Vikan - 16.09.1943, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 37, 1943
3
Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógardal,
heilnœmt er heiðloftið tœra —
Nú eru sumarleyfin á enda. Þeir sem
síðbúnastir urðu, eru að tínast
heim, og setjast nú á sína skrif-
stofuklakka, raulandi þetta ljóð Stein-
gríms, rif jandi upp endurminningarnar um
himininn bláan og stóran, sem „lyftist með
Skógarmannaskálinn við Eyrarvatn.
ljóshvolfið skæra,“ — hátt yfir hamra-
kór.“ Og:
,,Hér, uppi’ í hamraþröng
hefjum vér morgunsöng
glatt fyrir góðvætta hörgum:
Viður vor vökuljóð
vakna þú sofin þjóð.
Björt ljómar sól yfir björgum.“
Og ungu meyjarnar og ungu mennirnir,
skóladrengirnir og sendisveinarnir, — allt
þetta fólk, sem átt hefir þess kost að
njóta hins heilnæma og tæra heiðlofts, er
nú að bollaleggja um það, hversu lengi
vetrar því muni geta enzt sá forði fjörs
og hreysti, gleði og góðlyndis, sem það
hefir sótt út í náttúruna og safnað í sjóðu,
í líkama sinn og huga, — á þessum fáu
dögum, sem það mátti njóta frelsis i
fjallasal og fögrum skógardal.
Vér mætum sendisveini á Austurstræti,
á brunandi ferð á hjóli, hlöðnu varningi.
— Langt til sjáum vér að andlitið á
drengnum er ljómandi af ánægju, og vér
heyrum að hann syngur: „fagurt í skógar-
dal“, hástöfum. En þegar hann er að fara
yfir hitaveituhrygginn í Pósthússtræti,
hrökkva nokkrir bögglar af hjólinu. Hann
verður að fara af baki, til þess að hirða
bögglana. En hann fer sér að engu óðs-
lega, því að nú er hann að syngja hend-
inguna: „himininn blár og stór------.“
„Farðu þarna frá, strákur!“ hrópar
önugur bílstjóri, sem ekki kemst yfir
hrygginn, fyrir drengnum, sem er að hag-
ræða bögglunum á hjólinu sínu, — hug-
fanginn af því, að — „björt ljómar sól
yfir björgum.“ Bílstjórar og vegfarendur
atyrða hann miskunnarlaust og hann
færir sig hógværlega út að moldarhrúg-
Yngstu Skógarmennirnir baða sig.
unni við hitaveitu-rennuna, og lítur um
leið til hinna önugu vegfarenda brosandi,
— góðlátlegu sólskinsbrosi. Og það er
eins og lesa megi á svip hans: „Hvers
vegna eruð þið svona önugir, allir! —- Þið
ættuð að vita, hvað ég á mikið af sólskini
til vetrarins. — Vesalingarnir!"
Vér yrðum á drenginn, þar sem hann
stendur við hjólið sitt, og bíður þess, að
Skógarmenn
vaktir til
morgun-
þvottar.
bílarunan og vegfarendurnir, sem hann
hefir stöðvað, komist leiðar sinnar, svo að
hann komist sjálfur áfram líka.
„Um hvað er þig að dreyma, karlinn!“
segjum vér.
„Mig er ekki að dreyma,“ svarar hann
og skellir á oss skjanna-sólskinsgeisla, úr
sínum björtu „kastljósum“. „Ég er í sendi-
ferð!“
„En eitthvað skemmtilegt hefir komið
fyrir þig?“
„Já, mikið! Ég kom úr Vatnaskógi í
gærkveldi, — og þar var gaman að vera,
maður! Þú ættir að koma í Vatnaskóg og
sjá skálann okkar og Eyrarvatn og Lind-
ina og Kirkjuna, — já, maður! — þar er
gaman að vera! Ég ætla að fara þangað
aftur að sumri. Ég er Skógarmaður!“
Hann hendist á hjólið og þýtur vestur
Austurstræti, syngjandi við raust, og
byrjar nú á erindi eftir séra Friðrik, hinn
elskaða foringja allra K. F. U. M. drengja
og Skógarmanna:
„Vér Skógarmenn skulum nú syngja,
svo skerpist vor hugur og mund------.“
I sumar voru tuttugu ár liðin, síðan
fyrsti drengjahópurinn fór til dvalar í
Vatnaskógi á vegum K. F. U. M. í Reykja-
vík. Síðan hafa sumarbúðir verið þar á
hverju sumri, opnar drengjum um og inn-
an fermingaraldurs. Sérstök deild innan
K. F. U. M. hefir vaxið upp af þessu
sumarstarfi, og er orðin ærið fjölmenn, en
Framh. á bls. 13.
Skógarmenn fagna nýjum gesti.
,Kirkja“ Skógarmanna í Vatnaskógi.