Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 11

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 11
 VIKAN, nt. ó, 1944 11 Framhaldssaga: niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiaMMMiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmMMMiMiiiiiiiiiiiiMMMMiiiiiiiiii Hver gerði það? Sakamálasaga eftir AGATHA CHRISTBE .............................................................................................. itn Hercuie Poirot iimimii^ „Já. Ég hefi verið þar hjá austurriska sendi- herranum. Þeman mín er með mér.“ „Vilduð þér vera svo vænar, að segja mér í aðalatriðum, hvað þér höfðust að í gærkveldi að lokinni máltíð ?“ „Fúslega. Ég gaf lestarþjóninum fyrirskipun um, að búa um rúmið mitt, á meðan ég væri í veitingavagninum. Ég gekk til hvílu þegar að lokinni máltíð. Ég var að lesa þangað til klukk- an var ellefu, — þá slökkti ég ljósið. Ég gat ekki sofnað, vegna gigtarverkja, sem þjá mig. Þcgar klukkuna vantaði kortér í eitt, hringdi ég á þernuna mína. Hún nuddaði mig og las síð- an fyrir mig upphátt, þangað til ég sofnaði. Ég get ekki sagt um það með vissu, hvenær hún fór frá mér. Það getur hafa verið hálfri klukku- stund síðar, eða jafnvel enn síðar.“ „Hafði lestin þá numið staðar ?“ „Lestin hafði staðnæmst." „Þér heyrðuð ekkert — ekkert óvenjulegt, á þessu tímabili?“ „Ég tók ekki eftir neinu óvenjulegu?" „Hvað heitir þernan yðar?“ „Hildegrade Schmidt." „Hefir hún verið lengi í þjónustu yðar?“ „Fimmtán ár.“ „Þér álítið hana ábyggilega?" „Afdráttarlaust! Foreldrar hennar áttu heima í landareign mannsins míns heitins, í Þýzkalandi." „Ég get mér til, að þér hafið dvalið eitthvað í Ameríku?" Hinni öldruðu frú varð hverft við, er Poirot skipti svo óvænt um umræðuefni. „Mörgum sinn- um.“ „Hafið þér nokkum tíma kynnst fjölskyldu, Armstrong að nafni. Harmleikur mun hafa gerst í þeirri fjölskyldu?" Nokkurs klökkva gætti í rödd hinnar aldur- hnignu frúar er hún mælti: „Þér eigið hér við vini mina, herra minn.“ „Voruð þér þá nákunnugar Armstrong •fursta?“ „Ég þekkti hann lítilsháttar, en konu hans, Soniu Armstrong hélt ég, á sínum tima undir skím. Það var einskonar vináttusamband á milli mín og móður hennar, leikkonunnar Lindu Arden. Linda Arden var mikil listakona, einhver mesta dramatiska leikkona heimsins. I hlutverkum Lady Machbeth og Magda, komst engin leikkona í hálf- kvisti við hana. Ég var ekki aðeins aðdáandi hennar, heldur var ég og einnig persónuleg vin- kona hennar.“ „Er hún dáin?“ „Nei, nei, hún er lifandi, en lifir kyrrlátu lífi. Heilsa hennar er ákaflega viðkvæm, og hún verður lengst af að liggja fyrir.“ „Mér skilst, að hún hafi átt aðra dóttur?" „Já, — miklu yngri en frú Armstrong." „Og er hún á lífi ? “ „Vissulega!" „Hvar er hún?“ Gamla frúin leit til hans tortryggilega. „Ég verð nú að spyrja yður um ástæðuna til þessara spumin'ga. 1 hvaða sambandi eru þær við málið, sem hér er um að ræða, — morðið í lestinni?" „Sambandinu er þannig varið: að maðurinn, ■p0rca p-a • Hercule Poirot er á leið ® * frá Sýrlandi með Taurus hraðlestinni. 1 lestinni eru aðeins tveir aðr- ir farþegar; ung stúlka, sem heitir Mary Debenham og Arbuthnot ofursti frá Ind- landi. Þegar Poirot kemur til Stamboul, fær hann skeyti um að koma strax til Eng- lands. Hann hittir gamlan vin sinn, Bouc, sem er framkvæmdarstjóri jámbrautar- félagsins. Þeir verða samferða með jám- brautinni. Á Tokatlian gistihúsinu sér Poi- rot tvo Ameríkumenn. Honum lízt illa á þann eldri, sem heitir Ratchett. Þessir tveir menn, MacQueen og Ratchett, fara einnig báðir með lestinni. Ratchett biður Poirot um að vemda sig, af því að hann er hrædd- ur um lif sitt. Poirot neitar. Ratchett er myrtur í lestinni. Poirot tekur málið að sér og yfirheyrir MacQueen einkaritara Ratchett, sem segir honum það, sem hann veit iim hagi hans. Því næst skoðar Poirot líkið ásamt Constantine lækni og finna þeir á því 12 mismunandi djúpar stungur. Poirot kemst að því að Ratchett heitir réttu nafni Cassetti og það var hann, sem stóð fyrir ráninu á Daisy litlu dóttur Armstrongs ofursta. Frú Armstrong lézt af sorg og Armstrong sjálfur framdi sjálfsmorð. Barn- fóstra, sem ekki gat sannað sakleysi sitt framdi einnig sjálfsmorð. En Cassetti slapp frá Ameríku og ferðast nú um undir gerfi- nafni. Poirot hefir hafið yfirheyrslumar og yfirheyrt lestarþjóninn, einkaritara Ratc- hetts, herbergisþjón hans, og er nú að yfirheyra amerísku konuna. Hann lýkur því og yfirheyrir þvi næst sænsku konuna. Þegar hér er komið sögru er Poirot að yfirheyra rússnesku prinsessuna Dragomi- roff. sem myrtur var, var sá hinn sami er rændi bami frú Armstrong og myrti það.