Vikan - 20.01.1944, Blaðsíða 2
2
VTKAN, nr. 3, 1944
Pósturinn
Reykjavlk, 6. jan. 1944.
Margfróða Vika!
Er Cavillator, sem skrifaði söguna
Yfirsetukona f Qrunnavtk, íslenzkur?
Porvitinn.
Svar: Já.
Vikublaðið Vikan, Reykjavik.
Qeturöu svarað fyrir mig eftirtöldum
spurningum t „Póstinum" i næsta blaði:
1. Er hægt að fá kevptan nýjan 10
ha. June-Munktell Dieselmótor og hvað
kosta þeir?
2. Hver er umboösmaður áður-
greindrar vélar?
Vinsamlegast.
Fastur kaupandi Vikunnar.
Svar: Við hringdum í umboðsmann
June-Munktell, Glsla J. Johnsen stór-
kaupmann, og sagði hann, að ekki
vœri nú liœgt að fá nýja mótora af
þessari gerð, en aftur á móti mundi
vera mögulegt að útvega notaða vél.
Er þvt bezt, að þér snúið yður beint
til Gísla J. Johnsen, skrifstofa Hafnar-
húsinu, Reykjavtk, slmi 2747.
Svar til „Einnar 17 ára“: Þegar málið
er skýrt á þennan veg, getum við ekki
séð, aö neitt ósæmilegt sé f þvf, sem
þér spyrjið um. Viö hefðum birt bréfið,
ef þessi setning hefði ekki verið f þvf:
„ ... En nú ætla ég að trúa þér fyrir
dálitlu, sem þú mátt ekki birta . .
Svar til „Söngelskrar': Við höfum
ekki heyrt þennan vfsupart fyrr og
getum þvf ekki orðið við bón yöar.
Ef til vill veit einhvér af lesendum
blaðsins, hvaðan þessar hendingar eru.
Þær voru svona í bréfinu til okkar:
Ekkert getur sefað slíkar sorgir manns
Svona er það að elska dóttir Tatarans.
H.f. HAMAR
Sínmofni: HAMAR, Reykjavík.
Sími: 1695, tvœr línur.
Pnuakvmndastjárf:
BEN. GBÖNDAL, eand. p»lyt.
!!♦ VÉLAVERKSTÆÐI
[]♦ KETILSMIÐJA
!!♦ ELDSMIÐJA
!!♦ JARNSTEYPA
Framkværaum:
/ Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvélum
og mótorura.
Ennfremur: Rafmagussuðu, logsuðu og
köfunarvinnu. /
Ctvegmn
og önnumst uppsetningu á frystivélum,
niðursuðuvélum, hita- og kælilögnum,
lýsisbræðslum, oiíugeymum og stálgrinda-
hiísmm
Japanir hurfu svo skyndilega frá Munda, nýju Qeorgiu, aö þeir
höfðu ekhi tima til að eyðileggja hergagnaforða sinn.
Þessi fiugmaður, sem heitir L, B,
Hollsinger. misti annan fótinn i
árásinni á Diepp. Hann er fimmti
liðsforinginn í ameríska flughern-
um, sem fœr að fljúga fatlaður.
Fyrirliggjandi:
Járn, stál, málmar, þéttur, ventlar o. £L
Salamína.
Eftir Rockwell Kent. Freysteinn
Gunnarsson þýddi. Akureyri 104:’..
Þetta er einkar hugnæm bók eftir
nafnkunnan ameriskan málara., sem
dvelur meðal innfæddra manna i
Grænlandi árið 1931—’32 og ef til
vill lengur, og lýsir þvi með fjöri og
tilfínningu, sem fyrir augun ber. Og
það er sitt af hverju. Fyrst og fremst
náttúrufegurðin, óviðjafnanlega mátt-
ug og stórhrikaleg: Strandlengjan
sæbrött og sundurskorin af löngum,
krókóttum fjörðum; haniraeyjar, haf-
ís á reki um útskaga og innfjarðar-
sund, fjöll snævi snivin, tindrandi
fannbreiður, isilögð vötn og jökul-
auðnin mikla og volduga á bak við.
Yfir öllu hvelfist óendanlegur
stjömuhiminn með leiftrandi norð-
urljósum. Þetta er sjón að sjá fyrir
slyngan listamann, enda verður höf-
undurinn hugfanginn af hinum
ótæmandi viðfangsefnum, sem hin
hreina og tæra fegurð norðursins
hefir að bjóða.
En jafnhliða eru dregnar upp
óvenju skýrar og lífi gæddar penna-
myndir af fólkinu á Grænlandi,
venjum þess og lifnaðarháttum. All-
ar stéttir þessa frumstæða þjóðfé-
lags eiga þar sina fulltrúa, allt frá
aidönskum eða hálfdönskum yfir-
völdum og verzlunarstjórum og nið-
ur í óbreytta veiðimenn. Galdramenn
eru nú að mestu úr sögunni, en hálf-
trylltar seyðkonur fremja þama.
ýmsa fomeskju og dansa hryllilega
fa.ldafeyki. Það úir og grúir af glys-
gjömum ungmeyjum í perlusaumuð-
um selskinnsbuxum og loks er sagt
frá blóðríkum grænlenskum konum,
sem manni skilst að geti orðið all-
góðar, þegar búið er að þvo þær upp
úr nógu mörgum vötnum. Þessi
náttúmböm, sem þama lifa imdir
faldi heimskautanæturinnar áhyggju-
litlu lífi við einföld og tiltölulega fá-
breytt lífskjör, lítt snortin af sið-
menningunni, virðast þó ekki miklu
van-sælli að heldur, og verðá furðu
geðþekk af lýsingu höfundarins, enda.
segir hann frá af rikri samúð, bland-
aðri góðlátlegri kýmni. Fólkið er að
vísu ógnarlega lítilsiglt og aðburða-
laust að bjarga sér, en það er góð-
lynt og söngelskt og hefir gaman af
að skemmta sér. Það gleðst eins og
böm sé því gefinn tuttugu og fímm-
eyringur, og karlamir em til með að
hafa skipti á konunni sinni og lag-
legri tóbakspípu, þegar slík kosta-
kjör era í boði.
öll er frásögnin af þessum ná-
grönnum okkar skemmtileg eins og
skáldsaga og persónulýsingar víða.
gerðar af mikilli listfengi, eins og
t. d. lýsingin á sjálfri söguhetjunni:
Salamínu, sem er allsstaðar nálæg
höfundinum með sínum eilífkvenlegu
einkennum: óþreytandi umhyggju og
fómfúsri ást, blandaðri stjómlausri
afbrýðl.
Bókin er prentuð á forkunnargóð-
an pappír, öll myndum skreytt eftir
höfundinn og þýðingin hin prýðileg-
asta eins og vænta má. Eftirmála
hefir skrifað ungfrú Helga Guð-
mundsdóttir frá Stóra-Hofi, sem ný-
lega hefir dvalið í Grænlandi.
Benjamín Krlstjánsson.
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.