Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 3, 1944 ,5 Ný framhaldssaga: 8 Vegir ástarinnar- Eftir E. A. ROWLANDS Ungfrú Sergia hafði sjálf komið heim til Oldcastles, og þar hafði hún fljótlega sannfærst um, að ástandið var miklu hörmulegra en hún hafði gert sér grein fyrir, og margt fleira þui’fti lagfæringar við en það, sem Armstrong hafði lýst fyrir henni. „Ég er yður ákaflega þakklátur, herra Arm- strong, fyrir það, að þér töluðuð máli mínu við ungfrú Sergiu,“ sagði bóndinn, — og hélt síðan áfram með hrifningu: „Ég er viss um, að það eru fleiri en við, sem fá ástæðu til að fagna þeim degi, er hún kom í þetta hérað. Guð blessi hana, þessa indælu stúlku! Okkur hjónunum finnst, sem kotið okkar hafi gjörbreyst, við það, að hún heimsótti okkur.“ Og þannig lét hann dæluna ganga, æði-stund. En þegar þeir skildu, gat Julian ekki varist því, að minnast þess, hve ónotaleg Sergia hafði verið við hann sjálfan. Jæja, þegar öliu er á botninn hvolft, þá hafði hún þó að minnsta kosti gert það, sem hann hafði beðið hana um, og það var aðalatriðið. Ef hún aðeins héldi áfram að hjálpa fátækling- unum, þá ætlaði hann ekki að láta það á sig fá, þó að hún væri stuttaraleg í framkomu við hann sjálfan. Það, sem hann hafði þráð að sjá, hjá henni, var kvenleg viðkvæmni og góð- semi og þar eð hún hafði eflaust verið væn þess- um veslings fátæklingum, sá Júlian það, að hann gat ekki ásakað hana, eins og hann hafði gert áður. Það lá við að Mary kæmi það ákaflega á óvart, hvað bróðir hennar var vingjarnlega sinn- aður, þegar hún minntist á Sergiu. Mary var al- veg ókunnugt um ástæðuna til þessarar „veður- breytingar", því að Oldcastle og konu hans hafði verið uppálagt, að láta ekkert vitnast um þessa peningagjöf. En Mary tók eftir þvi, að nú brá ekki fyrir þeirri gremju og tortryggni i svip og ummælum bróður hennar, sem venjulega gætti mjög, ef á Sergiu var minnst við hann. Henni þótti svo vænt um þetta, að hún sótti í sig kjark, og sagði Julian, að hún ætlaði að skreppa upp að Stanley Towers. Sergia hafði skrifað henni og beðið hana að koma til sín, ef hún hefði tíma til þess. Eina mótbára Júlíans var sú, að nú væri orðið of framorðið til þess, að hún færi ein síns liðs uppeftir. Hann bauðst því til að fylgja henni upp að hliðinu, og sækja hana svo síðar um kvöldið. „En þú ert svo þreyttur," — sagði Mary. „Og hvað á ég að gera við Gertie?" Sumarleyfi ungfrú Dering var ekki útrunnið fyrr en eftir hálfan mánuð, og hún ætlaði ekki að fara heim fyrri. „Gæti ekki hugsast, að Gertrud vildi koma með okkur," svaraði Julian. „Við gætum svo gengið okkur til skemmtunar, þama í nágrenninu, á meðan þú ert uppfrá." Ungfrú Sergia sat á sinum uppáhaldsstað i garðinum, í rósa-runna, þegar Mary kom til hennar. Hún virtist vera niðursokkin í ömurlegar hugsanir. Hún var föl í andliti, og virtist vera eitthvað lasin — og mikill var munur á því, hvað Mary var miklu glaðlegri og hressilegri. „Æ, hvað mér þykir vænt um, að þú skyldir koma, elsku Mary,“ varð henni að orði, og kyssti Mary um leið ástúðlega. Ég get ekki með orðum lýst því, hvað ég hef þráð komu þína, — mér firrnst ég þarfnast þín svo mikið." „Þú hlaust þó að vita, að þú þurftir ekki annað, en að gera mér orð um að koma.