“ „Æ —!" Hún hnyklaði brúnirnar og rétti lítið eitt úr sér I sætinu. „Ég verð þá að líta svo á, að morðið sé mjög dásamleg tilviljun! Ég vænti, að þér afsakið þessa harðýðgislegu skoðun." „Þetta er ákaflega eðlilegt, frú. Og til þess að víkja nú aftur að spumingunni, sem þér svör- uðuð ekki: Hvar er hin dóttir frú Lindu Arden, systur frú Armstrong?" „Sannast að segja, get ég ekki frætt yður um það. Ég er komin út úr sambandinu við hina yngri kynslóð. Ég hygg, að hún hafi gifst ensk- um manni, fyrir nokkmm ámm, og farið til Englands, en í svipinn kem ég því ekki fyrir mig, hvað hann hét.“ Hún þagði andartak, en hélt síðan áfram: „Vilduð þér spyrja mig um eitthvað fleira, herrar minir?" „Aðeins eitt atriði, og það er all-persónuleg spurning. Hvemig er greiðslu-sloppur yðar á litinn." Hún leit upp, undrandi. „Ég geri ráð fyrir, að þér hafið ástæðu til slíkrar spumingar. Slopp- urinn, sem ég nota er úr svörtu gerfisilki." „Þá eru spumingarnar ekki fleiri, háttvirta frú. Ég er yður ákaflega þakklátur fyrir það, hversu greiðlega þér hafið svarað spurningum mínum." Hún bandaði hendinni lítið eitt, — en hring- ar vom á hverjum fingri. Síðan stóð hún upp og mennirnir líka. Hún hikaði. „Þér verðið að afsaka, herra minn," sagði hún, „en leyfist mér að spyrja yður: hvert er nafn yðar?“ „Nafn mitt er Hercule Poirot, — og mér myndi vera ánægja að því að vera yður til að- stoðar, ef þér þörfnuöust mín!" „Hún þagði andartak, en síðan sagði hún: „Hercule Poirot. Já. Nú man ég það. Þetta em örlög." Síðan gekk hún til dyra, ærið hnarreist, en þó stirðleg í hreyfingum. „Jæja, þetta er mikil hefðarfrú," sagði Bouc. „Hvernig lýst yður á hana?" En Poirot gerði ekki annaö, en að hrista höf- uðið. „Ég er að velta því fyrir mér,“ sagði hann, „hvað hún áttí við með þessu um örlögin.“ 13. KAFLI. Vitnisburður Andrenyi greifa og frúar hans. Andrenyi greifi og frú hans voru kölluð fyrir næst. En greifinn konV einn inn í veitingavagn- inn. Það var ekki blöðum um það að fletta, að hann var maður glæsilegur. Hann var að minnsta kosti sex fet á hæð, herðabreiður og mittismjór. Hann var klæddur enskum fötum, sem vel vom gerð og voru sem steypt á hann, svo að vel hefði mátt ætla, að hann væri Englendingur, ef ekki hefði verið. yfirskeggið, sem var langt, og and- litsfallið neitaði því einnig. „Jæja, herrar mínir," sagði hann. „Hvað get ég gert fyrir ykkur?" „Þér munuð skilja það, herra greifi," sagði Poirot, „að vegna þess, sem gerst hefir, er ég til neyddur, að leggja ýmsar spumingar fyrir alla farþegana." „Að sjálfsögðu — auðvitað," varð greifanum að orði. „Ég skil fyllilega aðstöðu yðar. En ég er hræddur um, að hvorki ég, né kona mín, getum orðið yður að miklu liði. Við sváfum og urðum einskis vör.“ „Er yður kunnugt um, herra greifi, hver hann van, maðurinn, sem myrtur var?" „Mér hefir skilist, að það sé stóri Amerikan- inn, — sérstaklega svipljótur maður. Hann sat við þetta borð þama, að máltíðum." Hann benti á borðið, sem Ratchett og MacQueen höfðu setiö við. „Já, stendur heima. Þér hafið rétt að mæla. En ég átti við, — hvort þér vissuð hvað maðurinn hét?“ „Nei,“ og nú vissi greifinn hvorki upp né nlður um það, hvað Poirot var að fara með þessum spumingum. „Ef þér viljið fá að vita nafn mannsins,“ sagði hann, „þá er það auðvitað á vegabréfi hans." „Nafnið á vegabréfinu er Ratchett," sagði Poirot. „En það var ekki hið rétta nafn manns- ins. Hann er Casetti, sá er gerði það að ganmi sínu að ræna fólki, vestur í Ameriku." Hann gaf greifanum nánar gætur, á meðan hann var að segja honum þetta. En fréttin virtist engin áhrif hafa á hann. Hann gerði ekki annað en að lyfta augnalokunum lítið eitt. „Nú—ú!" varð honum að orði. „Það ætti þá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.