Vikan


Vikan - 30.09.1943, Side 1

Vikan - 30.09.1943, Side 1
Nr. 39, 30. september 1943. á Akureyri Vér birtum nú á forsíðu mynd af Sigurði Guðmundssyni skólameistara og grein eftir hann um framtíð skól- ans. iMenntaskólinn á Ak- ureyri á sér merkilega * sögu og er drepið á helztu drætti hennar í framhaldi af pví, sem skólameistari Titaði fyrir oss. Þér hafið, 'hr. ritstjóri, mælzt til þess, að ég ritaði örfá orð um framtíð Mennta- skólans á Akureyri. Slíkt er, í raun réttri, eigi á færi annarra en spámanna. En því miður gleymdist skaparanum að gefa mér spámannsauga. Eg er því harla ófróð- ur um, hvað bíður Menntaskólans á Akur- .eyri á ferli ára og alda. En af því að það er vinsemd við þessa norðlenzku mennta- stofnun, að fræða lesendur „Vikunnar" um hana og sögu hennar, sæmir eigi annað en ég, að ofurlitlu leyti, verði við bón yðar. Má þá drepa á, hverjum breytingum á skólanum má búast við, nokkrar umbætur á honum, er míg dreymir um, og hvað það er, sem ég einkum óttast, að honum stafi hætta af. Menntaskólum (eða stúdentaskólum) er ætlað það hið tvöfalda hlutverk, að búa nemendur sína undir háskólanám og veita þeim svo-kallaða almenna menntun. Ekki virðist og f jarri lagi, að það væri eitt hlut- verk menntaskóla, sem annarra skóla, að veita nemöndum sínum, eftir því sem kost- ur er á, nokkurt uppeldi í víðtækari merk- ingu, glæða í þeim drengskap og þegnskap, áhuga á að láta gott af sér leiða og gott frá sér leggja, bæði í garð þjóðfélags og förunauta. Ekkert virðisteðlilegra, enþjóð- Framhald á bls. 3.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.