Vikan - 16.09.1943, Síða 13
VIKAN, nr. 37, 1943
13
SHIRLEY TEMPLE
MYNDIR
Myndin t. h.:
Þegar Allan leik-
hússtjóri kom á
bakvið leiksviðið
var lögregluþjónn
i þann vegfnn að
taka prófessorinn,
sem leikið hafði
Tómas frænda,
fastan. Frú Drew
var þar líka og
Broshýr.
Myndin t. v.:
Broshýr borðaði til
skiptis kökuna og
súkkulaðið. „Áttu
alltaf súkkulaði og
kökur?“ spurði
liún frú Drew, um
leið og hún bauð
góða nótt.
Frjálst er í fjallasal
Framh. af 3. síðu.
sjálft starfið er einhver vinsælasti og far-
sælasti þátturinn í öllu starfi K. F. U. M. í
Reykjavík. Frá þessu starfi var skýrt hér
í blaðinu í júní 1941, og verður ekki f jölyrt
um það nú. Þess skal þó getið, að nú er
fullgerður hinn mikli og prýðilegi skáli
,,Skógarmanna“ í Lindarrjóðri og þar var
í sumar tekið á móti 6 flokkum gesta
(drengja) í júlí og ágústmánuði, eða sam-
tals 464 dvalargestum, — auk f jölda gesta
annara, sem þangað komu um helgar. T. d.
Voru þar um 500 manns í einu, hinn 1.
ágúst s. 1., þegar skálinn var vígður.
Engum er meiri þörf á því, en skóla-
drengjum og sendisveinum að njóta úti-
vistar í frjálslegu umhverfi, við góðan að-
búnað. Þetta starf Skógarmanna, — sem
þegar hefir kostað mikið fé, mikla sjálfs-
afneitun, — og ákaflega mikið erfiði, sem
þeir hafa sjálfir á sig lagt, — er því mjög
þess vert, að það sé þakkað og því sé veitt
athygli.
Th. A.
f Lundúnaþoku.
Framh. af 4. síðu.
að ég hélt að hún væri öll á bak og burtu.
„Eruð þér að reyna að veiða mig í ein-
hverja gildru?“ heyrði ég svo allt í einu að
röddin spurði.
„Gildru, nei því lofa ég yður upp á æru
og trú, að reyna það ekki,“ svaraði ég,
glaður yfir því, að hún skyldi ekki vera
farin ennþá.
„Vitið þér, hvað ég heiti?“ spurði hún.
„Nei, það hefi ég ekki hugmynd um,“
svaraði ég.
„Dalila,“ sagði hún.
„Nú,“ sagði ég áhugalaust, mér var
sama hvað hún hét, aðalatriðið fyrir mig
var að sjá hana.
„Og þér óskið þess eindregið, að fá að
sjá mig?“ hélt hún áfram.
„Já, náttúrlega," svaraði ég.
Allt í einu stóð hún fyrir framan mig.
Hún var há og grönn, í svartri aðskor-
inni kápu. Á höfðinu hafði hún hatt, en
andlit hennar var hulið að mestu undir
svartri og þykkri slæðu. I gegn um hana
gat ég þó séð tindrandi augu hennar, en
það var líka allt og sumt. Á næsta augna-
bliki var hún horfin.
1 gegnum þétta þokuna heyrði ég
hæðnislegan hlátur hennar, og óminn af
orðunum:
„Hæ, Samson! hæ, Samson!“
Með ósjálfráðum hraða stakk ég hönd-
unum aftur niður í vasa mína, þar sem ég
hafði látið mína endurheimtu muni — en
vasar mínir voru þá tómir.
| Dægrastytting |
M.IMMMII.MMMMI.. IMMMMMIMIMMIMIMMMMIMMHMIl/
Leiðið í Skriðuklausturs-
kirkjugarði.
