Vikan


Vikan - 04.05.1944, Side 10

Vikan - 04.05.1944, Side 10
VTKAN, nr. 18, 1944 Um leikföng 10 t' rimn in n 11 m i l i u Matseðillinn Smásteik (gulach). 1500 gr. kjöt, 180 gr. laukur, 2 teskeiðar salt, hálf teskeið pipar, % tesk. negull, 8 lár- berjalauf, 100 gr. tólg, 100 gr. hveiti. Kjötiö er hreinsað vandiega og skorið £ ferstrenda, hæfilega stóra bita. Þeim er velt í hveitinu og brún- ítðir í fitunni með lauknum við góð- an hita, svo að þeir verði móbrúnir að lit. Meðan verið er að brúna kjöt- ÍO, þarf að hræra vandlega í, svo að allir bitamir brúnist jafnt. Þegar búið er að brúna, er allt kryddið og saltiö látið i og svo miklu af heitu vatni hellt á, að það fljóti yfir. Steik- in er soðin 1—2 klst. Smásteik á að vera vel soðin. Sé sósan ekki nógu þykk, má bæta i hana dálitlu af hveitijafningi og ennfremur sósulit og kryddi eftir smekk. í' ' Hrísblóm. j- 1500 gr. mjólk, 150 gr. hris- mjöl, 50 gr. sykur, 40 gr. möndlur, 1 tesk. salt, 50 gr. kúrennur. , Hrísmjölið er hrært sundur með ofurlitiu af kaldri mjólkinni. Hitt af mjólkinni er sett í pott, og jafning- urinn látinn út í og hrært vel í á íneðan og soðið í 15—20 minútur við •hægan hita. Þá eru möndlurnar flysj- aðar, saxaðar smátt og látnar í, ásamt sykrinum og saltinu. Kúrenn- umar eru þvegnar úr mörgum vötn- um, þar til þær eru vel hreinar, síð- 'an soðnar i vatni 30 mín. Þegar þær eru soðnar er vatninu hellt af þeim og svo sem 1—2 teskeiðar settar í tóma bolla; svo er hrísmjölsgrautn- um hellt í bollana og þeir látnir vera hér um bil fullir. Renna þarf boll- ana að innan með köldu vatni áður en sett er í þá. Þegar hrísblómið er orðið kalt og stíft er því hvolft á fat og borin skeið með á fatinu. Borðað með heitri saftsósu sem eftirmatur. Ljós jakki og dökkt pils er alltaf snotur búningur. Pilsið er úr svörtu ullarefni, en blússan úr svörtu flaueli. Jakkinn er úr ljósgráu ullarefni. Ef þér haflð borðað lauk og viljið ná bragðinu í burtu, þá er gott að borða eina saltaða sneið af sítrónu. Leikföng. Það kann að þykja óþarfa afskiptasemi að gera leikföng barna að umtalsefni. Þetta er þó ekki þýðingarlaust atriði, og svo mikla áherzlu leggja sumar útlendar þjóð- ir á þetta mál, að i skólum, þar sem stúlkum er kennd hjúkrun ungbarna, er það eitt af verkefnunum, að bera til einföld leikföng við hæfi barna á ákveðnum aldri. Það sem mestu máli skiptir um val á leikföngum er að þau geti ekki á neinn hátt skaðað barnið. Hvitvoðungar hafa lítið við leik- föng að gera, — valda þeim ekki, en þegar barnið stækkar og fer að hafa handastjórn, hefir það gaman af að halda á einhverju. Nú láta börn á óvitaaldri allt upp í sig, sem þau í ná og má þvi ekki fá þeim neitt, sem þeim geti orðið mein að, t. d. ekkcrt úr blýi, ekki heldur málaða muni (eitur í litum), ekkert mjög smálegt, sem þau kynnu að gleypa eða troða upp i nef eða eyru (kaffibaunir, hnappar, smápeningar) og að sjálf- sögðu ekkert, sem þau geta særzt á (hnífar, skæri, prjónar, glcrbrot) og ekki eldfæri. — Ekkert af þessu er bamameðfæri. — Þá er enn ótalið eitt atriði, ekki þýðingarlitið; leik- föng ungbarna flækjast oft og einatt, detta á gólfið og voiast margvíslega) og þarf þvi að þvo