Vikan


Vikan - 04.05.1944, Síða 4

Vikan - 04.05.1944, Síða 4
4 y/AjOúifyt Qjþi AÐ var þoka. Þétt, hvít þoka, sem huldi göturnar við og við alveg. Þokan var óhuggnan’.eg leyndardómsfull og ills viti. Allt var óraunverulegt, skugg- arnir komu og hurfu. „Maður sér ekki fet fram fyrir sig“, sagði Biil Harris og reyndi að skima fram yfír stýrið á bílnum sínum. „Hleyptu mér úr hjá Pelhambúðunum, ef þú getur ratað þangað, Bill“, sagði unga stúlkan, sem sat við hlið hans. Hún var í loðkápu og með dálítinn hatt á sléttu hárinu. „Eg verð að fá mér liði í hárið“. „Ég kann miklu betur við þig með slétt hár“, sagði Bill með áherzlu. „Ég skil ekki, að þið skuluð vilja það. Vertu ekki að því“. „0, nei, Bill ég verð að láta liða hár mitt. Vertu nú góður, að hleypa mér úr hjá Pelham". Bill muidraði. „Ég vildi óska þess, að þú værir ekki alltaf á þessum hárgreiðslustofum. Þú ert dauðþreytt fyrir. Ég held, ég aki fram hjá Pelham. Og hvað þá?“ Mary Charteris geispaði í skjóli loðkápu sinnar. „Ó, Billi, vertu nú góður, heyrðu það“, sagð hún, „Þetta kvenfólk!" andvarpaði Bill. „Þessi hégómaskapur ykkar!“ „Þessir karlmenn,“ sagði Mary, en bætti svo við — „stundum eruð þið svo afskap- lega yndislegir!" Hún leit Ijómandi á unga manninn við stýrið. „Ef þú ert mjög góður, þá verð ég kannske tilbúinn eftir hálfa klukkustund", sagði hún. „Það er allt komið undir því, hvort ég kemst að undir eins“. Hún geispaði aftur. „Ég held, ég verði að fá mér blund á meðan,“ sagði hún. „Ég er þreytt! Guð minn góður, en hvað þokan er mikil — sjáðu þarna!“ Það var eins og hvítur veggur væri be'nt fyrir framan þau. „Ég kemst aidrei að Palham, ef þess- ari þoku léttir ekki,“ sagði Blll. En bylgjandi þokuslcýin svifu í burtu aftur. Bill jók hraðann, og sex mínútum seinna, stóð bifreiðin fyrir framan dyr verzlunarinnar. Mary flýtti sér inn, Bill hafði lofað að bíða eftir henni við hliðarinnganginn eft- ir hálfa klukkustund. Hún geispaði aftur, þegar hún var á leið upp í lyftunni. Hún gekk inn í hárgreiðslustofuna, þar tók á móti henni suðið í þurrkunum, ilm- vatnslykt, sápulykt o. s. frv., hljóðið í hárskærum, sem var verið að klippa með — speglar, ljós, vatnsskvamp — musteri hégómans. Ung gyðja í ljósgrænum slopp, leit áhyggjufull í bókina. Eftir Joan Kennedy. „Mér þykir það mjög leitt, ungfrú Charteris, en ég verð að biðja yður um að bíða. Við eigum svo bágt með að taka fólk í dag, sem hefir ekki pantað tíma. Ég held, að það sé vegna þokunnar. Fólk lætur laga hár sitt, til þess að eyða tím- anum, eða vegna þess að ekkert annað er að gera. En ég skal gera það, sem ég get, til þess að koma yður að.“ Mary geispaði aftur í laumi. „Ég get ekki verið hérna lengur en hálf- »tíma,“ sagði hún dálítið gremjulega við tilhugsunina um ailar konunar, sem sátu inni í litlu klefunum. „Reynið að útvega mér stúlku“. Stúlkan flýtti sér eftir ganginum á milli grænu fortjaldanna. Hún hrökk við í því. Fallega stúlkan, sem var eftirlætis hár- greiðslustúlkan hennar, stóð við hlið hennar. „Ó, ungfrú Debham, en sú heppni!“ sagði hún. „Segið ekki, að þér getið ekki tekið mig. Mér liggur svo mikið á — það er satt. Vinur minn bíður eftir mér.“ Ungfrú Debham brosti dauflega. „Hún er mjög þreytuleg," hugsaði Mary. En hún k.nkaði kolli. Skvamp, suð, og skellir heyrðust í kringum þær — og það var eins og þoka væri komin inn til þeirra. Það var erfitt að þurfa að þvo og liða VEIZTTJ — ? 