Vikan - 11.11.1943, Síða 14
14
VIKAN, nr. 45,. 1943
Ef tveir kveða í einu, sína visuna hver, skemmt-
ir maöur skrattanum.
Ef maður veifar í kringum sig staf, eða keyri
eða tág, eða einhverju því, sem þytur kemur af,
þá fælir maður frá sér heilagan anda. Aðrir segja:
„Það má ekki, því enginn veit, hvað í loftinu býr.“
Ekki má eta eymamark af kindarhöfðum, þá
verður maður sauðaþjófur.
Ekki má drepa færilús, þá verður maður aldrei
heppinn með sauðfé.
Ekki má kveða eða syngja í búri, því þá kveður
maður sult í búrið, eða „syngur óblessun í búrið.“
Ekki má bera hrafntinnu í bæ, hún vekur ósam-
lyndi milli hjónanna.
Ef börn blóta, kemur svartur blettur á tunguna
á þeim.
Dœmið eigi
Framhald af bls. 4.
„Ég, sem var viti mínu fjær yfir þessu
hræðilega atviki, gaf frænda mínum bend-
ingu, hann gekk að ókunnuga manninum
og sagði við hann:
„Ef ég áliti yður djarfari, herra minn,
mundi ég ekki láta þær tilfinningar í ljósi
í orðum, sem þessi óhæfa framkoma yðar
vekur.“
Liðsforinginn horfði á mig með ein-
kennilegu augnaráði. En þegar frændi
minn skellti á hann móðguninni, deplaði
hann augunum mjög og lokaði þeim svo
alveg, eins og hann þjáðist meira en með
orðum væri lýst. Kinnar hans gátu ekki
orðið fölari en þær voru, og varirnar urðu
nú alveg hvítar.
Hann sagði ekki orð.
Þögn hans gerði mig alveg hamslausa,
ég trúði ekki, að svona kröftugur maður
gæti verið svona ragur, og í reiði minni,
vonbrigðum og forvitni vildi ég koma hon-
um í hann krappann. Með spotti í augna-
ráði og röddu, sagði ég þess vegna við
frænda minn:
„Löðrungi þínum mundi vera illa komið
fyrir, René! Þessi maður mundi ekki einu
sinni hafa kjark til þess að lyfta hendinni,
og láta sem hann ætlaði að endurgjalda
hann.“
Eg hafði varla sleppt orðinu, þegar ég
sá, hvað ég hafði talað, hryllilega í æði
mínu.
Sérhver dráttur í hinu náföla andliti
afmyndaðist ægilega í hinni örvæntingar-
fullu baráttu, sem hann átti við sjálfan
sig. Svo stamaði hann með röddu, sem ég
gleymi ekki meðan ég lifi — röddu, sem
móðgunin gerði daufa og hljómlausa, rödd,
sem var eins og niðurbældur ekki:
„Ég er ekki ragur, ungfrú, en þér eruð
miskunnarlaus. 1 grimmúð yðar, reynið
þér að komast að íejmdarmáli, sem engin
skömm er að, og Sém þó næstum er skömm
fyrir mig, sem hefi verið stoltur af krafti
mínum og hugrekki. Ekkert er mér erfið-
ara en að sætta mig við óhamingju mína,
og ekkert er mér leiðara en að biðja um
meðaumkun annarra manna — og einkum
yðar, ungfrú. En þér vilduð það, og hlustið
þess vegna á játningu mína. Árið 1870 var
ég liðþjálfi í verkfræðingaherdeildinni og
var með í því, að sprengja brúna við Vern-
euil í loft upp, til þess að varna Prússum
vegar, og þar mörðust báðir handleggirn-
ir af mér upp að olnboga. Ég er svo ólán-
samlega hjálparvana, að ég get ekki einu
sinni sannað það fyrir yður, að ég sé ekki
huglaus, því að ég get ekki tekið sveip-
kápuna af mér til þess að sýna yður, að
ég segi satt.“
Þegar dregið var úr geðshræringunni,
sem þessi sára minning vakti, hélt ungfrú
Vaubert áfram.
„Ég hríðskalf, og mér var orðið ískalt
af að heyra þessa játningu."
Frændi hennar, René Dubrail, var kom-
inn að henni; en án þess að taka eftir hon-
um hélt hún áfram:
„Ég var svo yfirbuguð, eyðilögð og
óttaslegin yfir því, sem ég hafði gert, að
maðurinn með sveipkápuna var horfinn,
áður en ég var búin að fá svo mikið vald
á tilfinningum mínum, að ég gæti beðið
hann um fyrirgefningu."
