Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 10

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 10
^iimmimiiiiiitMiitniiiiritiiHiimnimHmirmtmiuiitiiiimmimmmniii 10 VIKAN, nr. 3, 1944 i „urimn mn I n b i m ■ l i w s Húsmóðirin parf að eiga frístundir ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. Makkarónur. 100 gr. makkarónur, tómat- mauk, 20 gr. smjörlíki, salt, pipar. Makkarónumar eru brotnar og soðnar í miklu vatni með salti í 15— 20 mín. Vatninu hellt af þeim, skom- ar í ca. 3 cm. langa búta, settar í pottinn aftur ásamt smjörlíkinu og tómatmauki eftir smekk. Ávaxtasúpa. 100 gr. þurrkaðir ávextir, iy2 1. vatn, 75 gr. sykur, 1 mat- skeið kartöflumjöl, 1 dl. kalt vatn, tvíbökur. Það má nota hvaða þurrkaða ávexti sem em. Þeir em þvegnir og látnir í kalt vatn yfir nótttna með sykri. Soðnir í sykurvatninu, þar til þeir em meyrir. Nuddað síðan gegn- um gatasigtL Sett yfir eldinn aftur, og þegar sýður er jafnað með kartöflumjölsjafningnum. — Súpan borðuð með tvíbökum. Það má sleppa þvi að sía súpuna. Séu ávextimir súrir, verður að hafa meiri sykur. Húsráð. Það œtti ekki að þurfa að bóna eða pólera húsgögn meira en tvisvar á ári. En það þarf að þurrka oft af þeim og nudda með hreinum klúti. Tízkumynd. Efst á myndinni er hattur eða kolla úr svörtum flóka, því næst er hvitur hanzki, í hann er dregin svört bönd, neðst er taska úr hárauðu skinni. Þegar spil eru orðin óhrein er fljótlegast og bezt að hreinsa þau með steinolíu; á þann hátt, að mað- ur vefur dálítilli bómull um vísifing- urinn og bleytir hana aðeins með steinolíu og nuggar spilið lauslega. Því næst er þurrkað með hreinum og þurrum bómullarklúti. • Þegar spilin hafa verið hreinsuð báðum megin er gott að nudda þau með „talkúm" þá verða þau hál. Síðan skal breiða úr spilunum til þess að steinolíulyktin hverfi. Heimili með nokkrum bömum og húsbónda tekur mikið af tíma hús- móðurinnar, en það þarf ekki að taka hann allan. Með heppilegri dagskrá og áætlun um tíma og peninga er hægt að gera lífið ánægjulegra fyrir alla fjölskylduna. Setjum svo, að þér eigið fjögur böm, sem eru fimm, níu, tólf og fjórtán ára. Á meðan þau voru lítil höfðuð þér svo mikið að hugsa um að vera góð móðir, að þér höfðuð lítinn tíma til nokkurs annars. Bömin þörfnuðust yðar og voru yður háð að svo miklu leyti. En nú virðast þau aðeins þarfnast matar, klæða og húsnæðis. Þegar svona er komið, ættuð þér að beita öllu hugmyndaflugi yðar. Fjögur sterk og hraust böm geta verið til mikillar hjálpar. 1 meira en tíu ár, hafið þér hugsað lítið um yður sjálfa. Á liðnum árum hefir allt snúist um alla aðra í fjölskyldunni en yður, það er því kominn tími til að á þessu verði einhver breyting. Við skulum fyrst taka útlitið til athugunar. Þér hafið alltaf hugsað um bömin hingað til, og álitið þeirra kröfur rétthærri en yðar. En setjum svo að það séu til peningar fyrir einu „permanenti", þá eruð það vitan- lega þér, sem eigið að fá það. Þetta er ekki eigingirni heldur réttlæti. Ef þér sparið of mikið við sjálfa yður, þá búast bömin við og krefjast meira heldur en þeim í rauninni ber. Næsta sporið er, að hafa einhvern frítíma. Þér getið ef til vill sparað dálítið, svo að þér gætuð sent þvott- inn i þvottahús. Svo er nú líka gott að ákveða all- an mat fyrir heila viku, það sparai' mikinn tíma og heilabrot. Ef þér leitið í matreiðslubókum og blaðaúr- klippum og búið til matseðilinn fyrir heila viku í einu, þá mun það vera yður til mikillar skemmtunar. Það er yfirleitt í alla staði mjög hentugt að gera áætlanir yfir það, sem þarf að gera, það mun spara mikinn tíma og tíminn verður miklu drýgri, þ. e. a. s., ef farið er eftir áætlunum. Hvað gerið þér svo við þennan tima, sem þér hafið afgangs? Skemmtið yður með fjölskyldunni. Náið í skíði yðar og skauta og stund- ið íþróttir með bömum yðar. Þér eruð ekki of gamlar. Eyðið ekki öll- um laugardagskvöldum og sunnu- dögum í boðum hjá öðrum fjölskyld- um. Þér verðið að hafa tíma til aö skemmta yður með eiginmanni yðar og börnum, eða hafa rólegar stundir við hannyrðir eða lestur góðra bóka. Ef þér hafið tima til þess að stunda hugðarefni yðar, þá er lífið ein- hvers virði. Tízkumynd. Létt og þægileg undirföt, hentug undir ballkjól. ^UIIIIIIIIl 1111111111111111111111II illll IIIIIII 111111111111111111111111»^ rmmm^—mmmmmmmm NOTIÐ eingöngu Minnstu ávallt mildu sápunnar j S iiiimmiimimimmiiimiimmmmiiimmiiiiimiiiiiv'?’ STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUP ÓLAFSSON 1CO. Austurstræti 14. — Sími 5904. MILO rr Á" '4'” nitftlOuinun Itm jömnoH. etisum. • Öruggasta og — bezta handþvottaefnið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.