Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 6
6 gramur yfir þvi að vera truflaöur í spilamennsk- unni, sem var aðalskemmtun hans. „Þú vilt fara óvenjulcga snemma," sagði hann gremjulega og ásakandi. „Ég er þreytt,“ sagði unga stúlkan og horfði á föður sinn, um leið og hún undraðist, hvernig móðir hennar, sem hafði verið svo fögur, hefði orðið ástfangin af þessum manni, sem var með svo grimmdariegt andlit og kuldaleg, ljósblá augu. En svo hugsaði Sergia, eins og svo oft áður, að faðir hennar hefði kanske verið allt öðruvísi, ef móðir hennar hefði lifað. En enginn gat lesið þær hugsanir, sem voru bakvið þetta fagra og hreyf- ingarlausa andlit; hinn dapri og hrjáði svipur augna hennar, þegar hún beið eftir föður sínum við stigann, hvarf um leið og hann kom með Carrillion lávarði. Þegar sá síðarnefndi lagði hina mjúku, hvítu kvöldkápu á herðar hennar, hugsaði hann með sér, að lafði Sergia hefði aldrei verið svona dá- samlega falleg eins og í kvöld, og hann gat ekki stillt sig um að spyrja allra lotningarfyllst, hvort hann mætti heimsækja hana daginn eftir. Þessi spurning virtist eitt augnablik vekja hana úr tómlæti hennar; hún vissi vel, hvað heimsókn Carrillions mundi þýða, og hún svaraði kuldalega, að hún hefði þvi miður svo mikið að gera á morgun, að hún gæti ekki tekið á móti heimsókn. Þjónninn lokaði hurðinni. Sergia hallaði sér þægilega aftur, um leið og hin glæsilega bifreið ók af stað. Hún vildi ekki hefja samræður við föður sinn, því hún fann vel, að hann var gramur yfir því, hvemig hún hafði talað við Carrillion lávarð. — Hún vissi það ofurvel, að faðjr hennar vildi gjarna, að hún giftist, ekki af því að hann væri að hugsa um hamingju hennar, heldur af því, að hjónaband hennar mundi gera hann frjálsari og óháðan. Harold Wieme hataði að bera ábyrgð á einhverjum, þess vegna vildi hann gjarna losna við Sergiu. Jafnvel þegar hamingja hans hafði verið allra mest, var hann fram úr hófi eigin- gjam maður. Það vissi Sergia vel, og þar sem hún sat þarna í rökkrinu, varð hún aftur óendan- lega döpur og raunamædd á svip. Hvað gat fram- tíðin boðið henni upp á annað en ennþá fleiri peninga og hærri þjóðfélagslega stöðu? En gefið henni frið í hjarta gat hún ekki. Og hvers átti hún svo að minnast? Henni hryllti við, þegar hún minntist þess hræðilega tíma, þegar hún og faðir hennar höfðu ferðast um meginlandið; faðir hennar hafði eytt nóttunum við spilaborðið, á meðan hún sjálf sat einmana og yfirgefin á fá- tæklegu gistihúsi og skorti hið nauðsynlegasta. Fyrirlitningar bros leið yfir varir hennar, þegar hún hugsaði til þess, hvað allir urðu allt í einu elskulegir, þegar faðir hennar erfði titilinn og óðalið Stanchester, og allir þeir, sem áður höfðu virt hana að vettugi eða gleymt henni í einveru og einstæðingsskap hennar, flykktust nú um hana til þess að hylla hana í auðæfum hennar og dýrð. Allir voru sammála um, að lafði Sergía þyrfti aðeins að sýna sig 'til ‘þess að verða mest dáða konan meðal heldri mannanna, og Stanchester lá- varður hlakkaði til, þegar hann hugsaði til þeirra góðu gjaforða, sem stóðu dóttur hans til boða, en eftir því sem leið á samkvæmistimann, tók hann að gerast óþolinmóður og gramur yfir því, að hún hryggbraut hvern biðilinn á fætur öðrum. Þar sem hann sat hér í bifreiðinni — kallaður frá spilaborðinu, aðeins vegna duttlunga hennar — spurði hann óánægður sjálfan sig, hvað Sergia í rauninni meinti með þessari framkomu sinni í garð þessara ágætu manna, sem höfðu beðið hennar. Hann hafði tekið eftir, hvað hún var fálát við Carrillion lávarð og óttaðist nú, að hún mundi líka hryggbrjóta hann. „Ég skil þig ekki, Sergia," sagði hann loks ergilega; ,,þú veizt, að Carrillion lávarður er ekki vanur eyðslusemi á ljúfmennsku sína, og þegar hann svo sýnir þér þá virðingu að fylgja þér að bílnum og tekur tillit til þín eins og þú værir prinsessa; þá ferðu með hann eins og hann væri auðvirðilegur þjónn.