Vikan


Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 18.11.1943, Blaðsíða 11
 VIKAN, nr. 46, 1943 11 Höfundurinn: Agatha Christie Ný framhaldssaga: ........................................................................................................................................iiiiiiiimiiir/ Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTIE lll■llllllllllllllllll■■l■ll■ll■llllllln■ll■llll■llll■'llllll■llll"■lllllllllllllll""■l"l"llll■*ll■ll■lllll'■llllll"■lllllll■llllllllllll■llll■lll"■llllll■llll'lllllll■l Hercule Poirot Ég stóð við hurðina, sem er hér á milli, í gær- kvöldi, og mér fannst ég heyra hann koma við húninn. Ég skal segja yður það, að ég yrði ekkert hissa, þó ég frétti, að hann væri mörðingi — einn af þessum járnbrautarræningjum, sem mað- ur les um. Það getur vel verið að þetta sé heimskulegt af mér, en það er nú svona samt. Ég er dauðhrædd við manninn! Dóttir mín sagði, að ég mundi fá góða ferð, en mér líður einhvern veginn ekki vel, mér finnst eins og eitthvað muni koma fyrir — áreiðanlega. Ég skil ekki, hvernig þessi elskulegi, ungi maður þolir að vera ’einka- ritari hans.“ Arbuthnot ofursti og Mac Queen komu eftir ganginum. „Komdu inn í klefann minn,“ sagði Mac Queen, það er ekki búið að búa um enn þá. Mig langar til að vita, hvað lögreglan á Indlandi —.“ Mennirnir gengu fram hjá þeim og inn í klefa Mac Queens. Frú Hubbard bauð Poirot góða nótt. „Eg ætla að fara beint i rúmið og lesa,“ sagði hún. „Góða nótt.“ „Góða nótt frú.“ Poirot gekk inn í klefa sinn, sem var sá næsti hinumegin við klefa Ratchetts. Hann háttaði sig og lagðist upp í rúmið, las hérumbil hálftíma og slökkti siðan ljósið. Hann vaknaði nokkrum klukkustundum síðar, hrökk upp úr svefninum, Hann vissi, hvað hafði vakið hann, há stuna, næstum óp, einhversstaðar mjög nálægt. Á sömu stundu heyrðist skerandi bjölluhringing. Poirot reis upp og kveikti á ljósinu. Hann tók eftir því að lestin stóð kyrr — að öllum líkindum við járnbrautarstöð. Þetta óp hafði gert honum bilt við. Hann mundi, að Ratchett bjó I næsta klefa. Hann stóð upp úr rúminu og opnaði hurð- ina, einmitt þegar lestarþjónninn kom hlaupandi eftir ganginum og barði á hurð Ratchetts. Poirot hafði hurð sína svolítið opna og var á verði. — Lestarþjónninn barði i annað sinn. Bjalla hringdi og ljós kviknaði yfir annarri hurð lengra í burtu. Lestarþjónninn leit um öxl. 1 þvi hrópaði rödd innan úr næsta klefa: „Það er ekkert, mér hefir skjátlast.“ „Allt í lagi, herra minn.“ Lestarþjónninn þaut áfram, að hurðinni þar sem ljósið var. Poirot fór aftur í rúm sitt, miklu rólegri og slökkti ljósið. Hann leit á úr sitt. Klukkuna vant- aði tuttugu og þrjár mínútur í eitt. 5. KAFLI. Glæpurinn. Honum fannst erfitt að sofna strax aftur. Hann saknaði líka hristingsins í járnbrautinni. Ef þeir voru á járnbrautarstöð, þá var hún einkennilega róleg. En á hinn bóginn var hávaðinn í járnbraut- arlestinni óvenjulega mikill. Hann gat heyrt í Ratchett, sem gekk um i næsta klefa. Hann heyrði, þegar hann skrúfaði frá vatninu, þegar vatnið rann í þvottaskálina, og þegar hann skrúf- aði fyrir vatnið aftur. Þáð var gengið um gang- inn, einhver, sem var á inniskóm dró fæturna eftir gólfinu. Hercule Poirot lá vakandi og horfði upp t loftið. Hversvegna var allt svona rólegt á stöðinni fyrir FnrsílP'a • Hercule Poirot er á leið o frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þau Mary og ofurstinn þekkjast lítið eitt. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri járnbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með járn- brautinni. Á Tokotlia gistihúsinu sér Poi- rot tvo Amerikumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, Mac Queen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vernda sig, af þvi að hann er hrædd- ur um líf sitt. Poirot neitar. utan ? Hann, var þurr i hálsinum. Hann hafði gleymt að biðja' um sódavatnsflösku, sem hann var vanur að hafa hjá sér. Hann leit aftur á klukkuna. Hún var kortér yfir eitt. Hann ætlaði að hringja i lestarþjóninn og biðja um sódavatn. Hann teygði sig í bjölluna, en hætti við að hringja, af þvi að hann heyrði hringingu. Maður- inn gat ekki svarað ölum hringingunum í einu. Það var hringt aftur og aftur. Hvar var mað- urinn? Einhver var orðinn óþolinmóður. Bjallan hringdi stöðugt, það var einhver, sem tók ekki fingurinn af