Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 46, 1943 13 Þjóðminjastifnid. Framhald af bls. 3. mjög og tala gesta jókst að sama skapi. Nú var og veitt meira fé til skápa og skrifstofugagna og til að launa gæzlu- mönnum og fjárveiting til gripakaupa hækkuð að mun. Gamli vefstóllinn, sem tíðkaðist hér á landi fram á siðustu öld. Upp í hann er sett, og ofið að nokkru leyti, einskeptubrekán, og gerði það Gunnar Hinriksson vefari, eftir gamalla manna fyrirsögn. Beggja vegna við vefstólinn ©ru gamlir skotrokkar; frábrugðnir þeim rokkum, er nú tíðkast, að því leyti, að snældu-umbúningurinn er vinstra megin við hjólið á sérstökum stól, en ekki uppi yfir því. Annar rokkurinn er smíðaður af Snorra presti Björnssyni á Húsafelli (d. 1803). Sigurður fornfríeðingur Vigfússon. — Hann var, 17. janúar 1878, kvaddur til að vera umsjónarmaður Forngripa- safnsins, vegna þekkingar á íslenzkum fomgripum „og vilja til að efla fram- farir hins íslenzka Forngripasafns.“ Nú hefir verið lítillega lýst stofnun og þróun einnar merkustu stofnunar, sem Is- lendingar eiga. Rúmsins vegna er hér ekki hægt að segja mikið meira um hana og hið stórmerka starf þjóðminjavarðar. Undir hans eftirliti er hið svokallaða »,Húsasafn,“ það eru eftirtaldar bygging- ar; Víðimýrarkirkja, Grafarkirkja, Glaum- bær, Grenjaðarstaður, Burstafell og Keld- ur 4 Rángárvöllum. Hann sér um skrá- Setning og rannsókn flestra fornleifa um Framhald á bls. 15. Pálmi yfirkennari Pálsson. Hann var umsjónamaður safnsins frá 1892 til 1. okt. 1896. ^mimiHimMiumiirinriimuiiMiiiiiiiitiniumrmiimmmmmimmummmir,,, í Dægrastytting | 'r mimrmiiimniitniimiiiiimiiii vmiiimiimiimimmmmumuiM^ Örðaþraut. L JÓÐ ÆRIÐ N AÐS HUN A ÆG J A LINA ÆSIR R ATI LIN A E’yrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan írú og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það orð, sem notað er yfir sérstaka gerð farartækja. „Ekki er gaman að guðspjöllunum.“ „Ekki er gaman að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn," sagði kerlingin. ,,Og verri eru Framhald á bls. 14. Jón landsbókavörður Jakobsson. (Sjá um hann í 36. tbl. Vikunnar). Hann var umsjónarmaður safnsins frá því í októ- ber 1896 til 1. janúar 1908. Oblátudósir frá Bessastöðum. Þær eru úr safni því, sem Jón konsúll Vídalín og kona hans gáfu safninu 1907. Dósirnar eru úr silfri, gyltar, smíðaðar 1774 af Sigurði Þorsteinssyni gullsmið í Kaupmannahöfn, gefnar Bessastaðakirkju af Ólafi stiftamtmanni • Stefánssyni. Þessi hluti af salakynnum Þjóðminjasafnsins er kall- aður „fornöldin." tír „Skrúðhúsi" Þjóðminjasafnsins, gamlir kirkjugripir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.