Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 34, 1943 . unmn i n nti • 1III1 L 1 U Matseðillinn. Barið kjöt. 1 kg. nautakjöt, 1 teskeið salt, 30 gr. hveiti, % teskeið pipar, 1 lárberjalauf, 1 stór laukur, 1 matskeið öl, Vz 1. jurtaseyði, 1 kg. kartöflur, 50 gr. plöntu- feiti. I „barið kjöt“ má sem bezt nota bóg. Kjötið er skorið í þunnar sneið- ar, sem eru barðar vel með kjöt- hamri. Salti, pipar og hveiti er bland- að vel saman og kjötinu velt upp úr því. Plöntufeitin er brúnuð í potti og kjötið síðan brúnað vel á báðum hliðum. Laukurinn og lárberjablaðið er látið í pottinn og jurtaseyðinu og ölinu hellt yfir. Soðið við hægan eld i 2 kl.st., hlemmurinn hafður yfir þottinum. Hálfri kl.st. áður en búið er að sjóða kjötið eru kartöflurnar, sundurskomar, látnar í pottinn og soðnar með kjötinu. Þegar maturinn er framreiddur eru kjötsneiðarnar látnar á fat og sósu hellt yfir. Kar- töflumar, sem soðnar eru með kjöt- inu, em látnar meðfram kjötsneið- unum á fatið. Framreitt með kar- töflum og grænmeti. . Babarbarasúpa. 4 leggir rabarbari, 1 y2 1. vatn, 120 gr. sykur, 1 egg, 20 gr. sagómjöl. Rabarbaraleggimir eru þvegnir og skomir í smábita, látnir í kalt vatn og soðnir þangað til þeir em orðnir meyrir, þá teknir upp úr og látnir i gatasigti og hrærðir í gegnum það. Saftin er mæld, hún á að vera iy2 1., og soðin í 3 mín. ásamt með sagó- mjölinu, sem áður hefir verið hrært Út í köldu vatni. Súpunni er síðan hellt yfir eggjarauðuna og sykurinn, sem áður hefir verið vel hrært. Litlir brauðbitar, brúnaðir í smjöri og sykri em bomir með, eða tvíbökur. (tlr matreiðslubók Helgu Thorlacius). Þetta em mjög fallegar og klæði- legar blússur, þær eru úr ljósu krep- efni. Efri blússan er með víðum heil- ermum, flegin í hálsinn en með kraga með löngum homum. Niður barmana að framan er rikktur, rauðdröfnóttur 'bekkur til skrauts. Neðri blússan er með hálfermum, kraginn er úr gisnu netofnu efni bridduðum með sama efni og blússan sjálf er úr. Ef blettur kemur á gljáfægð hús- gögn, fingraför eða eitthvað þess- háttar, er gott að strjúka yfir þau með mjúkum klút, sem undinn hefir verið upp úr volgu vatni, með sápu- sneiðum i. Alltaf verður fólki bezt af mat sín- um, ef það getur neytt hans reglu- lega, það er að segja, ef það hefir ekki óreglulega matartíma, og þarf ekki að flýta sér um of að borða. Hvað er sparsemi? Sparsemina má kalla reglusemi í hússtjóm og bustjórn. Augnamiðið með henni er, að verja tekjum heim- ilisins á skynsamlegan hátt, að forð- ast eyðslu og komast hjá óþörfum útgjöldum. Sparsemin stendur undir stjórn skynseminnar og fyrirhyggju- seminnar. Og hinn rétti sparnaðár- maður fer aldrei eftir atvikum eða undantekningum; hann reynir að hafa svo mikið gagn af hverjum hlut, sem auðið er; hann leggur fé sitt upp og sparar peninga, en það er ekki vegna peninganna. Hann get- ur lagt töluvert í sölurnar til þess að hjálpa öðrum, og hann leggur á sig og þolir skort í nútíðinni til þess að geta öðlazt gæði í framtíðinni. Vanalega er góðgjörðarsemi sam- fara sparseminni, og sýnir hún sig einmitt alveg frábmgðna ágirndinni, enda ber ósjaldan við, að vellauðugir menn láti enga hjálp í té, þar sem lítt efnaðir menn vilja hjálpa eftir mætti. 