hnappnum. Allt í einu heyrðist maðurinn koma hlaupandi eftir ganginum. Hann barði á hurð nálægt klefa Poirots. Hann heyrði raddir — rödd lestarþjónsins, virðingarfull og afsakandi; og kvenmannsrödd, ákafa og fljótmælta. Frú Hubbard! Poirot brosti með sjálfum sér. Þræturnar héldu áfram nokkurn tíma þ. e. a. s., ef þetta var rifrildi. Niutíu prósent af því, sem sagt var, sagði frú Hubbard, hin tíu prósentin lestarþjónninn. Að lokum virtist allt vera komið, í lag. Poirot heyrði greinilega „Góða nótt, frú,“ og hurð, sem lokaðist. Hann setti fingurinn á bjölluna. Lestarþjónninn kom strax. Honum var heitt og hann var þreytulegur. „Viljið þér gera svo vel, að færa mér sóda- vatn?“ „Já, herra.“ Það var ef til vill kímnin í augna- ráði Poirots, sem kom honum til að segja: „Amer- iska konan — „Já?“ Hann þurrkaði af enni sínu. „Hugsið yður, allan þann tíma, sem ég hefi verið að reyna að sefa hana. Hún heldur því ákaft fram, að það sé maður i klefa hennar. Hugsið yður, herra. 1 svona litlum klefa,“ hann pataði út í loftið. „Hvar ætti hann að fela sig? Ég þrætti við hana. Ég benti henni á að það væri ómögulegt. En ekkert dugði. Hún segist hafa vaknað við að maður hafi verið inni hjá sér. En þá spurði ég hana, hvernig hann hefði getað farið út, en samt skilið eftir lykilinn að innanverðu í læstri hurðinni ? En hún vildi ekki hlusta á mig. Eins og það sé nú ekki margt ann- að til þess að hafa áhyggjur út af núna. — Snjórinn —. „Snjór?“ „Já, herra. Hafið þér ekki tekið eftir þvi, að lestin hefir stöðvast. Við erum föst í snjóskafli. Guð einn veit, hvað við verðum hér lengi. Ég man eftir, að við vorum einu sinni fastir í snjó í heila viku.“ . „Hvar erum við staddir?“ „Á milli Vincovi og Brod.“ „Jæja,“ sagði Poirot gremjulega. Maðurinn skrapp í burtu, en kom aftur að vörmu spori með sódavatnið. „Góða nótt, herra minn.“ Poirot fékk sér vatnsglas og hagræddi sér und- ir svefninn. Hann var rétt að festa blundinn, þegar eitthvað vakti hann aftur. 1 þetta skipti var eins og barið væri harkalega á hurðina. Hann stökk upp, opnaði hana og leit fram. Það var ekkert. En til hægri, lengra inni á gang- inum, gekk kona á rauðum slopp. 1 hinum enda gangsins sat lestarþjónninn á litla stólnum sin- um og var að reikna eitthvað á stórar pappírs- arkir. Alls staðar var dauða þögn. „Taugar mínar eru auðsýnilega í ólagi,“ hugs- aði Poirot með sjálfum sér og fór í rúmið aftur. 1 þetta sinn svaf hann til morguns. Þegar hann vaknaði aftur, var lestin enn kyrr. Hann lyfti upp gluggatjaldi og leit út. Háir snjó- skaflar voru allt í kringum lestina. Hann leit á klukkuna og sá, að hún var yfir niu. Þegar klukkuna vantaði kortér í tíu, gekk hann inn borðstofuvagninn — prúðbúinn eins og alltaf, en þar ríkti allsherjar eymdarástand. Allir voru bræður í þessu sameiginlega óhappi. Frú Hubb- ard var hávaðasöm i kveinstöfum sínum. „Dóttir mín sagði, að ekkert i heiminum væri auðveldara. Bara sitja í lestinni, þangað til ég kæmi til Parrus. Og nú verðum við kannske að bíða hér í marga daga og skipið mitt siglir hinn daginn. Hvernig á ég að ná því nú? Ég get ekki einu sinni sent skeyti til þess að afþakka farmiða minn. Mér líður alltof illa til þess að geta talað um- þetta!“ Italinn sagðist nauðsynlega þurfa að komast fljótt til Milano. Stóri Ameríkumaðurinn sagði: „Það er leiðinlegt, frú,“ og lét i Ijós þá von, að lestin mundi vinna upp tímann. „Systir min — börnin hennar bíða eftir mér,“ sagði sænska konan -grátandi. „Ég get ekki kom- ið skilaboðum til þeirra. Hvað skyldu þær hugsa? Þau munu halda, að það hafi komið slys fyrir mig.“ „Hvað verðum við hér lengi?“ spurði Mary Debenham. „Veit enginn neitt um það?“ Rödd hennar var óþolinmóð, en Poirot tók eftir því, að hún var ekki nærri þvi eins kvíðin núna, eins og þegar Taurushraðlestin bilaði. Frú Hubbard hélt áfram. „Það veit enginn neitt í þessari járnbrautarlest. Og enginn reynir að gera neitt. Hópur af einskis- •nýtum útlendingum. Ef þetta hefði gerst heima, hefði einhver að minnsta kosti reynt að gera eitthvað!" Arbuthnot sneri sér að Poirot og talaði ensk- frönsku. „Eruð þér ekki. framkvæmdarstjóri járnbraut- arinnar, herra. Þér gætuð kannske sagt okk- ur —.“ Poirot leiðrétti hann brosandi. „Nei, nei,“ sagði hann á ensku. „Það er ég ekki. Þér ruglist á mér og Bouc.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.