Vikan


Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 4

Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 3, 1944 Arfur lœknisins. Ef einhver hefði, fyrir nokkrum ára- tugum, spurt einhvem af hinum 3615 íbúum litla bæjarins C........ hvað hefði skapað hina miklu frægð Chevenons læknis í bænum og öllu hérað- inu, er enginn vafi á því, að sá spurði hefði svarað, án þess að hika eitt andar- tak: „Það er herra Tortu að þakka.“ Þessi Tortu var eiginlega ímynd lækn- ingaaðferða Chevenons. Hann var gigt- veikur, þjáðist af andarteppu og maga- veiki, og það var alveg vonlaust um að takast myndi að lækna þessa sjúkdóma. Hann var alveg kominn að dauða, þegar Chevenon læknir settist að í þessum litla bæ. Gamla vinnustúlkan Mélie — Tortu var gamall piparsveinn — hafði þegar beðið prestinn um að vera reiðubúinn, og hún hafði einnig tilkynnt f jölskyldunni, að hún mætt'i eiga von á því versta. Og þá var það, að Chevenon læknir kom til bæj- arins. Hann skoðaði Tortu, og með áræðni unglingsins réðist hann þegar í stað á sjúkdóma Tortu. Hann réðist á þá úr öll- um áttum með pillum sínum, dropum, smyrslum og mixtúrum. Öll framleiðsla hinnar lyfjafræðilegu iístar var tekin í notkun, enda brást úrangurinn ekki. Herra Tortu var bjargað. Þetta var þegar glæsileg byrjun. Áfram- haldið var þó enn glæsilegra. En sú læknismeðferð, sem Tortu varð að þola var mjög erfið og flókin. Hvern morgun þrjár pillur, um hádegið ein matskeið af heilsudrykk sérstakrar tegundar, klukkan f jögur um eftirmiðdag- inn seyði af ákveðnum jurtum; þrjár pill- ur fyrir kvöldmat og nokkrar skeiðar af meðali um háttatíma. Auk þess var nudd og strokur á ýmsan hátt. Þeim veika var einnig harðlega bannað að neyta allra á- fengra drykkja, vína og kjöts. 1 hverri viku átti Tortu að fasta í tuttugu og fjór- ar stundir, og þrjá síðustu daga mánað- arins mátti hann aðeins fá soðið grænmeti og volgt vatn. Á þennan hátt höfðu nú liðið sautján ár, og Tortu lifði ennþá. Það er ekki þar með sagt/að honum hafi batnað. Nei, hann þjáðist alltaf, af hinum þrem banvænu sjúkdómum, en hann storkaði og bauð dauðanum byrginn. Hahn sat út við glugga í stórum hægindastól, það var bundið um höfuð hans eins og hann væri særður her- maður, og líkami hans hvarf næstum því í teppum og púðum. Hr. Tortu var, í stuttu máli, eins og lifandi auglýsing fyrir listir Chevenons læknis. Þegar kvenþjóðin í bænum fór til kirkju, eða karlmennirnir sóttu krárnar sínar, og þegar þau sáu hann sitja við gluggann, þá sögðu þau alltaf: „Þrátt fyrir allt, þá heldur Tortu gamli Smásaga eftir Réne Jan sér vel, hann er nú orðinn mjög gamall karlinn.“ Og aðrir svöruðu: „Já, en honum er nú líka hjúkrað vel, og læknirinn hlýtur að vera mikilhæfur maður.“ Þeir, sem þekktu Tortu kinkuðu kolli til hans, og nánustu vinir hans fóru oft inn til þess að rabba við hann. Menn ræddu næstum alltaf um það sama, að minnsta kosti lauk samræðunum alltaf með því, að menn spurðu um hina ýmsu sjúkdóma gamla mannsins. „Farið þér alltaf nákvæmlega eftir fyr- irmælum læknisins?“ var spurt. „Æ, já, já —,“ nægðist hann með að svara. „Já, það er alveg rétt hjá yður. Pill- urnar og mixtúrurnar haldast í yður?“ „Tja!