Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 3

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 3, 1944 3 Slysavarnafélag Islands Framhald af forsíðu. Snemma fara sögur af því, að menn hafi orðið skipreika hér við land. 1 Landnámu segir, í frásögn af Vébirni Sygna- kappa: „Þeir brutu þann dag skip sitt undir hömrum mikl- um í illviðri; þár komust þeir nauðulega upp.“ Á öðrum stöðum er sagt frá því, að „Geirólfur hét maður, er braut skip sitt við Geirólfsgnúp . . . Nokkuru síðar braut Guðlaugur, bróðir Gils Skeiðarnefs skip sitt þar út við höfða þann, er nú heitir Guð- laugshöfði. Guðlaugur komst á land, og kona hans og dóttir, en aðrir menn týndust . . . Eysteinn hét maður, son Þorsteins drangakarls; hann fór til íslands af Hálogalandi og braut skip sitt, en meiddist sjálfur í viðum . . .“. I Skarðsárbók stendur, þar sem lýst er hallæri því, er gerði ár það, sem Gissur biskup Isleifsson andaðist: ,, . . . það sumar fóru fjórir tugir skipa út hingað, og braut mörg við land, en sum týndust í hafi og leysti sundur undir mönnum . . .“. Svona sögur mætti rekja allar götur frá upphafi íslandsbyggðar og fram til vorra daga. I fyrstu árbók Slysavarnafélags Islands, ár 1928, er skýrt frá aðdraganda og stofnun félagsins. „Á aðalfundi Fiskifélags ís- lands 1925, var kosin nefnd manna til þess að rannsaka eftir föngum hvað tiltækilegast væri að gera til þess að draga úr sjó- slysum. Lagði nefndin síðan álit sitt og tillögur fyrir Fiskiþingið 1926“ og samþykkti það „að verja 5000 krónum til útbreiðslu- starfsemi og upplýsinga um björgunarmál það ár, og 4000 kr. hvort árið 1927 og 1928, og mælti með því að Jóni E. Bergsveins- syni yfirsíldarmatsmanni frá Akureyri yrði falið þetta starf.“ Jón fór utan og kynnti sér fyrirkomulag björgunarmála í ná- grannalöndunum. 8. des. 1927 boðuðu, að tilstuðlan Jóns, forseti Fiskifélagsins og formaður skipstjórafélagsins „Aldan“ til al- menns fundar í Eimskipafélagshúsinu, þar sem Jón gerði grein fyrir störfum sínum og „taldi hann vænlegasta ráðið til þess að koma björgunarmálunum 1 sæmilegt horf hér á landi, vera það, að stofna félag, er hefði þessi mál sérstaklega með höndum“. Guðmundur Björnson landlæknir lagði til, að kosnir yrðu 5 menn í nefnd, „til þess að vinna að stofnun björgunarfélags, er nái yfir allt landið.“ Þessir menn voru kosnir í nefndina, samkvæmt Framh. á bls. 7. Guðmundur Björnson landlasknir, fyrsti forseti Slysavamafélags tslanda, (frá 1928 til 1931) var fæddur 12. okt. 1864 í Gröf í Víðidal, sonur Bjöms Guðmundssonar, síðar bónda á Marðarnúpi, og Þorbjargar Helgadóttur, bónda í Gröf Vigfússonar. Guðm. varð stúdent í Reykjavík 1887 og tók próf i læknisfræði í Kaupmannahöfn 1894. Síðar kennari við læknaskólann hér og héraðslæknir í Reykjavík. Skipaður landlæknir 1906. Guðmundur var mikill gáfu- og framfaramaður og sat lengi á Alþingi. Hann andað- ist 1937. Þegar „Skúli fógeti“ strandaði. Starf Slysavarnafélagsins hefir oft borið blessunarríkan ávöxt. Eitt stærsta afrek þess fyrstu árin var björgun þeirra 24 manna, sem hér birtast myndir af. Ein myndin sýnir „Skúla fógeta“ í góðu veðri ,,á fullri ferð í rúm- sjó með hlaðafla," en tvær þar sem hann er strandaður, 10. apríl 1933, vestan við Staðarhverfi í Grindavík. Það var björgunarsveit- in í Grindayík, form. Einar Einars- són í Krosshúsum, sem fór á strandstaðinn með ýmiskonar út- búnað og tókst að bjarga öllum, sem lifandi voru, þegar sveitin kom á vettvang, en um þriðjung- ur skipshafnarinnar fórst. Má af þessu og öðru marka hvers virði starfsemi Slysavarnafélagsins er þjóðinni. !h;u'v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.