„Og það er ég, sem hefi fengið að gjalda
þess,“ greip René Dubrail fram í fyrir
henni. „Frá þessum tíma hefir hin fagra
frænka mín aldrei lofað mér að minnast á
hjónaband við sig, og hún hefir aldrei get-
að fyrirgefið mér þessa miskunnarlausu og
ósanngjörnu framkomu sína.“
Svör við spurningum á bls. 4.
1. Istanbul.
2. Þriðja kona Claudiusar, rómverska keisar-
ans.
3. Á tímum Alexanders mikla.
4. Nei.
5. Dickens og Browning.
6. Sinclair L'ewis.
7. 1 Valiadolid á Spáni árið 1506.
8. Rothschildfjölskyldan.
9. Rússneskt strengjahljóðfæri.
10. Nei.
Grace Thorpe dóttir Jim Thorpe, sem er mikill
knattspyrnumaður og yfirleitt ágætur í öllum
íþróttum.
Vikunnar.
Lárétt skýring:
1. óregla. — 11. sáldra. — 12. á litinn. — 13.
skjóða. — 14. ask. — 16. vera til. — 19. erfið-
leikar. — 20. siður. — 21. kindina. — 22. þyngd-
areining. — 23. sýnileg. —27. sk.st. — 28. kraft-
ur. — 29. sekkurinn. — 30. vatnagróður. — 31.
tala. — 34. máttarviður. — 35. skemmtilegu við-
fangsefnin. — 41. láta dæluna ganga. — 42. ill-
deilumar. — 43. skemmdum hlutum. —■ 47. for-
setning. —■ 49. tónn. ■— 50. útlim. — 51. stramm-
ari. — 52. málæði. ■—■ 53. hryðja. — 56. sk.st. —
57. dagur. — 58. gróða. — 59. blómjurt. —• 61.
heilt. — 65. grútarlampa. — 67. lít. — 68. ein-
sömul. — 71. mánuð. — 73. hamingja. — 74. bú-
staður langt frá sjó.
I.óðrétt skýring:
1. lofa. — 2. brigð. — 3. þyngdareining. — 4.
drykkjustofa. -— 5. samþykki. — 6, sk.st. — 7.
glöð. — 8. verkfæri. — 9. véllíðan. — 10. skraut.
— 11. samtök til að verjast óhöppum. — 15.
of mæli í tilkynningum. — 17. tilfallna eign. —
18. hjól. — 19. auki. — 24. iðka. — 25. glóð. —•
26. blað. — 27. ótrú. — 32. 1. bekkingar. — 33.
líffæri. — 35. áræði. — 36. hljóð. — 37. herma
eftir. — 38. málmur. 39. gnípu. — 40. lærði. —1
44. óbundinn. — 45. bugast. -— 46. sjá eftir. —
48. duldi. — 49. rekkjóð. — 54. fæðu. — 55. rit.
— 57. rómversk tala. — 60. gjálífi. ■—- 62. skrá.
— 63. brún. — 64. þomi. — 66. ámæli. — 68.
tvíhljóði. — 70. frumefni. —- 71. bókstafsheiti. —
72. forsetning.
Lausn á 207. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: — 1. Mýrdalssandur. — 11. mát. — 12.
ása. — 13. æm. — 14. rót. — 16. ofar. *— 19. agir.
•— 20. röð. — 21. æki. — 22. óma. -— 23. vé. —
27. fá. — 28. ata. — 29. skortur. — 30. hör. —
31. la. — 34. NB. — 35. hvílunautum. — 41.
aðrar. — 42. æruna. ■— 43. ávinninginn. -— 47. ró.
— 49. áð. -— 50. efi. — 51. spámenn. — 52. æra.
•— 53. pá. — 56. s.s. — 57. slý. — 58. gæf. —
60. veg. — 61. ultu. — 65. kugg. — 67. rör. —
68. arg. — 71. svo. ■— 73. lóa. — 74. náttúru-
lögmál.
Lóðrétt: — 1. máf. — 2. ýtar. — 3. dá. — 4„
ask. — 5. la. — 6. sæ. — 7. arm. -— 8. NN. —<-■
9. urga. — 10. rói. — 11. Mosvallahreppur. —
15. trúarbragðasaga. — 17. rök. — 18. skærin,
— 19. ami. — 24. éta. — 25. skál. — 26. augu.
— 27. fön. — 32. Svava. — 33. tuma. — 35. hrá.
— 36. Iri. —- 37. unn. — 38. ann. — 39. tæi. —■
40. mun. — 44. næpa. — 45. ilmsæt. — 46. gína.
— 48. ófá. — 49. árs. — 54. ól. — 55. sek. —
57. strá. — 60. Gulá. — 62. lön. — 63. frú. — 64.
tvö. — 66. gól. — 68. at. — 70. gr. — 71. s. L
— 72. og. — i