Vikan


Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 26.08.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 34, 1943 . Nú var barið að dyrum. Það var Frederica Rice. „Ég hefi verið að leita að þér," sagði hún við Challenger. „Mér var sagt að þú værir hérna. Ég ætlaði að grenslast eftir, hvort þú værir bú- inn að fá armbandsúrið mitt aftur." „Já, ég sótti það í morgun." Hann tók það upp úr vasa sínum og rétti henni það. Þetta úr var einkennilegt: eins og klofinn hnöttur í lögun og fest á svart, skrautlaust eiksilkiband. Ég mintist þess, að ég hafði séð svipað úr á úlnlið Nick Buckleys. „Ég vona að það verði nú ábyggilegra eftir- leiðis." „Það er þreytandi, þetta úr. Alltaf eitthvað í 61agi.“ „Það er til prýði, ungfrú, en ekki til gangs," skaut Poirot inn í. „Er ekki hægt að sarheina hvorttveggja ? “ Hún leit á þá á víxl. „Er ég að trufla fundar- hald ?“ „Nei, sannarlega ekki, ungfrú. Við erura að ræða bæjarfréttir, — ekki glæpinn. Við vorum að tala um það, hve furðu fljótt fregnir berast og breiðast út — t. d. að nú vita allir það, að ungfrú Nick var trúlofuð hinum hugdjarfa flug- manni, sem fórst. „Svo að Nick var trúlofuð Michael Seton!“ varð Frederiku að orði. „Yður furðar það?“ „Já, lítilsháttar, — en ég veit ekki hvers vegna. Auðvitað fannst mér hann vera ákaflega hrifinn af henni í fyrra haust. En svo virtust þau bæði verða tiltölulega allsgáð eftir jólin. Eftir því, sem ég bezt vissi, sáust þau varla.“ „Leyndarmál — þau héldu þessu vel leyndu." „Það hefir verið vegna sir Matthews gamla, ímynda ég mér. Ég er hrædd um, að hanri hafi ekki verið alveg með sjálfum sér. „Yður grunaði ekkert um þetta, ungfrú. Og þó var ungfrú Nick mjög náin vinstúlka yðar.“ „Nick segir manni ekki nema það sem henni sjálfri sýnist, þegar svo stendur á," sagði Frede- rika. En nú skil ég, hvers vegna hún hefir verið svona óstillt, undanfarið. Æ, — en mig hefði átt að gruna þetta, út af dálitlu sem hún sagði héma um daginn." „Vinkona yðar er ákaflega yndisleg, ungfrú." „Það fannst Jim gamla Lazarus einu sinni, líka,“ sagði Challenger og hló um leið sínum há- væra og hálf villimannlega hlátri. „Iss — Jim —hún yppti öxlum og ég þóttist sjá að henni mislíkaði eitthvað. Hún vék sér að Poirot. „Segið þér mér, herra Poirot, hafið þér —?“ Hún þagnaði. Hún riðaði á fótunum og föln- aði upp. Hún starði á miðann á borðinu. „Yður líður eitthvað illa, ungfrú." Ég ýtti til hennar stól og hjálpaði henni að setjast í hann. Hún hristi höfuðið og sagði: „Það gengur ekkert að mér,“ en hallaði sér áfram í stólnum og studdi höndum undir vanga sér. Allt í einu rétt hún úr sér. „Hvað þetta er heimskulegt. Georg, blessaður, elsku, góði, vertu ekki svona raunalegur. Við skulum tala um morð. Eitthvað æsandi. Mér Ieik- ur forvitni á að vita, hvort Poirot er kominn á slóðina." „Það er of snemmt, að segja nokkuð um það, Ungfrú, sagði Poirot þurrlega. „En þér hafið gert yður einhverjar hug- myndir — er það ekki?“ „Ef til vill. En mig vantar enn mikið af sönn- unargögnum." „Einmitt það!“ Skyndilega stóð hún upp. „Ég er með höfuðverk. Ég held ég verði að fara heim og leggjast fyrir. Mér verður ef til vill leyft að tala við Nick á morgun. Hún gekk út án þess að kveðja. Challenger hleypti brúnum. „Maður veit aldrei, upp á hverju hún kann að finna, þessi manneskja. Það getu,r verið að Nick hafi haft mætur á henni, en ég held að hún hafi ekki haft ýkja miklar mætur á Nick. En, annars er aldrei hægt að átta sig á kvenfólkinu. Hún segir blessaður, elsku, góði seint og snemma, þegar hún ávarpar mig, en ég gæti trúað því að hún meinti „fjandans rægsnið þitt“ miklu fremur. Eruð þér að fara út, Poirot?" Poirot hafði staðið upp og var að strjúka fis af hatt- inum sínum, af mestu vandvirkni. „Já, ég er að fara í bæinn." „Ég hefi ekkert fýrir stafni. Get ég komið með yður. „Vissulega. Mér er það ánægja." Við gengum út