þau oft og hclzt sjóða. Leikföng ungbama ciga því helzt að vera af þeirri gerð og úr þeim efnum að þau þoii þvotta og suðu. Á seinni árum hefir verið gert alit of mikið að því að flytja hingað inn tilbúin leikföng frá útlöndum, mörg eflaust fögur á að iíta, en ekki að sama skapi hentug, og skal þar tilnefna hin og þessi dýralíki í loð- feldum, birni, hunda, kindur o. fl. þess háttar. Það gefur að skilja, að óhemju ósköp af ryki getur safnast í þessa loðfeldi og ekki ailt sem hoil- ast (gerlar, sýklar), en ómögulegt að þrífa þá. Þess háttar leikföng skyldi því aldrei kaupa handa ung- börnum. Þá eru okkar gömlu leikföng ólikt hentugri: leggir, völur, kufung- ar, skeljar, ,,ísubein“, „trjámenn", hestar, kýr og kindur úr tré og m. fl., Gerber’s Cereal Food er talið af læknum og ljósmæðrum vera nær- Ingarbezta barnafæða. - Fæst í pökkum og dósum I Ný Ijóðabók: Sönpr dalilluiinar eftir Guðrúnu Guðmundjdóttur Þessi litla fallega ljóða- bók, sem er bundin í mjúkt skinnband, er tilvakn gjöf við mörg tæk'færi. Gefið stúlkum hana í fermingargjöf. Hún kostar 15 krónur. Bókaverzlun Isafoldar. tfiitituiiiMn iim itiuon tiiBttm t og fleira — því að allt þetta má sjóða, þegar vill án þess að skemma það á nokkum hátt, og hefir margur haft ánægju af i æsku sinni, engu síður en útlenda dótinu. Leikföng þurfa alls ekki að vera verðmæt né margbrotin til þess að börn hafi gaman af þeim, því að „litið er ungs manns gaman“, og „litið hugnast litla fólkinu", „Leikur er barna yndi,“ eins og allir vita og á því sízt að amast við að þau leiki sér. Útileikir eru náttúrlega hollastir, þegar svo viðrar að þeim verði við komið, en nú er vist að verða allt of lítið um útiveru bama og útileiki, af eintómri vorkunnsemi og ailt of mik- illi hræðslu við kuldaun, „að kunni að slá að barninu.“ Heilbrigð böm þola vel að vera úti, þó frost sé og vindur nokkur, og þá þessa helzt ef þau hafa snemma vanizt á daglega líkamsþvotta. hörundsstrokur og ein- hverja fimleika. Hitatempmnar hör- undsins gætir svo miklu betur, ef það- er smávanið við loftið: börnunum lofað að striplast inni, ýmist alls- bemm eða fáklæddum og jafnvel lof-- að út lítt klæddum, t. d. með bera handleggi, bert brjóst og beran háls, berhöfðuðum og berfættum, þegar svo ber undir og hlýtt er í veðri, og þarf ekki endilega að vera sólskin. Þetta er eiginlega nokkurskonar loft- bað, enda er það kallað svo og öllum talið hollt. Það er miklu betra en ekki að taka það inni; hreyfa sig eitthvað, litt klæddur eða allsber, inni hjá sér, hlaupa fram og aftur um herbergið eða iðka einhvcrja fimleika og hafa húðstrolcur þess á milli. Allt þetta má kcnna stálpuð- um börnum snemma. Næsta stigið er þá að leika þessa fimleiki fyrir opnum glugga, og er alveg óhætt. Er þá skemmst til þess að óhætt sé að fara fáklæddur út, láta loftið leika um sig stundarkorn, en standa ekki kyrr (hlaup, fimleikar). Það er bczt að hreinsa hárgreið- ur með vatni, sem dálitlum salmíak- spíritusi er hellt út í. Búðingsduft með súkkulaði- og vanille-bragði. EFNAGERÐIN STJAUNAN Kemisk-tcknisk verksmiðja Dorgartúni 4. Sími 5799. _______________________________

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.