Vikan - 04.05.1944, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 18, 1944
7
FYRSTA ÍSLENZKA
ÓPERETTAN.
Framliald af bls. 3.
með þjóð vorri síðasta áratuginn. Harald-
ur Björnsson segir í leikskránni: „... Árið
1929 bauð ég í fyrsta skipti Leikfélagi
Reykjavíkur óperettu til sýningar, en þá
voru ástæðurnar þannig í tónlistarmálun-
um, að ekki var hægt að ráðast í að sýna
hana vegna vöntunar á samæfðri hljóm-
sveit.“
Ljóðataxtamir em ekki allir eftir Dag-
finn og má það teljast galli, að þess er
«kki getið í prógraminu, hverjir það eru.
Hann tapar siður cn svo á því, að sagt sé,
hvað af þeim hann hefir ort. Þeir eiga það
vel skilið, að .þeir séu lærðir og sungnir.
Það er bezt að sctja hér einn textann sem
rúsínu í greinina!
Vala (Nína Sveinsdóttir) syngur:
Eg var dyggðug og dáindisfrið.
Draumlynd og töfrandi blíð.
Allir mér unnu,
eitthvað sem kunnu
á ungmeyja unaði skil.
Það var eins og ég ein væri til.
Þeir báðu min bljúgir í hug.
Ég bauð þeim að sýna sinn dug.
Það ei þeir gátu,
þögulir sátu.
Ég þorlausa gauð ekki vil.
Það var eins og ég ein væri til.
Æskan leið, ég varð gömul og grá.
Gleðin var horfin af brá.
Töfrar mig trylltu, tældu og villtu,
ei tala um það meira nú vil.
Það var eins og ég ein væri til.
Jón hómópati (Lárus Ingólfsson) syngur:
Fögru konunnar mikil er magt.
Ef að mildi hún hefur og takt.
Við barminn þinn bjarta,
bráðnar mitt hjarta.
Bros þitt ég býsna vel skil.
Þig eina min Vala ég vií.
Vala:
Það er eins og ég ennþá sé til.
Að endingu skulu hcr sett nokkur orð,
í símskeytastíl, um höfunda óperettunnar,
og er það byggt á því, sem um þá er sagt
í leikskránni:
Sigurður Þórðarson cr Vestfirðingur.
Hann er fæddur að Gerðhömrum í Dýra-
firði 8. apríl 1895, sonur Sigurðar prests
Ólafssonar og Maríu Isaksdóttur, konu
hans. Hann fékk snemma áhuga á tónlist
og um 16 ára aldur dvaldist hann í
Reykjavík við nám hjá Sigfúsi Einarssyni,
frú Önnu Petersen og fleiri kennurum, í
tónfræði og hljóðfæraleik. En 1915 hafði
hann lokið námi í Verzlunarskólanum.
Ári síðar fór hann til Þýzkalands og
stundaði tónlistarnám í Leipzig um tveggja
ára skeið. Er hann kom hcim aftur, vann
hann að skrifstofustörfum, cn helgaði
jafnframt tónlistinni krafta sína, stund-
aði söngkennslu í skólum og starfaði með
hljómsveit. Hann hefir verið söngstjóri
„Þrasta“ í Hafnarfirði og Karlakórs
Reykjavíkur frá stofnun hans, 1926. Sig-
urður fór til Þýzkalands, Austurríkis og
Tékkóslóvakíu árið 1927 og kynnti sér
Lárus lnyoltssun sutu Jon ltóiitó-
pati (til v.nstm og Pétur Jóns-
son sem Magnús lögmaður.
starfsemi karlakóra og söngstjórn. Sig-
urður hefir samið fjölda tónverka og eru
mörg þeirra þegar orðin almennings-
eign.
Dagfinnur er fæddur á Grímsstöðum í
Rangárvallasýslu árið 1897, sonur Svein-
björns bónda Guðmundssonar og Önnu
Ólafsdóttur, lconu hans. Hann st'undaði
nám í unglingaskólum, en innritaðist 1923
í Stýrimannaskólann og stundaði jafn-
framt loftskcytafræði og rafmagnsstörf.
Síðan 1930 hefir hann verið yfirmagnara-
vörður Ríkisútvarpsins. Hann hefir fengist
við að scmja sögur og leikrit, cn lítt haldið
því á lofti; þó hafa nokkur gamanlcikrit
eftir hann vcrið lcikin í útvarpið.
Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar í útgáfu Tón-
listarfélagsins, verða til sölu í nokkra
daga í bókaverzlunum bæjarins. —
Það leikur varla á tveim tungum að
Passíusálmarnir eru eitt fegursta og
þróttmesta bókmenntaafrek á ís-
lenzka tungu. — Tónlistarfélagið gaf
út fyrir jólin 1000 tölusett og árituð
eintök af þessu fagra vcrki, og hefir
fjöldi hinna merkustu manna hér-
lcndis og erlendis sent félaginu
persónulegar þakkir fyrir útgáfuna
og talið hana meðal þess vandað-
asta og fegursta, sem íslenzk prent-
list hefir afrekað. Tónlistarfélagið
hefir sett verðið það hátt, að útgáf-
an gæfi kr. 150.000 — í hreinan
ágóða, sem rennur óskiptur til Tón-
listarhallar í Reykjavík. — Hver sá,
sem eignast eintak af þessari bók,
hefir fengið í hendur fallegustu bók-
ina, sem til er á íslenzku og lagt um
leið 150 krónur af mörkum til eins
mesta menningarmáls þjóðarinnar. -
Merkur bóksali hefir nýlega fullyrt,
að innan 10 ára verði eintök af þess-
ari útgáfu ekki seld undir 1000 kr.
Tónlistarfélagið hefir nú lokið út-
sendingu til áskrifenda og verður
það, sem eftir er af upplaginu, selt
næstu viku í bókaverzlunum. — For-
cldrar, sem vilja gefa börnum sínum
fallega og dýrmæta gjöf, arttu að
kaupa eintak af Passíusálmunum.
Tónlistarfólagið.
Carlo Sfo-za Kreifi, and-fasisti,
aem lifað hefir i útlegð frá Italíu
í 15 ár. Hann hefir verið utan-
ríkismálaráðherra Itala.
Hérna sést hermaður vera að
gera myndastyttu að síma-
staur.
Faðir ellefu barna, en er aðeins
þrjátíu og þriggja ára.
iPIÍIÍ
mmm