“ svaraði sá sjúki með brosi, sem allir þóttust skilja. En svo spurðu menn ekki meira, því að allir vissu, að Tortu hafði aldrei verið ræðinn maður, og þess- ar löngu kyrrsetur höfðu ekki gert hann ræðnari. Þegar menn svo fóru aftur í burtu, voru þeir fullir aðdáunar á hinni miklu snilld Chevenons. Það var ekki neinn af hinum auðugri mönnum héraðs- ins, sém ekki tilheyrði skjólstæðingum Chevenons læknis, og fólk kom úr margra mílna fjarlægð til þess að ráðgast við VEIZTU —? í. Hyarrar þjóðar var tónskáldið Guiseppe og hvenær var hann uppi? 2. Hvað er langt frá Reykjavík, Hvalfjörð til Reyðarfjarðar ? fyrir 3. Eftir hvern er þetta erindi: örmum vefjast sól og sef. Sævar hefjdst dun. Ei skal tefja. Öld ég gef oddhent stefjahrun. 4. Getur lómurinn gengið ? 5. Hver fann upp fyrsta sjálfblekunginn, sem varð að verulegu gagni? 6. Hvenær er Ásgrímur listmálari son fæddur og hvar? Jóns- 7. Hvor er sunnar syðsti oddi Afríku eða syðsti oddi Suður-Ameríku ? 8. Hvað er dönsk míla margir metrar ? kíló- 9. Hver var Henry Fielding? 10. I hvaða fæðutegundum er D-bætiefnið ? Sjá svör á bls. 14. hann. Menn spurðu hann meira að segja ráða um hesta, kýr og hunda, og það er á mörgum stöðum hin mesta traustsyfir- lýsing, sem bændur geta gefið nokkrum lækni. Þegar markaðsdagur var í bænum, var biðstofa Chevenons troðfull af fólki. Menn þyrptust í forstofuna og alla leið út á gangstéttina. „Ef ég hefði kallað á Chevenon lækni nógu snemma, þá hefði hann, elsku Alfreð minn, ekki dáið,“ sagði ekkja nokkur, og illar tungur sögðu, að ungi óðalsbóndinn Dureau de la Bonassiere hefði viljandi hindrað það, að Chevenon lækni yrði kall- aður að sjúkrabeði ríka frænda hans. Svo dó frændinn, og Dureau erfði alla pening- ana hans. „Ó, þessi samvizkulausi Dureau,“ sagði fólk, „hann vissi, hvað hann var að gera.“ Svona var þá frægð Chevenons læknis mikil, en ekkert hér í heiminum er eilíft, og þegar meistari Fourjat,. rakari bæjar- ins, kom dag nokkurn, eins og hann var vanur, til þess að raka Tortu gamla, fann hann hann örendan í hægindastólnum. Gamla vinnukonan Mélie hljóp haltrandi og grátandi til Chevenons læknis, en hann gat ekki sagt annað en að allt hefði ef til vill verið öðruvísi, ef hann hefði verið sóttur fyrr. Hús Tortu fylltist af ókunnugu fólki. Gömul frænka, sem var eini ættingi hins látna og var mjög ágjörn, hafði einnig komið. Síðastliðinn fimmtán ár hafði hún alið í brjósti sér óljóst hatur á þessum kraftalækni; og hún gaf honum nú í skyn að hann hefði ekki meira að gera í þessu húsi. Læknirinn hneigði sig þögull og fór. Hann var þó nokkur heimspekingur, og hverju átti hann líka að svara þessari gömlu konu, sem girntist svo arfinn. Þegai öllu var á botninn hvolft, þá var ekkert að segja við því, að Tortu væri dáinn, því að hann var orðinn áttatíu og sjö ára gamall; og það yrði líka fremur tilfinnan- legt fyrir lyfsalann, Petiton, heldur en hann, Chevenon. 1 stuttu máli, hann lét fljótlega huggast. Hann varð þó ekki lítið hissa, þegar skjalaritari bæjarins, Malenfant, þremur dögum seinna, kom til hans þar sem hann stóð á gangstétinni. Þó að enginn væri ná- lægt, var Malenfant mjög leyndardómsfull- ur á svipinn, og hann hvíslaði næstum að Chevenon því, sem hann hafði að segja: „Ég hefi opnað erfðaskrá sjúklings yðar herra Tortu.“ „Jæja!“ „Hann hefir gert frænku sína arflausa.” „Einmitt það?“ „Hann ánafnar bænum allar eigur sín- ar.“ „Er það mögulegt?" „Já, allt nema lífeyri handa gömlu konunni Mélie.“ „Það var alveg rétt hjá honum. Hún átti það skilið.“ Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.