Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 12

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 12
12 VIKAN nr. 3, 1944 aannarlega að vera til þesa, að varpa ljósi yfir málið. Ameríka er furðulegt land." „Þér hafið ef til vill komið þangað, herra greifi?" „Ég dvaldi einu sinni heilt ár í Washington.“ „Ef til vill hafið þér þá kynnst Armstrongs- fólkinu ?“ „Armstrong •—• Armstrong — það er erfitt að koma því fyrir sig. Hann brosti við og yppti öxlum. „En svo að við víkjum aftur að málinu sem á dagskrá er, herrar mínir: — „Hvað get ég gert frekar, ykkur til aðstoðar?" „Hvenær genguð þér til hvílu, herra greifi?" Hercule Poirot gaut hornauga til minnisblaðs síns. Andrenyi-greifahjónin höfðu samliggjandi klefa nr. 12 og 13. „Það hafði ekki verið búið um rúmin í her- bergjum okkar, meðan við vorum í veitinga- vagninum. Þegar við komum þaðcin, sátum við stundarkorn í öðru herberginu —.“ „Hvert herbergið var það?“ „Nr. 13. Við vorum að spila á spil. Um klukk- an ellefu gekk konan mín til hvílu. Lestarþjónn- inn bjó síðan um mig, og ég fór líka að hátta. Ég svaf í einum dúr til morguns." „Urðuð þér þess var, þegar lestin var stöðv- uð?" „Ég vissi ekkert um það fyrr en í morgun." „Og konan yðar?" Greifinn brosti. „Konan mín tekur jafnan inn svefnmeðal, þegar hún er á ferð með jám- brautarlestum. Og eins og vant er tók hún inn trional-skamt." Hann þagnaði. „Mér þykir leitt, að geta ekki verið ykkur að gagni á nokkum hátt." Poirot rétti honum pappírsörk og penna. „Þakka yður fyrir, herra greifi. Þetta er formsatriði, en viljið þér aðeins gefa mér nafn yðar og heimilisfang ? “ Greifinn ritaði hægt og vandlega á blaðið. „Það er líklega heppilegra líka, að ég skrifi þetta fyrir yður,“ sagði hann glaðlega. „Nafnið á óðalssetri mínu er dálítið erfitt þeim, sem ekki kunna tungumál okkar." Hann rétti Poirot blaðið og stóð upp. „Það er alveg ónauðsynlegt, að konan mín komi hingað," sagði hann. „Hún getur ekkert sagt yður meira, en það sem ég hefi sagt." Einkennilegum glampa brá fyrir í augum Poirots. „Ég efa það ekki," varð honum að orði. „En engu að síður held ég, að mig langi til að tala fáein orð við greifafrúna." „Ég fullvissa yður um, að það er algerlega ónauðsynlegt." Greifinn talaði nú ail myndug- lega. Poirot leit á hann blíðlega. „Það verða aðeíns formsatriðis-spumingar. „En þér munuð skilja að það er nauðsynlegt, vegna skýrslu minnar." „Eins og yður þóknast." Greifinn lét undan með ólund. Hann hneigði sig stuttaralega og gekk út úr veitingavagnin- um. Poirot tók upp vegabréf. Á það var ritað nafn greifans. og titlar. Hann hélt áfram lestrinum: „1 fylgd með honum er eiginkona; Skírnamafn: Elena Maria, föðurnafn: Goldenberg; aldur: tvitug. Fitublettur var á vegabréfinu, eftir ein- hvern skeytingarlausan embættismann. „Sendiráðsvegabréf," sagði Bouc. „Við verðum að fara varlega, til þess að móðga engan. Þetta fólk getur ekki verið neitt við morðið riðið. „Vertu alveg rólegur. Ég skal vera ákaflega hæ- verskur. Ekkert annað en formsatriði." Hann lækkaði róminn, þegar greifafrúin kom inn í vagninn. Hún virtist vera hálfhrædd. En hún var sér- lega fögur ásýndum. „Þér óskið að tala við mig, herrar minir?" „Það em nú ekki annað en formsatriði, greifa- frú.“ Poirot stóð upp, hneigði sig ákaflega hæ- versklega og leiddi hana til sætis gegnt sínum stól. „Mig langar aðeins til að spyrja yður, hvort þér hefðuð séð eða heyrt nokkuð i gærkveldi, sem gefið gæti upplýsingar í þessu leiða máli?" „Alls ekkert, — ég var sofandi." „Þér munuð t. d. ekki hafa heyrt neina hreyf- ingu í næsta klefa við klefann yðar. Ameríska konan, sem þar er, fékk móðursýki-kast og hringdi á lestarþjóninn." „Ég heyrði ekkert. Sjáið þér til — ég hafði tekið inn svefnmeðal." „Já, ég skil það. Jæja, ég þarf þá ekki að ónáða yður • frekar." Hann stóð upp, en sagði svo, óvænt — „Rétt andartak! Þessi atriði: föðumafn yðar og aldur, — er þetta rétt tilfært. „Nákvæmlega rétt." „Viljið þér gera svo vel að undirrita þessa yfirlýsingu, þar að lútandi." Hún ritaði nafn sitt í flýti með fagurri rit- hönd: Elena Andrenyi." „Voruð þér með manni yðar, þegar hann dvaldi í Bandarikjunum ? “ „Nei.