1 eldhúsinu hjá hinu nafnfræga skáldi Skota, Walter Scott (1771— 1832), var steintafla, er skráð vom á þessi orð: „Láttu ekkert fara til ónýtis, og ekkert vanta, sem þörf er á.“ I þessum fáu orðum er geymdur allur leyndardómurinn um það, að hafa góða reglu og stöðuga í alls- nægtum. Reglusemi er ákaflega góð í Húsráð. Hreinsum brauðkassann iðulega, svo að hann sé alltaf þokkalegur. Þvoið hann úr sápuvatni og athugið vel, að hann sé hreinn í öllum horn- um. Bezt er að viðra hann í minnnsta kosti klukkutíma áður en hann er notaður aftur. öllu, bæði í hússtjóm og herstjórn, og í verzlun og iðnaði. Hin fyrsta meginregla er þessi: Hver hlutur á að vera á sínum stað. Reglusemi fylgir auðlegð; því að sá, sem hefir góða reglu á tekjum sínum, hann hefir líka góða reglu á útgjöldum sínum. Óreglusamir menn eru sjald- an ríkir, og reglusamir menn sjaldan fátækir. Ef menn hafa eigi fasta reglu á, hvernig menn verja tíma sínum, þá hafa menn hans eigi jafnmikil not eins og menn ættu að hafa. Á mörg- um heimilum eru menn eigi svo glað- ir og ánægðir, sem menn ættu að vera, af því að þar vantar reglu- semi. Það er konan, sem mest er undir komið í þessu efni, sem sann- arlega er velferðarmál þjóðarinnar, og því ætti að gjöra allt til þess að vekja og efla reglusemi hjá konum. Þeir, sem eru af lágum stigum, mega eigi ætla, að þeir, sem eru af háum stigum, geti lifað áhyggjulausu lífi. Tekjur þær, sem þessir menn hafa, eru oft eigi svo miklar, sem sýnist i fyrsta áliti; og þessir menn eru oft siðferðislega skyldir til þess að leggja á sig margs konar bönd og ýmis konar útgjöld, sem þeir eiga mjög erfitt með að bera. Miklar tekj- ur eru ekkert merki á góðum manni, heldur hvernig tekjunum er varið. Skynsemi, smekkvísi og menntun er ákaflega áríðandi til þess að styðja sparsemi, og hjálpa mönnum til að vera sparsamir. Það er eigi erfitt að nefna menn svo hundruðum skifti, sem hafa brot- izt áfram í heiminum og aflað sér bæði fjár og frægðar, þrátt fyrir allar mótspyrnur, sem þeim hafa mætt. Þessir menn hafa haft sér það fyrir orðtak: fyrst skyldan, síðan skemmtunin, og þeir hafa heimfært það undir skylduna, að sýna mjög mikla nægjusemi, og fara mjög spart, með tíma sinn og fé. Sá árangur, sem af þessu hefir orðið, er sannar- lega furðanlegur, og ætti hann að geta hvatt hvern og einn til eftir- breytni. (Tír „Sparsemi" eftir Samuel Smiles.) :♦»»»»»»»»»»»»' 8 8 »5 Notið einu sinni Ozolo $ ►J furunálaolíu í baðið — og þér aukið líðan og Jjj heilnæmi yðar stórlega. í Ozolo V bregst engum. V ^ Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. ;♦; V N0TIÐ eingðngu 4. 4 LINIT PERFECT LAUNDRY STARCH il,§i jyi jtBit iiuo-unii imiiJii_ “*“cýC0TTON l00Kj;AHDÍKEl UKE STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONcCO. Austurstræti 14. — Sími 5904. niiiiiiininniiiniiiiiiiiiniiiiuninnoMi. STOPS PERSPIRATION ODORS Amojjn deodorant CAJLOm, $ Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiií

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.