úr stofunni, en þegar út var komið, afsakaði Poirot sig og skrapp inn aftur. „Stafurinn minn," sagði hann, þegar hann kom til okkar aftur. Challenger gretti sig ofurlítið. Og sannarlega var stafurinn með gullhólkinum hin mesta ger- semi. Poirot átti fyrst erindi í blómabúð. „Ég verð að senda ungfrú Nick fáein blóm," sagði hann við okkur, til skýringar. Það reyndist erfitt að gera honum til hæfis. Loks valdi hann flúrað gullker og lét fylla það af gulum negulblómum, og síðan skreyta með bláum borða." Blómakonan rétti honum spjald og hann ritaði á það: „Með vinsamlegri kveðju frá Hercule Poirot." „Ég sendi henni fáein blóm í morgun," sagði Challenger. „Ég ætti að senda henni ofurlítið af ávöxtum núna.“ „Tilgangslaust!" sagði Poirot. „Hvað þá?“ „Ég sagði, að það væri tilgangslaust. Matvæli — það leyfist ekki.“ „Hver segir það.“ „Ég segi það. Ég hefi sett reglurnar. Ungfrú Nick hefir verið skýrt frá því, hverjar þær eru. Og hún skilur." „Drottinn minn dýri!“ varð Challenger að orði. Honum varð greinilega hverft við. Hann starði á Poirot. „Það er þá svona, — er það?“ sagði hann. „Þér eruð hræddur — ennþá." 16. KAFLI. Viðtal við Whitfield. Réttar-yfirheyrslurnar voru þurrleg athöfn — lítið annað en „beinin ber“. Fyrst var staðfest hver hinn framliðni væri, síðan gaf ég rnína skýrslu og staðfesti að hafa fundið likið. Síðan kom skýrsla læknanna. Síðan var réttar-rannsókninni frestað í viku. St. Loo-morðið var nú komið á forsíður blað- anna. Það var komið í staðinn fyrir: „Seton er enn ófundinn. Óvíst um örlög hins horfna flug- manns.“ Nú, þegar Seton var dauður og búið var að sýna minningu hans tilhlýðilega virðingu, varð auðvitað að vera til einhver nýr blaðamatur. i staðinn. Og St. Loo-morðinu var þá að sjálfsögðu tekið feginsamlega af blöðunum, sem voru alveg „í hönk“ um fréttir í ágúst-mánuði. Að loknum yfirheyrslunum rakst ég á Poirot. Hann var þá að smokra sér undan blaðamönn- unum. Við hittum að máli séra Giles Buckley og konu hans. Foreldrar Maggie voru elskulegar manneskjur, algjörlega óveraldleg og saklaus eins og dúfur. Frú Buckley var all atorkumikil kona, há vexti og ljóshærð, og bar hún það Ijóslega með sér að hún var af norrænum ættum. Maður hennar var smávaxinn, gráhærður, og framkoma hans öll vandræðaleg. Vésalingarnir, þau voru ákaflega beygð undir þessu óláni, sem hafði hent þau og rænt þau dóttur, sem þau unnu mjög. „Ég skil þetta ekki enn,“ sagði séra Buckley. „Hún er svo elskulegt barn, Poirot. Hæglát og fórnfús — alltaf að hugsa um annara þarfir. Hver getur haft ástæðu til að gera henni mein?“ „Ég skil varla símskeytið," sagði Buckley. „Og morguninn áður höfðum við fylgt henni á braut- arstöðina." „Við erum í hættu á hverri stundu lífsins," muldraði presturinn. „Weston ofursti hefir verið mjög vingjarnlegur við okkur," sagði Buckley. „Hann fullvissar okkur um, að allt sé gert til þess að reyna að hafa uppi á þeim, sem framdi þetta ódæðisverk. Það hlýtur að vera vitskertur maður. Engin önn- ur skýring virðist vera sennileg." „Madame, ég get ekki lýst því eins og ég vildi, hve innilega ég samhryggist yður, — og hvað ég dáist að því, hve vel þér berið þetta áfall.“ „Það myndi ekki færa okkur Maggie heim, þó að ég færi i hnipur," svaraði frúin. „Konan mín er dásamleg," sagði klerkurinn. „Hún er miklu vondjarfari og hughraustari en ég. En þetta er allt svo dularfullt, — það ruglar mig.“ MAGGI 71 r og I RAGGI. 1. Maggi: Við er- um nýbúin að fá bréf frá bróður mínum, sem er í hernum. Raggi: Nei, en hve það var gaman! 2. Maggi: Já. Hvenær fer stóri bróðir þinn í striðið til að berja á Japönum? Raggi: Fyrsta. 3. Maggi: Uss! Þú áttir ekki að segja mér, hvaða mánaðardag hann færi. Það er hern- aðarleyndarmál! 4. Raggi: Já, en ég meinti ekki mánaðardaginn. Ég meinti fyrsta daginn, sem hann fær tækifæri til þess.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.