Vikan


Vikan - 04.05.1944, Blaðsíða 13

Vikan - 04.05.1944, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 18, 1944 „Ráðskona Bakkabrœðra“. Myndirnar, sem við birtum hérna eru úr leikritinu „Ráðskona Bakkabræðra,“ sem leikfélag Hafnarfjarðar hefir sýnt í vetur og sýnir enn við geysimikla aðsókn. „Ráðskonan“ er gamanleik- ur í þrem þáttum. Efnið er í aðalatriðum þetta: Bræðurnir á Bakka: Gísli, Eiríkur og Helgi hafa ráðið til sín ráðskonu, en þegar hún kemur lízt þeim heldur illa á hana og vilja koma henni í burtu með fyrstu ferð. Hún er fín „dama“ úrRvík, semervönþví að fá vilja sínum framgengt. Enda kemur það líka í ljós. Þegar árið, Talið frá vinstri: Ráðskonan (Hulda Runólfsdóttir). Helgi (Hatstemn Líald- vinsson), Eirikur (Eiríkur Jóhannesson), og Gisli (Ársæll Pálsson). sem hún er ráðin til að vera ráðskona, er liðið, er allt öðruvísi umhorfs en áður á Bakka. Nú vilja bræðurnir fyrir alla muni að hún verði hjá þeim lengur og bjóða henni jafnvel að giftast hverj- um þeirra, sem hún vill, en þá kemur í ljós að hún á unnusta, sem hún vill ekki svíkja. Ymsu öðru hefir hún líka áorkað, sem ekki skal rakið hér; en leikurinn er á allan hátt hinn skemmti- legasti. Hlutverkin eru yfirleitt prýðilega af hendi leyst. Einkum sýnir ungfrú Hulda Runólfsdóttir mikil tilþrif og f jör í leik sínum. Ung- frúin hefir líka annast leikstjórnina. Leikritið hefir nú verið leikið fimmtíu sinnum og er ekkert lát á aðsókninni. E. Talið frá vinstri: Elín kona Jóns (Kristin Þorvarðardóttir), Jón (Sigurður Kristinsson) og Hildur, dóttir þeirra (Ásta Baldvinsdóttir). Margt býr í pokunni. (Framliald af 4. síðu). seinna — eftir klukkan fimm til dæmis? Mér þykir það mjög leitt, en----.“ Mary starði á hana. ,,En — en ég hefi fengið hárliðun!“ sagði hún. Ungfrú Trevor horfði undrandi á hana. „Hárliðun — ungfrú?“ „Já, ungfrú Debham liðaði hár mitt. Ég var svo heppin, að ég þurfti ekkcrt að bíða. Ég hélt, að þér hefðuð sent hana til mín?“ Ungfrú Trevor leit einkennilega á hana. „Já, í klefa nr. 3,“ sagði Mary og brosti við tortryggnislegu augnaráði forstöðu- konunnar. Hún áleit víst, að ekkert gæti gerzt, nema þar sem hún væri viðstödd! Hún var kannske móðguð, veslingurinn. Mary vonaði, að ungfrú Debham yrði ekki skömmuð, fyrir að hafa tekið hana, þegar aðrir höfðu pantað tíma og biðu. En hún var þó dálítið undrandi. Hvers vegna var kvenmaðurinn svona hvítur og skelfdur? Og hún spurði kvíðafull: „Líður yður ekki vel?“ Nú talaði ungfrú Trevor, en rödd henn- ar var einkennileg og ókunnug: „Klefinn nr. 3 er lokaður!" sagði hún. „Hann hefir ekki verið notaður í tvær vikur — ekki frá því — ekki —.“ „En hann var opinn rétt áðan,“ sagði Mary. „Ungfrú Debham fór með mig þangað. Er það ekki hcnnar klefi?“ „Hann var það, ungfrú!“ „Hvað eigið þér við með því — var?“ Forstöðukonan riðaði og starði stöðugt á Mary með skelfdum augum. Það var eins og munnur hennar væri alveg mátt- laus. Mary varð næstum hrædd. Svo stam- aði hún með mildu erfiði. „Unfrú Debham er — er — er — dáin, ungfrú Charteris!“ Nú var það Mary, sem starði. „En hún — hún var rétt að ljúka við mig. Hvernig gctur hún verið — verið dáin? Ég skil ekki!“ „Ungfrú Trevor sagði orðin með hásri röddu. Og augnaráð hennar kom Mary næstum til að æpa. „Ungfrú Debham - ó, ungfrú Charteris! Ungfrú Dcbham framdi sjálfsmorð í klefa nr. 3. Við — við notum klefann aldrei aftur.“ Konurnar voru máttlausar af hræðslu. Forstöðukonan benti á höfuð Mary. Hún sleit af sér hattinn og starði á forstöðu- konuna. „Hár yðar — hár yðar hefir ekki verið liðað, ungfrú Charteris," stundi hún. 1 speglinum fékk Mary staðfestingu á orðum hennar — og Pelham missti einn viðskiptavininn fyrir fullt og allt. Bill Harris var sá eini, sem ekki hafði neitt á móti því. Dægrastytting 1 2 ...... .........J Orðaþraut. E G N A S J ÓR U N D I O K I Ð ÖÐRU S K A R Ó L A R L I N A Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan- frá og niður eftir, myndast nýtt orð og er það nafn á hlut, sem notaður er sem heimilisprýði. Lausn á bls. 14. Páll lögmaður Vídalín (d. 1727). Páll lögmaður Vídalin var fjölkunnugur. Er svo sagt, að hann hafi haft 50 anda í þjónustu sinni, hjáipuðu þeir honum oft í málaferlum hans, til að sjá út ráð mótstöðumanna sinna og komast fyrir þá. Stundum sendu mótstöðumenn hans honum sýndingar, en hann tók þær allar, og urðu þær að þjóna honum upp frá því. Hætt- ast var hann einu sinni kominn á ferð í haust- myrkri. Sóttu þá að honum 3 sendingar 1 einu, en svo lauk, að hann tók þær allar, kvað hann þá vísu þessa: „Dimmt mér þótti Dals- við á, dró af gaman að hálfu; að mér sóttu þrjótar þá þrír af satans hálfu.“ Ekki gjörði Páll öðrum mein. Þó er mælt, að hann hafi átt í erjum við prest einn, er sagan segir að hafi verið síra Halldór Hallsson; vildi hann fá Hólmfríði dóttur Páls; en hann. synjaði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.