“ Sergia hlýddi þegjandi á beizkyrði föður síns, en þó að hann gæti ekki séð andlit hennar, þá fann hann, að hún bjó yfir einhverju óþægi- legu handa honum. ,,Ég hefi ákveðið að fara til Stanley Towers á morgun,“ sagði hún loks, köld og róleg. Stancheester lávarður hrökk beinlínis við, þegar hann heyrði þetta. ,,Þú ætlar í burtu á miðjum skemmtanatím- anum?" sagði hann hissa og gremjulega. „Þú hlýtur að vera vitlaus!“ „Ég er þreytt á því að vera hérna í London,“ sagði unga stúlkan rólega. „En þú þarft ekki að láta það ónáða þig neitt; lafði Marion vill gjarna koma með mér.“ Á þessu augnabliki stanzaði bíllinn fyrir fram- an hús þeirra, og Stanchester lávarður hætti þess vegna við að svara. Þegar þau voru komin inn í forstofuna rétti Sergia honum höndina. „Það er betra, að ég kveðji þig núna, pabbi,“ VIKAN, nr. 46, 1943 sagði hún rólega, „því annars fæ ég víst ekki tækifæri til þess, ég legg af stað snemma í fyrramálið.“ ,,Ég get alls ekki skilið þig,“ sagði Stanchest- er lávarður og pataði óþolinmóður út í loftið. „Mér finnst þú vera vanþakklát stúlka. Þú hafn- ar hverju gjaforði á fætur öðru. Ég veit ekki, hvað þú vilt, nei, það sver ég, að ég veit ekki!“ „Ég vildi gjarnan," byrjaði Sergia, en svo hætti hún og hló allt í einu: „Þú hefir á réttu að standa, ég hefi allt, sem heimurinn getur veitt mér fyrir peninga — ég er lafði Sergia Wienne, en er það svo mikið, sem ég þarf að vera þakk- lát fyrir — þegar ég hefi ekki einu sinni frjáls- ræði ?“ Lafði Sergia horfði beint í augu föður síns, og. þegar Stanchester lávarður sá augnaráð dótt- ur sinnar, gleymdi hann hinu reiðilega svari sínu, sem hann var með á vörunum; þegar augu Sergiu voru svona, óttaðist hann næstum dóttur sína, sem hann hafði veitt svo litla föðurlega um- hyggju. En hann hataði reiðiuppþot, og hneigðl sig því þegjandi fyrir dóttur sinni, þegar hún hneigði höfuðið, án þess að rétta honum höndina; hann stóð og horfði undrandi á hana, meðan hún gekk rólega stigann, sem lá upp á efstu hæð. Hann skildi hana alls ekki, og sjálfstæði henn- ar fór í taugar hans, eins og það særði líka hégómagirnd hans, að hún sýndi honum svona litla hlýðni. Hann gat ekki gert að því, að hann bar hana saman við konu sína, sem löngu var dáin, hún hafði elskað hann svo innilega; en hann gleymdi alveg, að það var honum sjálfum að kenna, að Sergia hafði aldrei þótt vænt um hann. I barnæsku hennar hafði hann alltaf verið kaldur og gramur við hana, þegar hún hafði komið til hans í hinni barnslegu ást sinni og trausti; en þegar hún svo fann, að föður hennar var sama um hana, hafði framkoma hennar orðið svona kuldaleg, fálát og stolt, sem næstum virt- ist vera henni eðlileg nú. Þar sem Stanchester stóð og horfði á eftir dóttur sinni, hugsaði hann aðeins um, hvað hún væri sér vanþakklát; sér, sem hún átti þó að þakka þjóðfélagslega stöðu sína, sem var göfug og mikils metin, og honum gramdist svo fram- koma hennar, að hann langaði til að minna hana á það, sem hún átti honum að þakka. En hann gerði það samt ekki, en undir eins og Sergia var horfin, sneri hann við og ók, eins og hún hafði sagt fyrir, til klúbbs síns, þar sem hann eyddi nóttinni við að spila. Erla og unnust- inn. Oddur Nú s k a 1 ég láta verða af Erlu — strax og hún kemur inn — mér — ekkert! því að biðja hennar ekkert getur aftrað Erla; Elsku vinur! Er þetta ekki dásamlegt? Við sitjum hér tvö ein, höllumst hvort að öðru og horfum á tunglið! Oddur: Já, ástin mín! Tunglið horfir á okkur og langar til að tala, og ég veú hvað það muni vilja segja — Oddur: Ástin mín! Ég hefi lengi beðið eftir þessari stund — Ráöskonan: Kjötkaupmaðurinn er í símanum og er að spyrja eftir Erlu ég Þarf að segja dálítið sérstakt við þig — ég þrái svo rr.ikið, Erla: Ég verð enga stund, Oddur minn. Ég bað hann um að láta mig strax vita, að — að spyrja — hvort — hvort — ef hann fengi egg — Erla: Elsku, hjartans vinurinn minn! Oddur: Svona fer það alltaf — skyldi það vera þetta, sem menn kalla rómantík?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.