“ Forsasia • Éafði Sergia Wieme, dóttir ' ° * hins ríka Stanchester lá- varðar, sem var orðin þreytt og leið á skemmtanalífinu i London hefir, til mikill- ar gremju fyrir föður sirrn, yfirgefið borg- ina og farið til hallar hans, Stanley Towers, sem er uppi -i sveit. Fyrir tilstilli sir Allans Mackensic, sem hún hefir áður hryggbrotið, kynnist hún Mary Armstrong, sem býr með móður sinni og bróður, Juliani. Þau hafa áður átt við betri kjör að búa; og nú er það metnaður Julians að vinna sig upp, vegna móður sinnar og systur. Stuttu eftir komu Sergiu býðst Juliani há staða við verksmiðju. En það dregur úr ánægju hans, þegar hann fer að gruna, að það sé Sergiu að þakka. Nú á Sergia von á gestum til Stanley Towers; hún kemur því til Mary snemma um morg- un daginn áður og fara þær út að ganga. Það kvelur Mary, að Julian bróðir hennar hefir andúð á Sergiu. Stanchester lávarður kemur til Stanley Towers og Sergia býður systkinunum í veizlu þangað, en Julian vill ekki fara. Hann undirbýr opnun nýja lestr- arsalsins. Sergia meiðir sig á dansleiknum bónda, gegn áreitni manns að nafni Varden. Julian fær Sergiu til að hjálpa Oldcastle og Julian bindur um handlegg hennar. „Já, en þetta er svo mikil sjálfselska, að vera að kalla á þig, aðeins til þess að láta þig hlusta á raunatölur minar." „Æ, Sergia mín, ef þú ert í raunum, þá vil ég' heldur hlusta á þig segja frá þeim, heldur en að hlusta á frásagnir um fagnaðarefni annara." „Já, ég þykist nú vita þetta, Mary min, sagði Sergia, og starði fram undan sér. „Mér finnst ég vera svo óhamingjusamur," andvarpaði hún. „Ég lendi í þrætu við föður minn. Æ, þetta er svo erfitt, —• eina manneskjan, sem ég eiginlega „til- heyri", álítur mig eins og erfiða byrði. Ég er nítján ára og einkabam, og það er eins og föður mínum sé það rikast í huga, að koma mér af höndum sér, — í hjónaband. Ég er dóttir hans, og þess vegna gefur hann mér auðvitað allt það, sem ég þarfnast nauðsynlega. Og fyrir það krefst hann, að ég sé honum þakklát, og að ég sé ánægð, en honum dettur aldrei í hug, að ég muni vera með hjarta, eins og annað fólk, og að fúslega myndi afsala mér öllum auðnum, sem mér er ætlaður, fyrir það, að finna, að ég væri ekki einstæðingur í þessari veröld!" „Veslings, veslings Sergia!" varð Mary að orði. „Já, ég veit það, Mary,“ sagði Sergia, þrýsti hægri hendinni á Mary upp að brjósti sér, og brosti við henni, — „ég veit það, að þér þykir vænt um mig. Og ef að þú gætir verið hjá mér alltaf, þá myndi ég heldur ekki láta örvilnanir ná svona tökum á mér. Mikið vildi ég óska, þess, elsku Mary, að þú værir systir mtn, eða að minnsta kosti, að einhvemveginn væri hægt að haga þvi svo, að þú gætir verið hjá mér að staðaldri. „Þess vildi ég líka óska,“ svaraði Mary ósjálf- rátt. „Nei, þetta mátt þú ekki segja," Mary. Mundu það, að þú átt nákomna ættingja, og ég myndi aldrei æskja þess, að þú brygðist þeim mín vegna. Hvað þeir myndu þá hata mig, ef ég freistaði þín, til þess að koma til min til dvalar. Nei, ég myndi aldrei gera það. En hins vegar myndi ég vera þeim þakklát fyrir, að þeir leyfðu mór að njóta af sólskininu þeirra öðru hvoru. En segðu mór nú einhverjar fréttir. Þetta er svo mikil hugulsemi áf þér að koma hingað uppeftir til mín, einmitt þegar mér leið sem allsa verst.