“ Hún brosti við og roðnaði. „Við vorum þá ekki gift; við höfum aðeins verið gift í eitt ár.“ MAGGI OG RAGGI. 1. Raggi: Ég á enga skósvertu nema þá, sem er í burstanum, en ég hlýt að geta unnið mér inn nokkra aura meðan hún end- ist! 2. Raggi: Allt- af er ég óhepp- inn! Endilega þurfti ég að mæta Lóu fögm og hún glápti á skóna mína og hló —. 3. Raggi: Ég hefi aldrei verið eins hrifinn af nokkurri stelpu og Lóu. Ég hefði ekki átt að spara svertuna á skóna mina — 4. Hún skal ekki hlægja að óburstuðu skón- um mínum næst, þegar ég mæti henni! „Jæja, ég þakka yður fyrir, g»-eifafrú. Meðal annara orða, — reykir maðurinn yðar?“ Hún var að fara, en nam staðar og starði á Poirot undrandi. „Já.“ „Pípu?" „Nei. Vindlinga og vindla." „Jæja. Afsakið!" Hún hikaði við og horfði rannsakandi aug- um á Poirot. Falleg voru þessi augu, dökk og eins og möndlur í lögun, óvenjulöng augnahárin og hrafnsvört. Varir hennar vo? rauðar og lítið eitt opinn munnurinn. Hún var sannarlega fögur ásýndum. „Hvers vegna emð þér að spyrja mig um þetta?" „Greifafrú," — Poirot veifaði hægri hendinni. „Leynilögreglumenn verða að spyrja-hinna ólík- legustu spuminga. Mynduð þér til dæmis vilja segja mér, hvernig greiðslusFnpur yðar er á litinn ?“ Hún starði á hann, forviða. Svo hló hún. „Hann er kom-gulur. Er þetta raunverulega nokkurs um vert?" „Ákaflega mikils um vert, greifafrú." „Eruð þér þá lika raunveru—;ga leynilögreglu- maður?" „Jafnan fús að vera yður til aðstoðar." „Ég hélt, að ekki væri neinir leynilögreglu- menn á lestinni, þegar við fórum um Júgóslavíu — ekki fyrr en við kæmum til ltaliu.“ „Ég er ekki júgó-slavne?~ur lögreglumaður, heldur alþjóðlegur." „Emð þér þá í þjónustu Þjóðabandalagsins." „Ég er í þjónustu heimsins, greifafrú," sagði Poirot, mikillátlega, og. hélt síðan áfram: „Ég starfa aðallega í Lundúnum. Talið þér ensku?" bætti hann við á því tungumáli. „Já, ofurlítið." Framburð-»r hennar var heill- andi. Poirot hneigði sig enn. „Við skulum ekki tefja y**ur frekar, greifafrú. Og nú sjáið þér, að þetta var ekki svo ógurlegt." Hún brosti, hneigði höfuðið og gekk út. „Þetta er fögur kona," m>»-lti Bouc. „En á þessu viðtali græddum við ekki rrúkið." „Nei,“ svaraði Poirot. „Þarna voru tvær mann- eskjur, sem sáu ekkert, og heyrðu ekkert." „Eigum við nú að hafa tal af Italanum?" Hann var að athuga fitublett i ungversku sendiráðs- vegabréfi. 14. KAFLI. Vitnisburður Arbuumots ofursta. Poirot rétti úr sér snögglega. Það var ekki trútt um að augu hans glömpuðu, þegar hann leit framan í Bouc, sem var sýnilega forvitinn. „Jæja, kæri, gamli vinnr," sagði hann. „Þér sjáið að ég er að verða. það sem kallað er: „höfðingjasleikja. Mér þyvir sjálfsagt að sinna 1. flokks farþegunum á undan þeim, sem em á öðru „farrými". — Næ«t held ég að bezt sé að tala við hinn fríða mann, Arbuthnot ofursta." Þareð Poirot varð þess strax var, að frönsku- kunnátta ofurstans var miög takmörkuð, ræddi hann við hann á enska tungu. Þegar ofurstinn var búinn að svara hinum venjulegu spumingum um -ullt nafn, aldur, heim- ilisfang og gera nákvæma skilgreining á stöðu sinni í hernum, hélt Poirot áfram: „Þér eruð á heimleið fré Indlandi skilst mér, í leyfi, eins og þið nefnið þu.ð, en við köllum það á frönsku en permission?" Arbuthnot var nákvæmlega sama, hvað erlend- ir menn nefndu þetta eða hitt, og svaraði stutt- aralega, eins og Englendinga er vani: „Já.“ „En þér komuð ekki m“ð póstskipinu ? “ „Nei.“ „Hvers vegna ekki?" „Vegna þess, að ég kau? heldur að fara land- leiðina, af persónulegum ástæðum." („Og þetta," í svip hans mátti sjá að hann átti við: „er einn á ’ann handa þér, litli sprikl- karl!“).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.