu sendar for- manni prófnefndar í viðkomandi iðngrein fyrir 1. september n. k. Lögreglustjórinn í Reykjavík 14. ágúst 1943. Agnar Kofed-Hansen »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»!< Skemmtileg bók: HERSTEINN PÁLSSON ritstjóri tók saman. „Glettur" eru tvímælalaust skemmtilegasta bók- in, sem þér getið haft með yður, hvort heldur er heima eða heiman. Lesið „Glettur“ og þér munuð komast í sólskinsskap. Lesið „Glettur“ og látið hláturinn hljóma um bæinn. H.f. Leiftur Framleidum: ULLARDÝNUR eftir máli. Sanngjart verd. Bergstaðarstrœti 61 Simi 4891 ►»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» Tilkynning Vegna f jarveru Ólafs H. Sveinssonar verða fastir risnuskammtar til fyrirtækja í undanþáguumdæmi Reykjavíkur ekki af- greiddir í ágústmánuði. Áfengisverslun ríkisins »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.