“ „Ég kom heldur ekki ein,“ svaraði Mary. „Júlían og Gertrud Dering komu með mér upp að heiðinni héma. Þau sögðu að ég þyrfti ekkert að flýta mér,“ flýtti hún sér að bæta við, „þúi að þau ætluðu að ganga sér. til skemmtunar, á meðan ég væri hérna. Julian hefir átt erfiðah dag.“ Sergia svaraði þessu engu orði. Hún laut niður og sleit upp fáeinar rósir, og það leið nokkur stund, þangað til ungu stúlkurnar héldú áfram samtalinu aftur. „Ungfrú Dering dvelur lengi hjá ykkur," sagðö Sergia að lokum. „Engu okkar finnst þetta langur tími, því áð okkur er svo mikil ánægja að því, að hafa hana hjá okkur. Strax þegar sumarleyfinu er lokið, tekur hún aftur til við skólastörf sín, því að húrt á ekkert heimili. Þess vegna vill Julian, að húrt sé hjá okkur, svo lengi sem hún getur. Hún el* líka svo indæl stúlka, að manni hlýtur að þykja vænt um hana." „Herra Armstrong þykir þá vænt um hana!" hugsaði Sergia, og hélt áfram að slíta upp rósir. „Og þetta er undur eðlilegt. Það væri óeðlilegt, ef honum væri ekki farið að þykja vænt um hanú. Þau hljóta að eiga mörg sameiginleg áhuga- mál. Því að það er honum allt í öllu að staria, Mér þætti fróðlegt að vita, hvort það er raun- verulega skoðun hans, að ekki sé til neitt æðra takmark í lífinu, en að vinna fyrir daglegu brauði ? — Farðu með þessar rósir heim til henn- ar mömmu þinnar, Mary,“ sagði hún svo upp- hátt, er hún hafði tínt svo margar rósir, SeY^ hún gat haft í greip sinni. „En þú mátt ekKi fara strax. Þú verður að koma með mér heim, og fá einhverja hressingu. Lafði Marion er með höfuðverk, og lokar sig inni á sínum herbergj- um.“ Þegar Mary var að kveðja, fékk Sergia henni, ault rósanna, talsvert af vinberjum, sem húrt bað hana að færa mömmu sinni. Sergia fylgcli Mary síðan niður að hliðinu, og á leiðinni spurfö hún hana, hvort hún vildi ekki koma, einhvern- tíma, með ungfrú Gertrude, heim að Stanlqy Towers. Mary tók þessu boði með fögnuði, og tjáði Sergiu, að Gertrude væri stórhrifin af „drottningunni" í kastalanum. „Þá vona ég, að ég fái að sjá hana áður £in langt um líður," sagði Sergia hlægjandi, um leíð og hún kysti Mary að skilnaði. Hún vildi ekfð fara alveg að grindahliðinu, því að hún sá, aS þau Julian og unga stúlkan voru þegar þangað komin, og biðu. Daginn eftir var sendur vagn heim til Arm- strongs, og með honum bréf til Mary, þar seirt Sergia bað hana að taka móður sina með sér"i ökuferð í vagninum, gömlu konunni til hressingas, en síðan skyldi hún koma upp að Stanley Towefþ til tedrykkju, og hafa þá ungfrú Dering með sÉr, „Auðvitað þótti mér vænt um, ef mamma þín vildi koma líka," skrifaði Sergia, „en hán er sv£ • oft búin að neita mér, að ég get hugsað mér, af? hún geri það enn i þetta sinn." Sergia var svo ástúðleg og umhyggjusöm tíb' gesti sína, að ungfrú Dering gat ekki nógsam- lega lofað hana, eftir á. Hún gat ekkert í pví> skilið, hvers vegna Julian virtist bera kala tir þessarar indælu stúlku, sem henni virtist vtíra svo undur ljúf, — já, elskuleg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.