Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 3, 1944 13 Arfur lœknisins. Framhald af bls. 4. „Auk þess hefir hann arfleitt — Malenfant þagnaði, og læknirinn roðn- aði við. „Lækni sinn að nokkru.“ „Yður er ekki alvara.“ „Jú, ég sver, það er satt. En — en — en —.“ „Hvað?“ „Jú, sjáið til. Erfðalögin banna eigin- lega, að sjúklingur geri lækni sinn að erfingja.“ „Ó! — ó! — ó!“ Þessar upphrópanir báru með sér bæði óróleika og vonbrigði. En skjalaritarinn sagði í huggandi tón: „Verið hugrakkur, læknir. Við skulum einhvern veginn bjarga þessu, þrátt fyrir aUt.“ Og því var líka komið í lag. Þegar bæjarráðið hafði rætt um málið og heyrt álit amtmannsins urðu menn ásáttir um yfirlýsingu á hátíðlegum fundi, þess efnis, að bærinn heiðraði sjálf an sig með því að taka á móti arfi herra Tortu, án þess að ræða um ýmis fyrirmæli, sem í erfðaskránni voru. Borgarstjórinn lýsti því líka yfir, að það væri líka minnsta til- lit og heiður, sem mað’ur gæti sýnt manni eins og Chevenon, sem hefði gert heil- brigðismálum bæjarins svo ómetanlegt gagn með vísindamennsku sinni, dugnaði, áhuga og miklum fórnum. Ræða borgarstjórans hlaut einróma viðurkenningu og mikið lof bæjarstjórnar- manna. En hvað var það, sem Tortu arfleiddi lækni sinn að. Jú, í erfðaskránni stóð eftirf arandi: „Til þess að sýna mínum háttvirta, dug- lega og umhyggjusama lækni, Chevenon, þakklátssemi mína, þá óska ég þess hér- með, að hann taki allra vinsamlegast á móti þrem lokuðum og innsigluðum köss- um, sem eru í skápnum í rauða herberg- inu.“ Þannig hljóðuðu orð herra Tortu hinu- megin grafarinnar. Kassarnir þrír voru hátíðlega og í nær- veru nokkurra bæjarstjórnarmanna af- hentir Chevenon. Sumir álitu, að þeir væru fullir af peningaseðlum, en aðrir hugsuðu fremur, að þeir innihéldu hlutabréf og skuldabréf í Suezskurðinum. Læknirinn var mjög hrærður. Hann þakkaði öllum og hélt því næst heim. Á undan honum gekk vinnumaður hans með kassana þrjá, sem var staflað á hjólbörur. Chevenon var með mikinn hjartslátt, þegar hann kom heim. Hann bar sjálfur kassana upp á loft, þó að hann ætti á hættu að eyðileggja nýja svarta frakkann sinn, og hann byrjaði að opna kassana í rökkrinu. En hvað voru mörg bönd og snæri utan um þá! Það var næstum ótrúlegt. Það voru hnútar, vafn- ingar og innsigli, það gat gert hvern mann vitlausan. Það var liðið kortér, þegar hann hafði leyst öll böndin. En hann hafði loksins lokið því, og nú tók hann járnkarlinn og stakk honum inn undir lokið. Hann reif hönd sína til blóðs, og hann hafði næstum rifið nögl af fingri sér. En loksins náði hann lokinu af, og undir nokkrum tiltölulega nýjum dagblöð- um fann Chevenon læknir — allar pillurn- ar, smyrslin, mixtúrurnar, seyðin, áburð- ina og önnur lyf, sem hann hafði fyrir- skipað Tortu sáluga til heilsubótar. Og hámark kaldhæðninnar var: að allt þetta var vafið inn í reikninga frá slátrurum og vínkaupmönnum. Eins og áður hefir verið minnst á, var læknirinn heimspekingur. Hann hv-.rki reifst né bölvaði. Allur bærinn hugc' að hann hefði fengið mikinn arf eftir T<. * u, og hann styrkti trú fólksins á því, nieð því að kaupa stuttu síðar, eign Durean de la Bonassieres, þar sem Durean hafði lát- izt skyndilega. Og nokkru síðar snldi hann Petiton, lyfsala, mikið af alls konar lyfjum, sem hann sagðist hafa keypt á uppboði, en þar munaði minnstu, að hann kæmi upp um sig. Chevenon læknir er ennþá frægasti lækn- irinn í öllu héraðinu, og margir koma langar leiðir til þess að ráðgast við hann, Skrítlur. Ungur maður (við vin sinn): „Hvað kostar að kvænast?" Sá reyndi: „Það kostar lítið — aðalútgjöldin eru eftir á.“ Dævrastytting Orðaþradt. RÓS A Uf N A ffiRIÐ PALL ÖR AÐ TAÐ.I OLL A R Á Ð A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf þanmg, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn á götu Reykjavík. Lausn á bls. 14. Öfugmæíavísur. tílý er gott í beitta þjöl, ooginn stein má rétta, á tjöllunum vaxa frábær söl, l ■ irunum berin spretta. Gi. ?r að láta salt í sár, og seila fisk með grjóti, bezi er að róa einni ár í ofsaveðri á móti. Svarti-skóli. Sá skóli var í fyrndinni til úti í heimi, sem hét Svarti-skóli. Þar lærðu menn galdur og ýmsan torráðinn fróðleik. Svo var tilhagað í skóla þessum að hann var í jarðhúsi rammgjörvu mjög; á því var enginn gluggi, og var þar þvi alltaf niðamyrkur inni. Enginn var þar kennari, og námu menn allt af bókum, sem voru skrifaðar með eldrauðu letri, sem lesa mátti í myrkrinu. Aldrei máttu þeir, sem þar lærðu, koma undir Uppþot I negrahverfi i New York. I óeirðunum létu yfir tugur manna lífið, 200 manns fóru á sjúkr hús og 400 lentu í fangelsi. Fimm þúsund lögreglumenn kornu til þess að koma reglu og ró á afti

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.