Jón hét maður og var Einarsson. Hann var um
tíma vinnumaður á Sltriðuklaustri í Fljótsdal;
eftir það fór hann þaðan og dó á Valþjófsstað
fyrir hér um bil 16 árum (1860). Þegar hann var
vinnumaður á klaustrinu, dreymdi hann eina nótt,
að maður kom til hans í svefni; hann sagðist eiga
gröf í landsuðurhorni kirkjugarðsins, og bað hann
að grafa sig upp aftur, og snúa leiði sínu í norð-
ur og suður, gagnstætt því sem annara leiði snúi,
því hann sé ekki verður að liggja, eins og aðrir
framliðnir. Jón vaknar við þetta og þykist sjá á
eftir manninum, er hann fer burtu. Eftir það sofn-
ar Jón aftur, og hirðir ekki um drauminn. Dreym-
ir hann þá enn sama manninn, og þykir hann
þá koma til sín með meiri alvörusvip, en hið
fyrra sinn, og spyrja sig, hvort hann ætlaði að
gjöra það fyrir sig, að grafa sig öðru vísi, en
aðrir menn. Jón vaknar við það, og þykist sjá,
er hinn dauði gengur frá sér aftur. Jón fer enn
og sofnar, og dreymir hinn sama mann í þriðja
sinn. Þykir honum hann nú vera með reiðisvip
og segja: ,,Þú skalt hafa verra af því, ef þú
gjörir ekki þetta fyrir mig.“ Vaknar Jón þá, og
þykist enn sjá manninn, í því hann fer frá rúm-
inu. Einsetur Jón sér nú að grafa upp leiðið þeg-
ar daginn eftir, þar sem hinn hafði til tekið. Eftir
það sofnar Jón, og sefur til morguns. Þegar Jón
er kominn á fætur, tekur hann sér reku í hönd,
fer út í kirkjugarð, og grefur upp leiðið, sem
honum var tilvísað, kemur þar niður á mannsbein,
og grefur þau aftur gagnstætt því, sem aðrir
liggja, i norður og suður, gengur svo vel frá gröf-
inni og gjörir upp leiðið, og er það eina leiðið,
sem svo snýr i kirkjugarðinum á Skriðuklaustri,
og hefir aldrei borið neitt á hinum framliðna
síðan. (J. Á. Þjóðsögur).
Orðaþraut.
ERL A
EIÐI
S JÓR
ALD A
INNI
ÖLIN
KR AP
KINN
E YN A
Fyrir framan hvert þessara orða skal setja
einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan
frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það
lærdómstitill.
Sjá svar á bls. 14.
Vísa um „hann“.
Hann er að pínast hólnum á,
hann er að grína’ i skárann,
hann er að brýna harðann ljá,
hann er að sýnast við að slá.
Að reisa skemmu.
Listamaðurinn reisir saman litlu fingurna eins
og sperrukjálka, leggur baugfingurinn á vinstri
hendi niður í greipina milli litlafingurs og baug-
fingurs á hægri hendi, reisir saman löngutöng á
vinstri hendi og baugfingur á hægri hendi, setur
löngutöng á hægri hendi í greipina milli löngu-
tangar og sleikifingurs á vinstri hendi og reisir
svo sleikifingurna og þumalfingurna saman. Þá er
komin skemma með sperrum og bitum.
Nefið mitt forna.
Einu sinni var tekin gröf að líki á kirkju-
stað. Þar bar að mann einn keskinn og glens-
mikinn. En i því kom upp hauskúpa stór úr gröf-
inni. Maðurinn skoðaði hana um stund, og hafði
það einkum í skopi, hvað nefið hefði verið stórt
á manni þessum í lifanda lífi, því nefbeinið var
geysimikið og íbjúgt. Af þvi grafarmennirnir
tóku ekkert undir það með honum lagði hann
bráðum af sér hauskúpuna og gekk í burtu. Nótt-
ina eftir dreymdi hann, að honum þótti koma til
sín kona heldur stórskorin með bjúgt nef og
mikið og kveða þetta:
Lastaðu ekki nefið mitt foma,
ekki skapti sjálfa sig
ein heiðarlig
seimþorn noma.
Smalagollur.
Víða er það siður, að gera smölunum einhverja
minningu fyrir trúa geymslu sauðfjárins á sumr-
in, og hefi ég heyrt, að það væri með þrennu
móti, síðan smalabúin hættu. Það er víðast siður
enn, að gefa smölunum „stekklamb" á vorin, sem
bóndinn tekur af smalanum á haustin, og fóðrar
fyrir hann fyrir ekkert veturinn eftir. Þetta geng-
ur svo koll af kolli, og oft eru þessi stekklömb
eða ,,smalalömb“ fóturinn undir bústofni smalans
á síðan, ef hann er samhaldssamur. 1 Múlasýsl-