1. Eftir hvern eru þessi erindi og í hvaða kvæði eru þau: Upp, upp úr þokunni annaðhvort, ellegar þvert fram á sæinn! Lengur ei hjálpar nú hryggð og gort, hlutskipti kjóstu nú þitt og vort: hættum við bergþursa braginn; beint upp i skinandi daginn! Belja þú stormur, og byrg hú þig land, — bjart er í hásölum anda; hafsjó og rokvind hann hræðist ei grand, hann er ei bundinn við lög og sand ánauð, né örlaga vanda —. Island, nú sé ég til stranda! 2. Af hverju er gælunafnið Mensi dregið? 3. Hvað er Finnland mörgum sinnum stærra en Island ? 4. Hvað segir Sturlunga um árið 1184 ? 5. Hvenær sýndi Tónlistarfélagið fyrstu óperettuna ? 6. Hvenær lézt norska leikritaskáldið Henrik Ibsen ? 7. Hver hefir samið bók um Jón Ólafsson frá Grunnavik og hvenær kom hún út? 8 Hver var Magnús Arason og hvað gerði hann sér til ágætis? 9. Hvenær var Hálfdán Einarsson, skóla- meistari á Hólum, fæddur og hvar? 10. Hvor frönsku höfundarina, Fiaubert eða Maupassant, skrifaði hina heimsfrægu skáldsögu „Madame Bovary" ? Sjá svör á bls. 14. VIKAN, nr. 18, 1944 öll þessi höfuð, dag eftir dag hugsaðí Mary. En sú heppni, að ungfrú Debham sltyldi geta tek.ð hana. Iiún gaf alltaf mikla aukaþóknun, það var, ef til vill, það sem hjálpaði. Klefinn var hrelnn og snyrtilegur, þegar hún kom þangað inn á eftir grænklæddu stúlkunni, það var varla hægt að sjá, að hann hafði verið notaður nýlega, nema á nokkrum dökkum blettum á gólfinu. „Það hcfir einhver verið að láta klippa sig“, hugsaði Mary og ýtti dálítið við cin- um blcttinum með fætinum. En hann hreyfðist ekki, það voru augsýnilega vatnsblcttir. Græni klúturinn var lagður um herðar hennar. Bak við hana, fór grænklædda stúlkan að eiga við hár hennar. Mikið var hún föl! „Ó, mér þykir það mjög leitt, að þér skulið hafa fyrir því að eiga við hár mitt, þegar þér eruð svona þreyttar!“ sagði Mary . Hún hafði það á tilfinningunni, að stúlkan væri veik. Hún var svo undarleg. Hún var ekki vön að vera svona þögul. En hún var dugleg. Hárliðun hennar end- ist lengi. Hún átti skilið aukaþóknun sína. 1 dag kunni Mary eiginlega vcl við það, að hún væri þögul. Hún gat verið örugg í höndum hcnnar. Ungfrú Dcbham. Hún var listakona. Og Mary lokaði augunum og lét þessar lipru fingur eiga við hár sitt eins og þeir vildu. Það var undarlegt, hvernig þokan hafði jafnvel lika komizt inn í þennan klefa. Lampinn lýsti illa. Veslings, þreytta stúlkan. „Ég held, að þér ættuð ekki að vinna, þér eruð ekki heilbrigðar,“ muldraði Mary og geispaði aftur. En ungfrú Debham brosti aðeins, það var dapurlegt bros. Og Mary varð aftur óróleg um hana. Hún hafði alltaf kunnað svo vel við ungfrú Eebham. Einu sinni hafði hún getað hjálpað henni smávegis. En hvað fingur hennar voru róandi! Mary hallaði sér aftur í.stólinn með lokuð augun. Hún hafði á tilfinningunni, að hún hefði sofið. Þegar hún opnaði augun aftur var enginn i klefanum. Mary brosti. „Hún hefir ekki viljað vekja mig,“ hugs- aði hún. „Það var fallega gert af henni.“ En hún flýtti sér að setja upp hattinn, þegar hún hugsaði til þess, að Bill biði. En hvað Ijósið var dauft hérna inni! Hún vonaði, að hún hefði ekki sofið of lengi. Það væri einmitt bjarnargreiði að gera henni í dag, að trufla hana ekki — vegna þess að Bill væri áreiðanlega ekki hrifinn af því að bíða. Nokkrum mínútum seinna mætti Mary ungfrú Trevor á græna ganginum, hún var forstöðukona hárgreiðslustofu Pelhams. „Ó, ungfrú Charteris, okkur þykir það afskaplega leitt, en allar stúlkurnar eru önnum kafnar. Það hefir verið svo mikið að gera í dag. Það hlýtur að vera þokunni að kenna, hugsa ég. Gætuð þér ekki komið Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.